Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:00 Fv: Sigríður Olgeirsdóttir, Guðfinna S. Bjarnadóttir og Benedikt Olgeirsson, stofnendur Magnavita, vilja breytt viðhorf og breytta orðræðu um það þegar fólk er að eldast. Því þriðja æviskeiðið sé besta æviskeiðið og orðræðan oft í miklu ósamræmi við það hvernig fólki líður. Magnavitanám hefst í janúar fyrir fólk sem er að nálgast eða komið á þriðja æviskeiðið. Vísir/Vilhelm „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. „Fólk missir mjög mikið þegar það hættir að vinna. Sérstaklega félagslega hlutann því strangt til tekið er það vinnuveitandinn og samstarfsfólkið sem sér um hann að miklu leyti á meðan við erum að vinna. Við viljum bjóða upp á lausnir fyrir þennan hóp enda oft hópur sem á um tuttugu góð ár eftir af heilbrigðri ævi. Og hvers vegna ekki að nýta þann tíma sem best? “ segir Benedikt Olgeirsson, annar stofnandi Magnavita. Það er svo mikilvægt að setja okkur markmið. Sérstaklega þegar að við nálgumst þriðja æviskeiðið eða erum komin þangað. Á þessum tíma eigum við einmitt að velta fyrir okkur: Hver eru markmiðin mín? Hvað vil ég að gerist og hvað langar mig til að gera?“ segir Sigríður Olgeirsdóttir, sú þriðja sem tók þátt í að stofna Magnavita. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um þriðja æviskeiðið og hvað tekur við hjá fólki þegar það nálgast eða er komið á það æviskeið. Næstu sunnudaga verður einnig rætt við fólk sem hefur valið sér ólíkar leiðir fyrir þriðja æviskeiðið. Þríeykið í Magnavita Magnavita er nýtt samfélag fyrir fólk sem nálgast eða er komið á þriðja æviskeiðið. Hjá Magnavita er ætlunin að bjóða upp á þjónustulausnir fyrir fólk sem vill fjárfesta í sjálfum sér og vera viss um að þriðja æviskeiðið verði örugglega það besta. Fyrsta þjónustan sem Magnavita mun bjóða upp á er eins árs nám í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Námið hefst í janúar, samanstendur af tíu námskeiðum og er kennt á þriðjudögum. Að Magnavita standa Benedikt, Guðfinna og Sigríður sem öll nálgast þann aldur sem fólk vísar oft til sem „eftirlaunaaldursins.“ Benedikt, Guðfinna og Sigríður segja mikilvægt að breyta viðhorfi og orðræðu þegar kemur að því að tala um fólk á þessum aldri. Orðræðan í dag sé neikvæð og oft langt frá því að endurspegla það hvernig fólki á þriðja æviskeiðinu líður. Enda segir meðal annars í kynningu um Magnavitanámið: „Þriðja æviskeiðið á að vera uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem lífsgæða er notið og tíminn nýttur eins vel og mögulegt er. Í náminu setja nemendur sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf.“ Í árum talið telst mannauður þríeykisins samtals 188 ár. Hópurinn er því hokin af reynslu eins og sagt er. En ljóst er af samtali við þríeykið að ekkert þeirra er nálægt því að setjast í helgan stein. „Enda þýðir það að setjast í helgan stein að fara í klaustur,“ segir Benedikt og hlær. Benedikt er fæddur árið 1961. Benedikt hefur lengi starfað í stjórnunarstörfum í atvinnulífinu, þar af rúm 10 ár á Landspítalanum sem aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri þróunar. Benedikt situr í dag í ýmsum stjórnum og er verkfræðingur að mennt með masterspróf frá University of Washington í Seattle. „Í fyrra fór ég að velta þessum málum fyrir mér. Ég sit í ýmsum stjórnum en hætti hjá Landspítalanum og vildi fara að stjórna mínum tíma meira sjálfur. Hafa frelsið til að gera það sem mig langar til. Það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hvað væri í boði fyrir fólk sem nálgast þetta þriðja æviskeið og niðurstaðan er sú að það er allt of lítið í boði. Nema þá sú hugsun að þetta sé æviskeið sem ríki og sveitarfélög eiga helst að sjá um og eftir 67 til 70 ára er maður stimplaður sem ellilífeyrisþegi“ segir Benedikt og bendir á hversu neikvætt þetta orð hljómar: „Þetta er orð sem samanstendur af þremur orðum; Elli. Lífeyrir. Þegi í merkingunni að þiggja. Þótt fólk sé ekki að þiggja neitt.“ „Enda þekkjum við fullt af fólki á okkar aldri og eldra sem hreinlega hatar þetta orð „ellilífeyrisþegi,““ segir Guðfinna. Sem dæmi um hvernig orðræða þyrfti að breytast segir Guðfinna frá skemmtilegri heimsókn hennar og eiginmannsins eitt árið til fyrrum prófessora þeirra í Bandaríkjunum. Þar var farið að ræða hvað tæki við eftir starfslok. En í staðinn fyrir að tala um að þá hætti maður einhverju eins og tónninn er hér heima, var talað um í hvað maður færi eða hvað tæki við. Á ensku „retire to“ en ekki „retire from.“ Þetta fannst mér einstaklega jákvætt og kannski ágætis dæmisaga um hversu mikilvægt það er að við breytum orðræðunni okkar.“ Guðfinnu þekkja flestir frá því að hún var rektor Háskólans í Reykjavík og síðar alþingismaður svo eitthvað sé nefnt. Guðfinna er með BA próf í sálfræði frá HÍ, MA próf í sálfræði frá West Virginia University og Ph.D í atferlisfræði, með áherslu á stjórnun, frá sama háskóla. Guðfinna er fædd árið 1957. Sigríður er fædd árið 1960. Sigríður er með AMP gráðu frá Harvard Business School, MBA gráðu frá HR, lauk rekstrar- og viðskiptanámi í EHÍ og kerfisfræði frá EDB-skolen í Danmörku. Sigríður hefur verið stjórnandi í hugbúnaðar- og hátæknigeiranum um árabil, þar af síðast sviðsstjóri þjónustu hjá Völku ehf. „Ég hef lengst af verið í stjórnunarstörfum og sit í stjórnum en í fyrra ákvað ég að hætta að vinna sem stjórnandi því mig langaði í meira frelsi til að stýra mínum tíma sjálf. Eftir að ég hætti settist ég niður til að skoða hvaða markmið ég vildi setja mér. Og las til dæmis bókina Discover Your True North. Eftir að ég gerði það hef ég verið með fullar hendur af verkefnum,“ segir Sigríður og bætir við að þau markmið sem hún setti sér fyrir jólin í fyrra hafi hún einmitt náð nú þegar. Niðurstaða þeirra þriggja var þó sú að þótt þau kæmu úr sitthvorri áttinni ættu þau eitt sameiginlegt: Það vantar að búa til lausnir, þjónustur og hvata fyrir fólk sem svo sannarlega langar að njóta þriðja æviskeiðsins sem uppskeru æviskeiðið. Fólksins sem vill horfa til þriðja æviskeiðsins sem tímabil til að njóta sín og lífsins eins vel og lengi og hægt er. Í fyrra sat Guðfinna með barnabarni sínu og teiknaði tré til að skýra út þá spennandi vegferð sem lífið er. En þegar kom að þriðja æviskeiðinu áttaði hún sig á því að þá kom hreinlega ekkert, eða spurningin: Hvað svo? Guðfinna viðurkennir að þessi uppgötvun hafi verið eins og kýling á sig. Hér má sjá útfærða mynd af trénu umrædda.Vísir/Magnavita Lífsins tré Vorið 2021 sat Guðfinna með barnabarni og var að skýra út hvernig lífið skiptist í mismunandi tímabil og valkosti. Guðfinna teiknaði upp tré sem hún kallar lífsins tré enda sýni það vel hvernig umgjörðin okkar er í lífinu: Við fæðumst og þá er það fjölskyldan; okkar DNA. Síðan tekur skólinn við: Leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli. Loks fer valkostunum að fjölga: „Þú getur farið í háskóla og þar eru alls kyns valkostir. Þú getur meira að segja valið um hvort þú viljir fara í háskóla hér heima eða erlendis,“ sagði Guðfinna við barnabarnið. Og enn fjölgaði valkostunum því næst var það atvinnulífið: Starf, störf, alls konar möguleikar og tækifæri í boði á hvaða sviði sem er. En síðan: Ekkert. „Efsta lagið á trénu var eins og kýling á mig. Því eftir að ég hafði teiknað upp öll störfin og tækifærin í atvinnulífinu var ég komin að þriðja æviskeiðinu og þá kom bara upp spurningin: Og hvað svo?“ segir Guðfinna og viðurkennir að henni hafi brugðið mikið að átta sig á því að þetta væri í raun staðan. Benedikt segir tréð vera mjög lýsandi fyrir stöðunni eins og hún blasir við mörgum þegar að þriðja æviskeiðinu kemur. „Það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að það sem háir fólki mjög mikið þegar það hættir að vinna er einmanaleiki annars vegar og það að hafa ekki tilgang lengur hins vegar,“ segir Benedikt. Þannig segja þau fólk oft upplifa það að eftir starfslok að dagskráin sem fólk sá fyrir sér að myndi dekka daga og tíma, er ekki að skila sér í nægilega innihaldsríku lífi. „Það myndast ákveðið tómarúm,“ segir Benedikt. Oft sé það til dæmis þannig að fólk endar með að halda í störfin sín mjög lengi og fara jafnvel að sjá í hillingum að geta hætt að vinna. Fyrst um sinn sé það líka fínt. En eftir eitt ár eða fimm ár upplifa margir að dagskráin sem felst kannski í að sinna áhugamálum, barnabörnum, hreyfingu og fleira er bara ekki nógu innihaldsríkt. Þá segja þau niðurstöður rannsókna sýna að einsemd fólks á þriðja æviskeiði megi alls ekki vanmeta. Né heldur þau áhrif sem einsemdin getur haft á til dæmis heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna rannsókn þar sem niðurstöður sýna að einsemd er hættulegri heilsu fólks á þriðja æviskeiði en að reykja 15 sígarettur á dag,“ segir Benedikt. Sigríður, Guðfinna og Benedikt segja gleði mikilvæga í Magnavitasamfélaginu enda geri hún lífið mun innihaldsríkara. Þá sé mikilvægt að fólk sem nálgast þriðja æviskeiðið eða er komið á það, setji sér markmið og velti fyrir sér hvernig það vilji lifa lífinu næstu tuttugu til þrjátíu árin eða svo. Allra hagur sé að efla fólk á þriðja æviskeiðinu enda sé það þjóðhagslega hagkvæmt og gott fyrir bæði fjölskyldur og einstaklingana sjálfa.Vísir/Vilhelm Fjölgun góðra, spennandi og heilbrigðra æviára Þríeykið segir gífurlega mikilvægt fyrir samfélagið allt að fólki á þriðja æviskeiðinu líði og farnist sem best. Enda segir meðal annars í kynningu á framtíðarsýn Magnavita: „Tilgangur og markmið Magnavita er að stuðla að fjölgun góðra, spennandi og heilbrigðra æviára með því að auka hreysti, virkni, lífsfyllingu og félagsleg tengsl viðskipatvina.“ Þegar hugmyndin vaknaði að Magnavita fyrst, var ætlunin reyndar að finna góðar fyrirmyndir út í heimi ekki síst fyrir nám í anda þess sem nú er í boði hjá Magnavita. „Hvergi í heiminum fundum við góð fordæmi um svipað nám né heldur dæmi um markvissa vinnu til að efla fólk á þriðja æviskeiðinu. Sem þó myndi skila sér í augljósum þjóðhagslegum ávinningi svo ekki sé talað um ávinninginn fyrir fjölskyldur og einstaklingana sjálfa,“ segir Guðfinna. Magnavita er því sprotafyrirtæki og er unnið að vörum og þjónustuleiðum fyrir Magnavita eins og í hverri annarri nýsköpun. Þar sem engin svör liggja skýr fyrir strax. Og allt þarf sinn þróunartíma. Margt er í farvatninu og til viðbótar við fyrrgreint Magnavitanám í HR er markþjálfun sem sérsniðin er fyrir þriðja æviskeiðið nefnd sérstaklega. Þá eru allir útgangspunktar unnir miðað við eftirfarandi fjóra flokka: Andlegt hreysti Líkamlegt hreysti Fjárhagslegt hreysti Félagslegt hreysti Að sögn þríeykis Magnavita er ætlunin að byggja upp nokkurs konar Magnavita-samfélag. Með virkri þátttöku meðlima þannig að fólk á þriðja æviskeiðinu hafi samfélag að leita þjónustu hjá, lausna hjá eða að taka þátt í. Ein af mörgum hugmyndum er til dæmis að fókusa á nýsköpun og nýsköpunarhraðla. Enda mikill mannauður sem felst í þeim hópi fólks sem ýmist nálgast eða er komið á þriðja æviskeiðið. Aðspurð um það hvort 55 ára teljist ekki svolítið ungt fyrir markhóp þriðja æviskeiðsins segir þríeykið svo alls ekki vera. Því rannsóknir hafi líka sýnt að of algengt er að fólk fer of seint að huga að þessu æviskeiði. Þá benda þau líka á að eitt af því sem gæti gerst hjá sumum er að vilja venda sínu kvæði í kross og gera eitthvað á þessu æviskeiði sem það hefur ekki gert áður. Til dæmis að stofna fyrirtæki. „Í náminu munum við líka sérstaklega kynna gigg-hagkerfið því það er auðvitað valmöguleiki fyrir marga,“ segir Guðfinna, en gigg-hagkerfið er það hagkerfi sem er að vaxa hvað hraðast í öllum heiminum en giggari er sá sem starfar sjálfstætt. Í þessum efnum bendir þríeykið á mikilvægi þess að stjórnvöld afnemi alla skerðingu af fólki sem vill vinna sér inn meiri en 200 þúsund krónur á mánuði. Ekki síst nú þegar fólk vanti til vinnu en atvinnurekendur geti oft ekki leitað til fólks með þekkingu því þá skerðist grunnlífeyrinn. Í allri umræðu um tekjur sé líka mikilvægt að muna að skerðing á aðeins við um þann hóp fólks sem þiggur grunnlífeyri. Stækkandi hópur sé hins vegar sá hópur fólks sem á inni góðan lífeyri, hann skerðist ekki. Eins leggur þríeykið áherslu á að fólk er jafn misjafnt og það er margt. Áherslur geti verið mismunandi, staða í heilsu eða fjárhagsstaða mjög ólík og svo mætti lengi telja. Langanir og áhugi hjóna geti meira að segja verið ólík. „Við erum að hvetja fólk til að taka ábyrgð á sínu lífi fyrr. Hver á sínum forsendum. Skoða hvort það vilji bæta við sig námi eða gera eitthvað annað í staðinn fyrir að eyða orku eða puði í það sama og fólk hefur verið að gera síðustu tuttugu árin. Því vinnumarkaðurinn bolar fólki oft út eða til hliðar þegar það fer að eldast og þá er svo mikilvægt að fólk hafi einhverjar þjónustulausnir að leita í sem eru sérsniðnar að þeim,“ segir Benedikt. Sem dæmi nefna þau að þegar fólk er farið að eldast, þurfi framsetningin í ferilskrá eða í atvinnuleit að vera allt önnur en hún er þegar fólk er yngra. Þetta sé eitt af því sem Magnavita-námið tekur á sérstaklega. Benedikt, Guðfinna og Sigríður leggja líka áherslu á gleðina og það að hafa gaman. Þannig sé lífið líka mun innihaldsríkara. Á vefsíðu Magnavita segir meðal annars: „Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki. Áherslan í náminu verður á andlega og líkamlega hreysti, félagsleg tengsl, gleði og virkni.“ Magnavitanámið er samstarfsverkefni Magnavita og HR og á vefsíðu HR má sjá upplýsingar um verð, leiðbeinendur og dagskrá Magnavitanámsins, sjá hér. Starfsframi Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Eldri borgarar Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Fólk missir mjög mikið þegar það hættir að vinna. Sérstaklega félagslega hlutann því strangt til tekið er það vinnuveitandinn og samstarfsfólkið sem sér um hann að miklu leyti á meðan við erum að vinna. Við viljum bjóða upp á lausnir fyrir þennan hóp enda oft hópur sem á um tuttugu góð ár eftir af heilbrigðri ævi. Og hvers vegna ekki að nýta þann tíma sem best? “ segir Benedikt Olgeirsson, annar stofnandi Magnavita. Það er svo mikilvægt að setja okkur markmið. Sérstaklega þegar að við nálgumst þriðja æviskeiðið eða erum komin þangað. Á þessum tíma eigum við einmitt að velta fyrir okkur: Hver eru markmiðin mín? Hvað vil ég að gerist og hvað langar mig til að gera?“ segir Sigríður Olgeirsdóttir, sú þriðja sem tók þátt í að stofna Magnavita. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um þriðja æviskeiðið og hvað tekur við hjá fólki þegar það nálgast eða er komið á það æviskeið. Næstu sunnudaga verður einnig rætt við fólk sem hefur valið sér ólíkar leiðir fyrir þriðja æviskeiðið. Þríeykið í Magnavita Magnavita er nýtt samfélag fyrir fólk sem nálgast eða er komið á þriðja æviskeiðið. Hjá Magnavita er ætlunin að bjóða upp á þjónustulausnir fyrir fólk sem vill fjárfesta í sjálfum sér og vera viss um að þriðja æviskeiðið verði örugglega það besta. Fyrsta þjónustan sem Magnavita mun bjóða upp á er eins árs nám í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Námið hefst í janúar, samanstendur af tíu námskeiðum og er kennt á þriðjudögum. Að Magnavita standa Benedikt, Guðfinna og Sigríður sem öll nálgast þann aldur sem fólk vísar oft til sem „eftirlaunaaldursins.“ Benedikt, Guðfinna og Sigríður segja mikilvægt að breyta viðhorfi og orðræðu þegar kemur að því að tala um fólk á þessum aldri. Orðræðan í dag sé neikvæð og oft langt frá því að endurspegla það hvernig fólki á þriðja æviskeiðinu líður. Enda segir meðal annars í kynningu um Magnavitanámið: „Þriðja æviskeiðið á að vera uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem lífsgæða er notið og tíminn nýttur eins vel og mögulegt er. Í náminu setja nemendur sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf.“ Í árum talið telst mannauður þríeykisins samtals 188 ár. Hópurinn er því hokin af reynslu eins og sagt er. En ljóst er af samtali við þríeykið að ekkert þeirra er nálægt því að setjast í helgan stein. „Enda þýðir það að setjast í helgan stein að fara í klaustur,“ segir Benedikt og hlær. Benedikt er fæddur árið 1961. Benedikt hefur lengi starfað í stjórnunarstörfum í atvinnulífinu, þar af rúm 10 ár á Landspítalanum sem aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri þróunar. Benedikt situr í dag í ýmsum stjórnum og er verkfræðingur að mennt með masterspróf frá University of Washington í Seattle. „Í fyrra fór ég að velta þessum málum fyrir mér. Ég sit í ýmsum stjórnum en hætti hjá Landspítalanum og vildi fara að stjórna mínum tíma meira sjálfur. Hafa frelsið til að gera það sem mig langar til. Það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hvað væri í boði fyrir fólk sem nálgast þetta þriðja æviskeið og niðurstaðan er sú að það er allt of lítið í boði. Nema þá sú hugsun að þetta sé æviskeið sem ríki og sveitarfélög eiga helst að sjá um og eftir 67 til 70 ára er maður stimplaður sem ellilífeyrisþegi“ segir Benedikt og bendir á hversu neikvætt þetta orð hljómar: „Þetta er orð sem samanstendur af þremur orðum; Elli. Lífeyrir. Þegi í merkingunni að þiggja. Þótt fólk sé ekki að þiggja neitt.“ „Enda þekkjum við fullt af fólki á okkar aldri og eldra sem hreinlega hatar þetta orð „ellilífeyrisþegi,““ segir Guðfinna. Sem dæmi um hvernig orðræða þyrfti að breytast segir Guðfinna frá skemmtilegri heimsókn hennar og eiginmannsins eitt árið til fyrrum prófessora þeirra í Bandaríkjunum. Þar var farið að ræða hvað tæki við eftir starfslok. En í staðinn fyrir að tala um að þá hætti maður einhverju eins og tónninn er hér heima, var talað um í hvað maður færi eða hvað tæki við. Á ensku „retire to“ en ekki „retire from.“ Þetta fannst mér einstaklega jákvætt og kannski ágætis dæmisaga um hversu mikilvægt það er að við breytum orðræðunni okkar.“ Guðfinnu þekkja flestir frá því að hún var rektor Háskólans í Reykjavík og síðar alþingismaður svo eitthvað sé nefnt. Guðfinna er með BA próf í sálfræði frá HÍ, MA próf í sálfræði frá West Virginia University og Ph.D í atferlisfræði, með áherslu á stjórnun, frá sama háskóla. Guðfinna er fædd árið 1957. Sigríður er fædd árið 1960. Sigríður er með AMP gráðu frá Harvard Business School, MBA gráðu frá HR, lauk rekstrar- og viðskiptanámi í EHÍ og kerfisfræði frá EDB-skolen í Danmörku. Sigríður hefur verið stjórnandi í hugbúnaðar- og hátæknigeiranum um árabil, þar af síðast sviðsstjóri þjónustu hjá Völku ehf. „Ég hef lengst af verið í stjórnunarstörfum og sit í stjórnum en í fyrra ákvað ég að hætta að vinna sem stjórnandi því mig langaði í meira frelsi til að stýra mínum tíma sjálf. Eftir að ég hætti settist ég niður til að skoða hvaða markmið ég vildi setja mér. Og las til dæmis bókina Discover Your True North. Eftir að ég gerði það hef ég verið með fullar hendur af verkefnum,“ segir Sigríður og bætir við að þau markmið sem hún setti sér fyrir jólin í fyrra hafi hún einmitt náð nú þegar. Niðurstaða þeirra þriggja var þó sú að þótt þau kæmu úr sitthvorri áttinni ættu þau eitt sameiginlegt: Það vantar að búa til lausnir, þjónustur og hvata fyrir fólk sem svo sannarlega langar að njóta þriðja æviskeiðsins sem uppskeru æviskeiðið. Fólksins sem vill horfa til þriðja æviskeiðsins sem tímabil til að njóta sín og lífsins eins vel og lengi og hægt er. Í fyrra sat Guðfinna með barnabarni sínu og teiknaði tré til að skýra út þá spennandi vegferð sem lífið er. En þegar kom að þriðja æviskeiðinu áttaði hún sig á því að þá kom hreinlega ekkert, eða spurningin: Hvað svo? Guðfinna viðurkennir að þessi uppgötvun hafi verið eins og kýling á sig. Hér má sjá útfærða mynd af trénu umrædda.Vísir/Magnavita Lífsins tré Vorið 2021 sat Guðfinna með barnabarni og var að skýra út hvernig lífið skiptist í mismunandi tímabil og valkosti. Guðfinna teiknaði upp tré sem hún kallar lífsins tré enda sýni það vel hvernig umgjörðin okkar er í lífinu: Við fæðumst og þá er það fjölskyldan; okkar DNA. Síðan tekur skólinn við: Leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli. Loks fer valkostunum að fjölga: „Þú getur farið í háskóla og þar eru alls kyns valkostir. Þú getur meira að segja valið um hvort þú viljir fara í háskóla hér heima eða erlendis,“ sagði Guðfinna við barnabarnið. Og enn fjölgaði valkostunum því næst var það atvinnulífið: Starf, störf, alls konar möguleikar og tækifæri í boði á hvaða sviði sem er. En síðan: Ekkert. „Efsta lagið á trénu var eins og kýling á mig. Því eftir að ég hafði teiknað upp öll störfin og tækifærin í atvinnulífinu var ég komin að þriðja æviskeiðinu og þá kom bara upp spurningin: Og hvað svo?“ segir Guðfinna og viðurkennir að henni hafi brugðið mikið að átta sig á því að þetta væri í raun staðan. Benedikt segir tréð vera mjög lýsandi fyrir stöðunni eins og hún blasir við mörgum þegar að þriðja æviskeiðinu kemur. „Það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að það sem háir fólki mjög mikið þegar það hættir að vinna er einmanaleiki annars vegar og það að hafa ekki tilgang lengur hins vegar,“ segir Benedikt. Þannig segja þau fólk oft upplifa það að eftir starfslok að dagskráin sem fólk sá fyrir sér að myndi dekka daga og tíma, er ekki að skila sér í nægilega innihaldsríku lífi. „Það myndast ákveðið tómarúm,“ segir Benedikt. Oft sé það til dæmis þannig að fólk endar með að halda í störfin sín mjög lengi og fara jafnvel að sjá í hillingum að geta hætt að vinna. Fyrst um sinn sé það líka fínt. En eftir eitt ár eða fimm ár upplifa margir að dagskráin sem felst kannski í að sinna áhugamálum, barnabörnum, hreyfingu og fleira er bara ekki nógu innihaldsríkt. Þá segja þau niðurstöður rannsókna sýna að einsemd fólks á þriðja æviskeiði megi alls ekki vanmeta. Né heldur þau áhrif sem einsemdin getur haft á til dæmis heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna rannsókn þar sem niðurstöður sýna að einsemd er hættulegri heilsu fólks á þriðja æviskeiði en að reykja 15 sígarettur á dag,“ segir Benedikt. Sigríður, Guðfinna og Benedikt segja gleði mikilvæga í Magnavitasamfélaginu enda geri hún lífið mun innihaldsríkara. Þá sé mikilvægt að fólk sem nálgast þriðja æviskeiðið eða er komið á það, setji sér markmið og velti fyrir sér hvernig það vilji lifa lífinu næstu tuttugu til þrjátíu árin eða svo. Allra hagur sé að efla fólk á þriðja æviskeiðinu enda sé það þjóðhagslega hagkvæmt og gott fyrir bæði fjölskyldur og einstaklingana sjálfa.Vísir/Vilhelm Fjölgun góðra, spennandi og heilbrigðra æviára Þríeykið segir gífurlega mikilvægt fyrir samfélagið allt að fólki á þriðja æviskeiðinu líði og farnist sem best. Enda segir meðal annars í kynningu á framtíðarsýn Magnavita: „Tilgangur og markmið Magnavita er að stuðla að fjölgun góðra, spennandi og heilbrigðra æviára með því að auka hreysti, virkni, lífsfyllingu og félagsleg tengsl viðskipatvina.“ Þegar hugmyndin vaknaði að Magnavita fyrst, var ætlunin reyndar að finna góðar fyrirmyndir út í heimi ekki síst fyrir nám í anda þess sem nú er í boði hjá Magnavita. „Hvergi í heiminum fundum við góð fordæmi um svipað nám né heldur dæmi um markvissa vinnu til að efla fólk á þriðja æviskeiðinu. Sem þó myndi skila sér í augljósum þjóðhagslegum ávinningi svo ekki sé talað um ávinninginn fyrir fjölskyldur og einstaklingana sjálfa,“ segir Guðfinna. Magnavita er því sprotafyrirtæki og er unnið að vörum og þjónustuleiðum fyrir Magnavita eins og í hverri annarri nýsköpun. Þar sem engin svör liggja skýr fyrir strax. Og allt þarf sinn þróunartíma. Margt er í farvatninu og til viðbótar við fyrrgreint Magnavitanám í HR er markþjálfun sem sérsniðin er fyrir þriðja æviskeiðið nefnd sérstaklega. Þá eru allir útgangspunktar unnir miðað við eftirfarandi fjóra flokka: Andlegt hreysti Líkamlegt hreysti Fjárhagslegt hreysti Félagslegt hreysti Að sögn þríeykis Magnavita er ætlunin að byggja upp nokkurs konar Magnavita-samfélag. Með virkri þátttöku meðlima þannig að fólk á þriðja æviskeiðinu hafi samfélag að leita þjónustu hjá, lausna hjá eða að taka þátt í. Ein af mörgum hugmyndum er til dæmis að fókusa á nýsköpun og nýsköpunarhraðla. Enda mikill mannauður sem felst í þeim hópi fólks sem ýmist nálgast eða er komið á þriðja æviskeiðið. Aðspurð um það hvort 55 ára teljist ekki svolítið ungt fyrir markhóp þriðja æviskeiðsins segir þríeykið svo alls ekki vera. Því rannsóknir hafi líka sýnt að of algengt er að fólk fer of seint að huga að þessu æviskeiði. Þá benda þau líka á að eitt af því sem gæti gerst hjá sumum er að vilja venda sínu kvæði í kross og gera eitthvað á þessu æviskeiði sem það hefur ekki gert áður. Til dæmis að stofna fyrirtæki. „Í náminu munum við líka sérstaklega kynna gigg-hagkerfið því það er auðvitað valmöguleiki fyrir marga,“ segir Guðfinna, en gigg-hagkerfið er það hagkerfi sem er að vaxa hvað hraðast í öllum heiminum en giggari er sá sem starfar sjálfstætt. Í þessum efnum bendir þríeykið á mikilvægi þess að stjórnvöld afnemi alla skerðingu af fólki sem vill vinna sér inn meiri en 200 þúsund krónur á mánuði. Ekki síst nú þegar fólk vanti til vinnu en atvinnurekendur geti oft ekki leitað til fólks með þekkingu því þá skerðist grunnlífeyrinn. Í allri umræðu um tekjur sé líka mikilvægt að muna að skerðing á aðeins við um þann hóp fólks sem þiggur grunnlífeyri. Stækkandi hópur sé hins vegar sá hópur fólks sem á inni góðan lífeyri, hann skerðist ekki. Eins leggur þríeykið áherslu á að fólk er jafn misjafnt og það er margt. Áherslur geti verið mismunandi, staða í heilsu eða fjárhagsstaða mjög ólík og svo mætti lengi telja. Langanir og áhugi hjóna geti meira að segja verið ólík. „Við erum að hvetja fólk til að taka ábyrgð á sínu lífi fyrr. Hver á sínum forsendum. Skoða hvort það vilji bæta við sig námi eða gera eitthvað annað í staðinn fyrir að eyða orku eða puði í það sama og fólk hefur verið að gera síðustu tuttugu árin. Því vinnumarkaðurinn bolar fólki oft út eða til hliðar þegar það fer að eldast og þá er svo mikilvægt að fólk hafi einhverjar þjónustulausnir að leita í sem eru sérsniðnar að þeim,“ segir Benedikt. Sem dæmi nefna þau að þegar fólk er farið að eldast, þurfi framsetningin í ferilskrá eða í atvinnuleit að vera allt önnur en hún er þegar fólk er yngra. Þetta sé eitt af því sem Magnavita-námið tekur á sérstaklega. Benedikt, Guðfinna og Sigríður leggja líka áherslu á gleðina og það að hafa gaman. Þannig sé lífið líka mun innihaldsríkara. Á vefsíðu Magnavita segir meðal annars: „Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki. Áherslan í náminu verður á andlega og líkamlega hreysti, félagsleg tengsl, gleði og virkni.“ Magnavitanámið er samstarfsverkefni Magnavita og HR og á vefsíðu HR má sjá upplýsingar um verð, leiðbeinendur og dagskrá Magnavitanámsins, sjá hér.
Starfsframi Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Eldri borgarar Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00