Hægt á húsnæðisuppbyggingu til að verja seljendur lúxusíbúða í miðbænum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 1. nóvember 2022 08:32 Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar