Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 09:18 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Nick Wagner Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42