Gott fjarskiptasamband er forsenda búsetuöryggis Bjarni Jónsson skrifar 31. október 2022 13:31 Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Fjarskipti Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun