Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2022 12:33 Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði segir Bolsonaro skömminni skárri en Lula. Vísir/samsett Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. Mjótt var á munum í forsetakosningum í Brasilíu en vinstrimaðurinn Luiz Inacio Lula da Silva bar sigur úr bítum, með 50,83 prósent atkvæða. Lula tekur við embættinu í janúar næstkomandi en hann er reynslumikill stjórnmálamaður og gegndi embætti forseti frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðar hreinsaður af þeim sökum en ekki fyrr en eftir sex hundruð daga í fangelsi. Hefði sjálfur kosið Bolsonaro Lula er mikill vinstrimaður en Bolsonaro langt á hægrivængnum. Þrátt fyrir það eru skiptar skoðanir um hvort miklar breytingar séu í vændum. „Ég held nú að það verði ekki mjög miklar breytingar í Brasilíu við þessar kosningar af tveimur ástæðum. Önnur ástæðan er sú að flokkur Bolsonaros vann mikinn sigur í kosningum til tveggja deilda þingsins og hefur þess vegna undirtökin þar. Hin ástæðan er sú að Bolsonaro fékk miklu betra fylgi en honum hafði verið spáð,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sem er jafnframt búsettur í Brasilíu. Lula, sem er róttækur vinstrimaður, hafi þá valið sér mjög hófsaman varaforseta, sem bæti stöðu hans talsvert. Spilling hafi að mati Hannesar minnkað í valdatíð Bolsonaros, einkum vegna skynsamlegrar efnaghasstefnu. „Ég verð að játa það að ég hefði kosið sjálfur Bolsonaro og til þess er ein skýr ástæða og hún er að hann fylgdi tiltölulega skynsamlegri stefnu í efnahagsmálum,“ segir Hannes. „Hans fjármála- og efnahagsráðherra, Paulo Guedes, hefur verið að selja ríkisfyrirtæki en sala þeirra er auðvitað meginforsenda þess að takist að minnka spillinguna í landinu. Spillingin verður einmitt vegna þess að stjórnmálamenn og embættismenn hafa skömmtunarvald og það minnkar ef ríkisfyrirtæki eru seld.“ Bolsonaro hafi haft rétt fyrir sér varðandi veiruna Undrunarefnið sé raunar hve mikið fylgi Bolsonaro fékk. „Lula er auðvitað mjög vinsæll stjórnmálamaður og ein af megin skýringunum á því að Lula vann, þó það hafi verið með mjög naumum mun, er sú að Lula hafði mikið fylgi í norðausturhluta landsins þar sem hann hefur aukið mjög bætur við fátækt fólk.“ Bolsonaro var gríðarlega mikið gagnrýndur í kórónuveirufaraldrinum vegna stefnu hans í sóttvarnamálum. Bolsonaro vildi helst engar aðgerðir og neitaði til að mynda að bera grímu fyrir vitum. Þá dró Boslonaro það um marga mánuði að kaupa bóluefni gegn veirunni. Hannes segir ákveðinn hóp menntamanna hafa verið mjög á móti Bolsonaro, sérstaklega hvað stefnu hans í faraldrinum varðaði, en þegar uppi er staðið hafi Bolsonaro hitt naglann á höfuðið. „Að þessi heimsfaraldur hefði ekki verið þannig að hann hafi réttlætt þessi ofsafengnu viðbrögð. Við erum að sjá það núna að lokanirnar skiluðu ekkert mjög miklum árangri,“ segir Hannes en minnst 600 þúsund hafa látist í Brasilíu vegna Covid svo vitað sé. Spyr hvers vegna Brasilíumenn megi ekki gera það sem þeir vilja við Amazonskóginn Þá hafi Bolsonaro sömuleiðis viljað nýta Amazonskóginn í eitthvað ganglegt. „Þá vaknar spurningin: Hvers vegna mega Brasilíumenn ekki nýta Amazonskóginn betur en þeir gera. Af hverju á að halda honum friðuðum í þágu annarra? Ef menn vilja það eiga þeir ekki að greiða fyrir það? Ef Amazonskógurinn verður nýttur betur er það væntanlega í þeim skilningi að þar yrðu gróðursettar nytjajurtir í stað fyrir villtan frumskóg. Þannig yrði gróður ekki minnkaður, hann myndi bara breyta um eðli.“ Taka ber fram að Amazonskógurinn er stærsti villta svæðið í heimi og jafnframt það svæði sem hefur mesta lífríkisfjölbreytni. Þá er meira en 10 prósent alls súrefnis í andrúmsloftinu framleitt í skóginum. Þá ber að geta að ræktað land hefur minni líffræðilegan fjölbreytileika en stórborgir og því ekki rétt að gróður yrði ekki minnkaður. Auk þess hafa helstu mótmælendur nýtingar Amazonskógarins verið frumbyggjar hans, sem telja um milljón manna. Eins og kórdrengur við hlið Lula Hannes segir ekki mikið mark hægt að taka á umdeildum ummælum Bolsonaros um minnihlutahópa. „Ég held að ýmis ógætileg ummæli Bolsonaros bæði um homma, konur og aðra minnihlutahópa séu í rauninni heldur léttvæg vegna þess að það sem allir minnihlutahópar þurfa er skynsöm stjórn efnahagsmála til að geta brotist út úr fátækt. Efnahagsstefna Bolsonaros hafði það í för með sér,“ segir Hannes. „Það er miklu verra að hafa þennan spillta stjórnmálamann sem Lula er, það er enginn vafi á því. Í stjórnartíð hans og Verkamannaflokksins var mjög mikil spilling í Brasilíu. Þessar þrjár nornir sem standa yfir höfuðsvörðum Brasilíumanna, sem eru fátæktin, spillingin og ofbeldið, það verður að hrekja þær í burtu. Og það er langbest að gera það með því að hrekja fátæktina burt og taka með hörku á ofbeldinu og spillingunni.“ Bolsonaro hefur, líkt og Lula, verið sakaður um spillingu sem Hannes segir líklega alla brasilíska stjórnmálamenn seka um. „En hann er eins og kórdrengur við hliðina á Lula og forystuliðinu í Verkamannaflokknum.“ Brasilía Tengdar fréttir Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Mjótt var á munum í forsetakosningum í Brasilíu en vinstrimaðurinn Luiz Inacio Lula da Silva bar sigur úr bítum, með 50,83 prósent atkvæða. Lula tekur við embættinu í janúar næstkomandi en hann er reynslumikill stjórnmálamaður og gegndi embætti forseti frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðar hreinsaður af þeim sökum en ekki fyrr en eftir sex hundruð daga í fangelsi. Hefði sjálfur kosið Bolsonaro Lula er mikill vinstrimaður en Bolsonaro langt á hægrivængnum. Þrátt fyrir það eru skiptar skoðanir um hvort miklar breytingar séu í vændum. „Ég held nú að það verði ekki mjög miklar breytingar í Brasilíu við þessar kosningar af tveimur ástæðum. Önnur ástæðan er sú að flokkur Bolsonaros vann mikinn sigur í kosningum til tveggja deilda þingsins og hefur þess vegna undirtökin þar. Hin ástæðan er sú að Bolsonaro fékk miklu betra fylgi en honum hafði verið spáð,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sem er jafnframt búsettur í Brasilíu. Lula, sem er róttækur vinstrimaður, hafi þá valið sér mjög hófsaman varaforseta, sem bæti stöðu hans talsvert. Spilling hafi að mati Hannesar minnkað í valdatíð Bolsonaros, einkum vegna skynsamlegrar efnaghasstefnu. „Ég verð að játa það að ég hefði kosið sjálfur Bolsonaro og til þess er ein skýr ástæða og hún er að hann fylgdi tiltölulega skynsamlegri stefnu í efnahagsmálum,“ segir Hannes. „Hans fjármála- og efnahagsráðherra, Paulo Guedes, hefur verið að selja ríkisfyrirtæki en sala þeirra er auðvitað meginforsenda þess að takist að minnka spillinguna í landinu. Spillingin verður einmitt vegna þess að stjórnmálamenn og embættismenn hafa skömmtunarvald og það minnkar ef ríkisfyrirtæki eru seld.“ Bolsonaro hafi haft rétt fyrir sér varðandi veiruna Undrunarefnið sé raunar hve mikið fylgi Bolsonaro fékk. „Lula er auðvitað mjög vinsæll stjórnmálamaður og ein af megin skýringunum á því að Lula vann, þó það hafi verið með mjög naumum mun, er sú að Lula hafði mikið fylgi í norðausturhluta landsins þar sem hann hefur aukið mjög bætur við fátækt fólk.“ Bolsonaro var gríðarlega mikið gagnrýndur í kórónuveirufaraldrinum vegna stefnu hans í sóttvarnamálum. Bolsonaro vildi helst engar aðgerðir og neitaði til að mynda að bera grímu fyrir vitum. Þá dró Boslonaro það um marga mánuði að kaupa bóluefni gegn veirunni. Hannes segir ákveðinn hóp menntamanna hafa verið mjög á móti Bolsonaro, sérstaklega hvað stefnu hans í faraldrinum varðaði, en þegar uppi er staðið hafi Bolsonaro hitt naglann á höfuðið. „Að þessi heimsfaraldur hefði ekki verið þannig að hann hafi réttlætt þessi ofsafengnu viðbrögð. Við erum að sjá það núna að lokanirnar skiluðu ekkert mjög miklum árangri,“ segir Hannes en minnst 600 þúsund hafa látist í Brasilíu vegna Covid svo vitað sé. Spyr hvers vegna Brasilíumenn megi ekki gera það sem þeir vilja við Amazonskóginn Þá hafi Bolsonaro sömuleiðis viljað nýta Amazonskóginn í eitthvað ganglegt. „Þá vaknar spurningin: Hvers vegna mega Brasilíumenn ekki nýta Amazonskóginn betur en þeir gera. Af hverju á að halda honum friðuðum í þágu annarra? Ef menn vilja það eiga þeir ekki að greiða fyrir það? Ef Amazonskógurinn verður nýttur betur er það væntanlega í þeim skilningi að þar yrðu gróðursettar nytjajurtir í stað fyrir villtan frumskóg. Þannig yrði gróður ekki minnkaður, hann myndi bara breyta um eðli.“ Taka ber fram að Amazonskógurinn er stærsti villta svæðið í heimi og jafnframt það svæði sem hefur mesta lífríkisfjölbreytni. Þá er meira en 10 prósent alls súrefnis í andrúmsloftinu framleitt í skóginum. Þá ber að geta að ræktað land hefur minni líffræðilegan fjölbreytileika en stórborgir og því ekki rétt að gróður yrði ekki minnkaður. Auk þess hafa helstu mótmælendur nýtingar Amazonskógarins verið frumbyggjar hans, sem telja um milljón manna. Eins og kórdrengur við hlið Lula Hannes segir ekki mikið mark hægt að taka á umdeildum ummælum Bolsonaros um minnihlutahópa. „Ég held að ýmis ógætileg ummæli Bolsonaros bæði um homma, konur og aðra minnihlutahópa séu í rauninni heldur léttvæg vegna þess að það sem allir minnihlutahópar þurfa er skynsöm stjórn efnahagsmála til að geta brotist út úr fátækt. Efnahagsstefna Bolsonaros hafði það í för með sér,“ segir Hannes. „Það er miklu verra að hafa þennan spillta stjórnmálamann sem Lula er, það er enginn vafi á því. Í stjórnartíð hans og Verkamannaflokksins var mjög mikil spilling í Brasilíu. Þessar þrjár nornir sem standa yfir höfuðsvörðum Brasilíumanna, sem eru fátæktin, spillingin og ofbeldið, það verður að hrekja þær í burtu. Og það er langbest að gera það með því að hrekja fátæktina burt og taka með hörku á ofbeldinu og spillingunni.“ Bolsonaro hefur, líkt og Lula, verið sakaður um spillingu sem Hannes segir líklega alla brasilíska stjórnmálamenn seka um. „En hann er eins og kórdrengur við hliðina á Lula og forystuliðinu í Verkamannaflokknum.“
Brasilía Tengdar fréttir Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43