Utan vallar: Er KSÍ að taka brýnt samtal eða blóðuga seðla? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. nóvember 2022 08:00 Fæstir á þessari mynd verða í hópnum í Abú Dabí sem er að mestu skipaður leikmönnum úr Bestu-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í Abú Dabí á sunnudaginn kemur við landslið Sádi-Arabíu og hjálpar Sádum þannig við undirbúning sinn fyrir HM í Katar sem hefst 20. nóvember. Í því samhengi er vert er að spyrja: Hvað liggur þar að baki? Allur kostnaður í kringum för íslenska liðsins í leikinn verður greiddur af Sádum, líkt og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, staðfesti við Vísi í sumar. Þá virðist sem einhver þóknun fáist að auki, en vegna þagnarskyldusamnings gefur KSÍ ekki upp þá upphæð sem Sádar greiða fyrir leikinn. Í júní sagðist Vanda enn fremur skilja þá sem gagnrýna ákvörðun KSÍ að spila við Sádi-Arabíu, en eftir að utanríkisráðuneytið gerði engar athugasemdir við fyrirhugaða för hafi verið ákveðið að láta slag standa. Sambandið hyggist nýta förina til að opna á samtalið um mannréttindi í Persaflóaríkinu og virkja fótboltann sem afl til góðs. „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. “ sagði Vanda í júní. „Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga - til góðs,“ sagði hún enn fremur. Gott og vel. Þá liggur beinast við að opna það samtal og ræða stuttlega hvað gengur á í Sádi-Arabíu. Afhöfðanir, krossfestingar og metfjöldi aftaka Sádi-Arabía er gjarnan á meðal þeirra landa sem taka flesta af lífi á ári hverju, ásamt Kína, Íran og Egyptalandi. Kína hefur verið þar langefst á lista árum saman en Sádar taka aftur á móti töluvert fleiri af lífi miðað við höfðatölu heldur en þær þjóðir sem nefndar eru hér að ofan. Á meðal glæpa sem geta kallað á dauðarefsingu í landinu fyrir utan morð, landráð og hryðjuverk eru eiturlyfjasmygl, framhjáhald, samkynhneigð og fjölkynngi (e. witchcraft). Þremur mismunandi aðferðum er beitt til að taka fólk af lífi í ríkinu; fólk er hálshöggvið, stillt upp framan við aftökusveitir eða grýtt til dauða. Dæmi má taka frá því í maí 2013 þar sem fimm voru hálshöggnir og höfuðlaus lík þeirra krossfest á torgi í borginni Jizan, en slík opinber sýning á líkum á að fæla almenning frá glæpsamlegri hegðun. Síðan þá hafa einhverjar breytingar orðið í ríkinu en sádísk yfirvöld hafa sagst ætla að draga úr aftökum, og það hefur að mestu verið raunin. Undantekning er þó þar á í ár. Sádar höfðu í ágúst á þessu ári tekið um tvöfalt fleiri af lífi frá áramótum en þeir gerðu allt árið í fyrra. Þar vegur þungt fjöldaaftaka í mars á þessu ári sem á vart sinn líka síðustu áratugi. 81 var þá tekinn af lífi á sama degi en miklar efasemdir eru um að þeir aðilar sem þar voru drepnir hafi hlotið sanngjarna málsmeðferð. 41 þeirra sem teknir voru af lífi eru hluti sjíta minnihlutahópi í ríkinu þar sem flestir eru súnnímúslimar. Sjítar sæta mismunun í Sádi-Arabíu en fjölmargir sitja ýmist árum saman í fangelsi, eru á dauðadeild fangelsa eða hafa verið teknir af lífi fyrir að mótmæla stjórnvöldum Sáda. Þá eru auðvitað ótaldar pyntingar sem fólki er beitt, heft tjáningarfrelsi og víðtæk mismunun gegn konum. Ekki hefur heldur verið komið inn á morðið á Jamal Khashoggi sem hefur verið gerð góð skil í heimspressunni síðustu misseri. Fyrsta Norðurlandaþjóðin til að spila við Sáda síðan 2006 Ísland mun á sunnudaginn spila sinn sjötta leik við Sáda og þann fyrsta frá árinu 2002. Leikirnir fimm hingað til hafa allir farið fram erlendis og líklega í svipuðum boðsferðum og liðið fer í nú. Eini sigur Íslands kom í fyrsta leiknum árið 1984, liðin gerðu jafntefli 1997 og 1998 en þá unnu Sádar bæði 1994 og í síðasta leik liðanna sem var í janúar 2002. Sádar spila á HM í Katar síðar í mánuðinum.Francois Nel/Getty Images Til samanburðar hafa Danir keppt þrisvar við Sáda en aðeins einu sinni sjálfviljugir, ef svo má að orði komast. Þeir unnu þá í Álfukeppninni 1995 og á HM 1998 en spiluðu svo við þá æfingaleik árið 2002. Norðmenn unnu Sáda 6-0 í eina landsleik þjóðanna árið 1998 en Svíar og Finnar spiluðu síðast Norðurlandaþjóða við olíuríkið. Svíþjóð spilaði æfingaleik við Sádi-Arabíu árið 1981 og unnu þá svo á HM 1994. Þeirra þriðja og nýlegasta viðureign var þá í æfingaleik í janúar 2006. Finnar spiluðu 1984 og 1986 áður en þeir tóku einnig æfingaleiki við Sáda bæði 2005 og svo í sama glugga og Svíar í janúar 2006. Færeyingar hafa aldrei spilað við Sádi-Arabíu og verður Ísland því fyrsta Norðurlandaþjóðin til að spila við þá síðan Svíar og Finnar gerðu það snemmárs 2006. Formenn knattspyrnusambanda Norðurlandanna stóðu saman að opnu bréfi stílað á Gianni Infantino, forseta FIFA, og Fatma Samoura, aðalritara sambandsins, í maí 2021. Það var að vísu í formannstíð Guðna Bergssonar, áður en hann vék úr formannsstóli í fyrrahaust, en þar er gerð krafa um að FIFA taki á mannréttindamálum í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst eftir tæpar þrjár vikur. „Núverandi ástand farandverkamanna, burtséð frá þeim bótum sem hafa orðið á í Katar, verður að laga“ segir í bréfinu þar sem segir jafnframt að FIFA verði að taka „ábyrgð á fótsporum fótboltans þegar kemur að skipulagningu móta á vegum FIFA. Og okkur er ekki sama um arfleifðina sem eftir stendur í Katar þegar lokaflautið gellur á næsta ári,“ segir í bréfi formannana frá því í maí í fyrra. Virkar að „taka samtalið“? KSÍ gagnrýndi því Alþjóðaknattspyrnusambandið fyrir þau mannréttindabrot sem verða á vakt sambandsins í Katar en sendir nú lið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna að spila við Sádi-Arabíu til að taka þátt í þeirra undirbúningi fyrir mótið í Katar. Eins mikið og má gagnrýna mannréttindastöðu í Katar (og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ef út í það er farið) þá má gefa þeim það að ástandið í þeim ríkjum er þó skömminni skárri en í Sádi-Arabíu. Ákvörðun KSÍ vekur spurningar um heilindi sambandsins og festu í stefnu þess þegar málefni mannréttinda eru annars vegar. Heilindi má á sem einfaldastan máta útskýra sem samræmi milli orða og gjörða. Ég efast ekki um að stjórnendum KSÍ bjóði við þeirri mannréttindastefnu sem er við lýði í Sádi-Arabíu enda hefur Guðni Bergsson þegar, fyrir hönd sambandsins, gagnrýnt stöðuna í grannríkinu Katar. Að gagnrýna með þeim hætti snertir hins vegar aðeins á öðrum þættinum þegar kemur að heilindum sambandsins, en þá er spurning hvort gjörðirnar fylgi. Miðausturlandaþjóðirnar þrjár nefndar að ofan hafa eytt milljörðum á milljarða ofan til að nýta sér íþróttir í þeim tilgangi að bæta ímynd sína, að hvítþvo mannréttindabrot sín og auka á tengsl við valdafólk víða um Evrópu. Þessu hafa ríkin náð fram með því að kaupa til að mynda Manchester City (Furstadæmin), Paris Saint-Germain (Katar) og nú síðast Newcastle (Sádi-Arabía) og meira að segja með því að kaupa heimsmeistaramót (Katar). Mikið hefur verið rætt og ritað um þessi félög og HM í Katar. Margur hver hefur tekið þátt í leik þeirra með það að fyrir augum að nýta íþróttir til góðs og að opna á umræðuna um mannréttindastöðuna. Gianni Infantino, forseti FIFA, fer þar fremstur í flokki og hefur verið tíðrætt um aukin réttindi sem verkafólk í Katar hefur notið eftir að ríkinu var fært heimsmeistaramótið árið 2010. Sem er að vissu leyti rétt, en samkvæmt lögum í Katar hefur lágmarkskaup verkafólks verið hækkað og ekki má lengur gera fólkið að de facto þrælum með því að gera vegabréf þeirra upptæk. Þær breytingar eru hins vegar á meðal þeirra sem Guðna Bergssyni og öðrum formönnum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum þótti ekki nægja síðasta sumar. Meira þyrfti til. En þrátt fyrir allt japlið, jamlið og fuðrið, þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem sendu mótið til Katar hafi verið ýmist verið handteknir eða séu í lífstíðarbanni frá fótbolta, þrátt fyrir að lágmark 6.500 manns hafi látist við uppbyggingu mótsins mun „fótboltaveislan“ fara fram í Katar síðar í mánuðinum. Hversu vel hefur fótboltinn virkað sem afl til góðs? Til Katar munu koma heimsleiðtogar, formenn knattspyrnusambanda og önnur fyrirmenni að verða vitni að dýrasta heimsmeistaramóti sögunnar. Katar verður miðja heimsins í einn mánuð og yfirvöld þar í landi fá nákvæmlega það sem þau vildu. Fá Sádar ekki það sama, þegar knattspyrnusambönd, líkt og það íslenska, fallast á að spila við landslið þeirra gegn greiðslu? Hvað liggur raunverulega að baki? Blóðugir olíupeningar eru notaðir til að kaupa heimsmeistaramót, félög, æfingaleiki, tengsl, áhrif og jákvæðari umfjöllun. Með því að taka slíku boði frá ríki eins og Sádi-Arabíu, er þá ekki að sama skapi verið að spila upp í hendurnar á sádískum yfirvöldum og gefa þeim nákvæmlega það sem þau vilja? Varaformaðurinn Borghildur Sigurðardóttir er með landsliðinu í för og auðvitað má vel vera að Ísland sendi ákveðin skilaboð með því, enda gæti kona aldrei gegnt slíkri stöðu í Sádi-Arabíu eins og málum er þar háttað. Áhugavert væri að vita hvernig málstað KSÍ verður haldið á lofti á meðan Miðausturlandadvöl landsliðsins stendur. Hvort það afmarkist við ögrunina sem felst í kvenkyns varaformanni, eða hvort sambandið ætli að beita sér eitthvað frekar og hvort mörkuð hafi verið ákveðin stefna í þeim efnum fyrir brottför. Vanda segir í júní að haldið sé í ferðina á þeim forsendum, en í ljósi yfirlýsingar sambandsins sem er minna en ársgömul, vitandi að sambandið fær væna þóknun frá Sádum fyrir, spyr maður sig hvort fjárhagslegir hagsmunir liggi að baki. Utan vallar Mannréttindi Sádi-Arabía FIFA HM 2022 í Katar Katar KSÍ Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Allur kostnaður í kringum för íslenska liðsins í leikinn verður greiddur af Sádum, líkt og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, staðfesti við Vísi í sumar. Þá virðist sem einhver þóknun fáist að auki, en vegna þagnarskyldusamnings gefur KSÍ ekki upp þá upphæð sem Sádar greiða fyrir leikinn. Í júní sagðist Vanda enn fremur skilja þá sem gagnrýna ákvörðun KSÍ að spila við Sádi-Arabíu, en eftir að utanríkisráðuneytið gerði engar athugasemdir við fyrirhugaða för hafi verið ákveðið að láta slag standa. Sambandið hyggist nýta förina til að opna á samtalið um mannréttindi í Persaflóaríkinu og virkja fótboltann sem afl til góðs. „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. “ sagði Vanda í júní. „Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga - til góðs,“ sagði hún enn fremur. Gott og vel. Þá liggur beinast við að opna það samtal og ræða stuttlega hvað gengur á í Sádi-Arabíu. Afhöfðanir, krossfestingar og metfjöldi aftaka Sádi-Arabía er gjarnan á meðal þeirra landa sem taka flesta af lífi á ári hverju, ásamt Kína, Íran og Egyptalandi. Kína hefur verið þar langefst á lista árum saman en Sádar taka aftur á móti töluvert fleiri af lífi miðað við höfðatölu heldur en þær þjóðir sem nefndar eru hér að ofan. Á meðal glæpa sem geta kallað á dauðarefsingu í landinu fyrir utan morð, landráð og hryðjuverk eru eiturlyfjasmygl, framhjáhald, samkynhneigð og fjölkynngi (e. witchcraft). Þremur mismunandi aðferðum er beitt til að taka fólk af lífi í ríkinu; fólk er hálshöggvið, stillt upp framan við aftökusveitir eða grýtt til dauða. Dæmi má taka frá því í maí 2013 þar sem fimm voru hálshöggnir og höfuðlaus lík þeirra krossfest á torgi í borginni Jizan, en slík opinber sýning á líkum á að fæla almenning frá glæpsamlegri hegðun. Síðan þá hafa einhverjar breytingar orðið í ríkinu en sádísk yfirvöld hafa sagst ætla að draga úr aftökum, og það hefur að mestu verið raunin. Undantekning er þó þar á í ár. Sádar höfðu í ágúst á þessu ári tekið um tvöfalt fleiri af lífi frá áramótum en þeir gerðu allt árið í fyrra. Þar vegur þungt fjöldaaftaka í mars á þessu ári sem á vart sinn líka síðustu áratugi. 81 var þá tekinn af lífi á sama degi en miklar efasemdir eru um að þeir aðilar sem þar voru drepnir hafi hlotið sanngjarna málsmeðferð. 41 þeirra sem teknir voru af lífi eru hluti sjíta minnihlutahópi í ríkinu þar sem flestir eru súnnímúslimar. Sjítar sæta mismunun í Sádi-Arabíu en fjölmargir sitja ýmist árum saman í fangelsi, eru á dauðadeild fangelsa eða hafa verið teknir af lífi fyrir að mótmæla stjórnvöldum Sáda. Þá eru auðvitað ótaldar pyntingar sem fólki er beitt, heft tjáningarfrelsi og víðtæk mismunun gegn konum. Ekki hefur heldur verið komið inn á morðið á Jamal Khashoggi sem hefur verið gerð góð skil í heimspressunni síðustu misseri. Fyrsta Norðurlandaþjóðin til að spila við Sáda síðan 2006 Ísland mun á sunnudaginn spila sinn sjötta leik við Sáda og þann fyrsta frá árinu 2002. Leikirnir fimm hingað til hafa allir farið fram erlendis og líklega í svipuðum boðsferðum og liðið fer í nú. Eini sigur Íslands kom í fyrsta leiknum árið 1984, liðin gerðu jafntefli 1997 og 1998 en þá unnu Sádar bæði 1994 og í síðasta leik liðanna sem var í janúar 2002. Sádar spila á HM í Katar síðar í mánuðinum.Francois Nel/Getty Images Til samanburðar hafa Danir keppt þrisvar við Sáda en aðeins einu sinni sjálfviljugir, ef svo má að orði komast. Þeir unnu þá í Álfukeppninni 1995 og á HM 1998 en spiluðu svo við þá æfingaleik árið 2002. Norðmenn unnu Sáda 6-0 í eina landsleik þjóðanna árið 1998 en Svíar og Finnar spiluðu síðast Norðurlandaþjóða við olíuríkið. Svíþjóð spilaði æfingaleik við Sádi-Arabíu árið 1981 og unnu þá svo á HM 1994. Þeirra þriðja og nýlegasta viðureign var þá í æfingaleik í janúar 2006. Finnar spiluðu 1984 og 1986 áður en þeir tóku einnig æfingaleiki við Sáda bæði 2005 og svo í sama glugga og Svíar í janúar 2006. Færeyingar hafa aldrei spilað við Sádi-Arabíu og verður Ísland því fyrsta Norðurlandaþjóðin til að spila við þá síðan Svíar og Finnar gerðu það snemmárs 2006. Formenn knattspyrnusambanda Norðurlandanna stóðu saman að opnu bréfi stílað á Gianni Infantino, forseta FIFA, og Fatma Samoura, aðalritara sambandsins, í maí 2021. Það var að vísu í formannstíð Guðna Bergssonar, áður en hann vék úr formannsstóli í fyrrahaust, en þar er gerð krafa um að FIFA taki á mannréttindamálum í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst eftir tæpar þrjár vikur. „Núverandi ástand farandverkamanna, burtséð frá þeim bótum sem hafa orðið á í Katar, verður að laga“ segir í bréfinu þar sem segir jafnframt að FIFA verði að taka „ábyrgð á fótsporum fótboltans þegar kemur að skipulagningu móta á vegum FIFA. Og okkur er ekki sama um arfleifðina sem eftir stendur í Katar þegar lokaflautið gellur á næsta ári,“ segir í bréfi formannana frá því í maí í fyrra. Virkar að „taka samtalið“? KSÍ gagnrýndi því Alþjóðaknattspyrnusambandið fyrir þau mannréttindabrot sem verða á vakt sambandsins í Katar en sendir nú lið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna að spila við Sádi-Arabíu til að taka þátt í þeirra undirbúningi fyrir mótið í Katar. Eins mikið og má gagnrýna mannréttindastöðu í Katar (og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ef út í það er farið) þá má gefa þeim það að ástandið í þeim ríkjum er þó skömminni skárri en í Sádi-Arabíu. Ákvörðun KSÍ vekur spurningar um heilindi sambandsins og festu í stefnu þess þegar málefni mannréttinda eru annars vegar. Heilindi má á sem einfaldastan máta útskýra sem samræmi milli orða og gjörða. Ég efast ekki um að stjórnendum KSÍ bjóði við þeirri mannréttindastefnu sem er við lýði í Sádi-Arabíu enda hefur Guðni Bergsson þegar, fyrir hönd sambandsins, gagnrýnt stöðuna í grannríkinu Katar. Að gagnrýna með þeim hætti snertir hins vegar aðeins á öðrum þættinum þegar kemur að heilindum sambandsins, en þá er spurning hvort gjörðirnar fylgi. Miðausturlandaþjóðirnar þrjár nefndar að ofan hafa eytt milljörðum á milljarða ofan til að nýta sér íþróttir í þeim tilgangi að bæta ímynd sína, að hvítþvo mannréttindabrot sín og auka á tengsl við valdafólk víða um Evrópu. Þessu hafa ríkin náð fram með því að kaupa til að mynda Manchester City (Furstadæmin), Paris Saint-Germain (Katar) og nú síðast Newcastle (Sádi-Arabía) og meira að segja með því að kaupa heimsmeistaramót (Katar). Mikið hefur verið rætt og ritað um þessi félög og HM í Katar. Margur hver hefur tekið þátt í leik þeirra með það að fyrir augum að nýta íþróttir til góðs og að opna á umræðuna um mannréttindastöðuna. Gianni Infantino, forseti FIFA, fer þar fremstur í flokki og hefur verið tíðrætt um aukin réttindi sem verkafólk í Katar hefur notið eftir að ríkinu var fært heimsmeistaramótið árið 2010. Sem er að vissu leyti rétt, en samkvæmt lögum í Katar hefur lágmarkskaup verkafólks verið hækkað og ekki má lengur gera fólkið að de facto þrælum með því að gera vegabréf þeirra upptæk. Þær breytingar eru hins vegar á meðal þeirra sem Guðna Bergssyni og öðrum formönnum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum þótti ekki nægja síðasta sumar. Meira þyrfti til. En þrátt fyrir allt japlið, jamlið og fuðrið, þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem sendu mótið til Katar hafi verið ýmist verið handteknir eða séu í lífstíðarbanni frá fótbolta, þrátt fyrir að lágmark 6.500 manns hafi látist við uppbyggingu mótsins mun „fótboltaveislan“ fara fram í Katar síðar í mánuðinum. Hversu vel hefur fótboltinn virkað sem afl til góðs? Til Katar munu koma heimsleiðtogar, formenn knattspyrnusambanda og önnur fyrirmenni að verða vitni að dýrasta heimsmeistaramóti sögunnar. Katar verður miðja heimsins í einn mánuð og yfirvöld þar í landi fá nákvæmlega það sem þau vildu. Fá Sádar ekki það sama, þegar knattspyrnusambönd, líkt og það íslenska, fallast á að spila við landslið þeirra gegn greiðslu? Hvað liggur raunverulega að baki? Blóðugir olíupeningar eru notaðir til að kaupa heimsmeistaramót, félög, æfingaleiki, tengsl, áhrif og jákvæðari umfjöllun. Með því að taka slíku boði frá ríki eins og Sádi-Arabíu, er þá ekki að sama skapi verið að spila upp í hendurnar á sádískum yfirvöldum og gefa þeim nákvæmlega það sem þau vilja? Varaformaðurinn Borghildur Sigurðardóttir er með landsliðinu í för og auðvitað má vel vera að Ísland sendi ákveðin skilaboð með því, enda gæti kona aldrei gegnt slíkri stöðu í Sádi-Arabíu eins og málum er þar háttað. Áhugavert væri að vita hvernig málstað KSÍ verður haldið á lofti á meðan Miðausturlandadvöl landsliðsins stendur. Hvort það afmarkist við ögrunina sem felst í kvenkyns varaformanni, eða hvort sambandið ætli að beita sér eitthvað frekar og hvort mörkuð hafi verið ákveðin stefna í þeim efnum fyrir brottför. Vanda segir í júní að haldið sé í ferðina á þeim forsendum, en í ljósi yfirlýsingar sambandsins sem er minna en ársgömul, vitandi að sambandið fær væna þóknun frá Sádum fyrir, spyr maður sig hvort fjárhagslegir hagsmunir liggi að baki.
Utan vallar Mannréttindi Sádi-Arabía FIFA HM 2022 í Katar Katar KSÍ Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira