„Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 10:31 Tryggvi Garðar Jónsson (til hægri) er ekki í stóru hlutverki hjá meisturum Vals. vísir/diego Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason eru undrandi á meðferðinni sem Tryggvi Garðar Jónsson fær hjá Val. Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira