„Hvað á ég að vera að dæma þig?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2022 06:00 Söngkonunni Birgittu Haukdal er margt til lista lagt en ásamt því að vera að gefa út tvær nýjar barnabækur fyrir jólin, setja upp leiksýningu í Þjóleikhúsinu og spila út um allar trissur er hún einnig ein dómara í Idol keppninni á Stöð 2. „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. Birgitta var gestur í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni á dögunum og ræddi þar meðal annars um ævintýri Láru og Ljónsa, snemmbúinn jólaundirbúning og hvernig það er að takast á við nýtt hlutverk sem Idol dómari. Idolið og innsæið Í síðustu viku lauk tökum á lokaumferð áheyrnaprufa fyrir aðalúrslitin og verða fyrstu þættirnir sýndir nú í lok nóvember á Stöð 2. Lokaumferðin verður svo sýnd á föstudagskvöldum í beinni útsendingu á Stöð 2 eftir áramót. Dómarar Idolsins, ásamt Birgittu, eru þau Árni Páll (Herra Hnetusmjör), Bríet og Daníel Ágúst. Birgitta segir þau dómarana ná vel saman þrátt fyrir að vera ansi ólík. „Við erum fjögur og rosalega ólík,“ segir Birgitta sem ber mikla virðingu fyrir kollegum sínum sem hún segir mikla listamenn. Að fá sitja við hliðina á þeim er alveg geggjað. Goðsagnir í bransanum. Daníel Ágúst og Birgitta. Dagsformið á keppendum í svona keppni segir Birgitta geta verið mjög misjafnt og miklar tilfinningar í spilinu. Því sé það heilmikil áskorun að sitja í dómarasætinu og þurfa að reyna að dæma og segja sína skoðun eftir hvern flutning. „Svo kemur einhver og stendur sig alveg hræðilega illa en þú sérð eitthvað „potential“, sérð eitthvað þarna á bak við. Þú sérð eitthvað sem þú ætlar að trúa á og treysta á og vilt koma manneskjunni áfram. Fólkið heima á ábyggilega eftir að verða bara, WHAT!“ Dómarahlutverkið sé því í raun mjög skrítið í sjálfu sér og geti verið yfirþyrmandi. „Maður þarf að treysta sínu innsæi og hjarta og gera sitt besta.“ Alvöru spennuna segir Birgitta byrja á fullu eftir áramót þegar þættirnir verði sýndir í beinni útsendingu frá Gufunesinu. Viðtalið við Birgittu í Bakaríinu er hægt að nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Birgitta Haukdal um IDOL: Fólkið heima á ábyggilega eftir að verða bara, WHAT! Lára og Ljónsi í leikhúsið Fyrir sjö árum síðan gaf Birgitta út sína fyrstu barnabók um Láru en síðan þá hefur bókunum fjölgað ár hvert og rata þær jafnan á topplista bókasölunnar. Hún segist leggja mikla ástríðu í ævintýrið um Láru og Ljónsa og það gleðji hana að sjá hversu margir foreldrar kaupi bækur fyrir börn sín. „Ég elska að stækka þennan heim því að ég legg svo mikið hjarta í þetta.“ Birgitta ásamt dóttur sinni Sögu Júlíu sem syngur með móður sinni inn á Jólasöngbókina sem er væntanleg aftur fyrir jólin. Tvær nýjar sögubækur um Láru og Ljónsa bætast nú í safnið fyrir jólin, Hrekkjavaka hjá Láru og Lára fer í útilegu en einnig er von á jólasöngbókinni, Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa. Söngbókin kom fyrst út í fyrra en seldist mjög fljótt upp svo að ákveðið var að gefa hana aftur út fyrir þessi jólin. „Þetta er bók þar sem ég og Saga Júlía dóttir mín syngjum jólalög fyrir börnin og síðan geta þau hlustað á undirspilið án söngs sjálf og sungið með. Hún er æðisleg og ég er svo glöð að við fengum hana aftur.“ Ljónsi hefur nú öðlast nýtt líf utan bókanna og er nú hægt að nálgast bangsann Ljónsa í öllum verslunum Hagkaupa. Ég ákvað að láta verða af því að gera Ljónsa bangsann eftir margra ára eftirspurn frá foreldrum. Ég lagði mikla vinnu í hann, að hann væri mjúkur og góður og líka að hann gæti setið sjálfur og látið börnin lesa fyrir sig. Leiksýningin um Láru og Ljónsa verður nú sýnd í annað sinn í Þjóðleikhúsinu en Birgitta skrifaði leikritið ásamt Guðjóni Karlssyni leikara eða Góa, eins og hann er flestum kunnugur. „Sjálf samdi ég söguna og tónlistina og fékk svo Góa til liðs við mig og sér hann um leikgerðina og leikstjórn. Þessi sýning er ótrúlega skemmtileg og falleg og seldist hratt upp í fyrra og það stefnir í slíkt hið sama núna sem er dásamegt.“ Bangsann Ljónsa er nú hægt að kaupa í verslunum Hagkaups. Bakar Blúndur fyrir jólin Aðspurð um jólin og jólaundirbúninginn stendur ekki á svörum. „Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar“, segir Birgitta og hlær. „En það er líka sökum vinnu, það er svo mikið að gera í nóvember og desember hjá mér þannig að ég verð, ef ég ætla að gera hlutina vel, að vera skipulögð og vera búin að þessu snemma.“ Þó svo að jólagjafirnar séu afgreiddar snemma á heimilinu kýs hún þó ekki að hlusta á sjálf jólalögin fyrr en í desember. Baksturinn vill hún hafa einfaldan enda sé hann kannski ekki hennar sterkasta hlið, aðrir fjölskyldumeðlimir taki það hlutverk að sér en systir Birgittu, Sylvía Haukdal, er annar eigenda kökubúðarinnar 17 sorta. Eina sortin sem ég baka alltaf eru Blúndur. Þunnar hafrakökur með rjóma og súkkulaði og ég geymi þær í frystinum. Það er eina sem ég geri árlega. Símtal frá kónginum Undanfarna daga hefur Bubba lagið, Fallegur dagur, í flutningi Birgittu Haukdal verið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en hingað til hefur Birgitta ekki mikið verið í því að syngja ábreiður. View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Aðspurð um tildrög þess að þetta tiltekna lag hafi orðið fyrir valinu núna, segir hún að upphafið megi rekja til auglýsingu fyrir Cintamani. „Ég var beðin um að taka upp lagbút fyrir auglýsingu Cintamani í fyrra og það bara gerðist eitthvað í stúdíóinu þegar við vorum að gera þennan bút. Við vorum ekkert búin að hugsa hvort að við ætluðum að klára lagið eða gera eitthvað úr því.“ Svo fékk ég símtal frá Bubba sjálfum, kónginum, og hann var svo brjálæðislega ánægður með þetta. Til að byrja með var einungis hægt að hlýða á lagið í útvarpinu á Bylgjunni en núna er það komið út á streymisveitunni Spotify. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast þáttinn síðan 5. nóvember í heild sinni hér fyrir neðan. Bakaríið Bókmenntir Jól Tónlist Leikhús Idol Tengdar fréttir Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum „Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 26. október 2022 10:08 11 dagar í Idol: Var fyrsta konan til þess að negla Pál Óskar Það var spennuþrungið andrúmsloft í Vetrargarðinum fyrir sextán árum síðan þegar þau Ína Valgerður og Snorri stóðu aðeins tvö eftir í úrslitaþætti Idol. 14. nóvember 2022 09:17 12 dagar í Idol: Bubba var nóg boðið og stormaði út Dómararnir voru ekki alveg sammála eftir fyrstu áheyrnarprufur hins lífsglaða Benedikts Van Hoof á Hótel Loftleiðum fyrir sautján árum síðan. 13. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Birgitta var gestur í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni á dögunum og ræddi þar meðal annars um ævintýri Láru og Ljónsa, snemmbúinn jólaundirbúning og hvernig það er að takast á við nýtt hlutverk sem Idol dómari. Idolið og innsæið Í síðustu viku lauk tökum á lokaumferð áheyrnaprufa fyrir aðalúrslitin og verða fyrstu þættirnir sýndir nú í lok nóvember á Stöð 2. Lokaumferðin verður svo sýnd á föstudagskvöldum í beinni útsendingu á Stöð 2 eftir áramót. Dómarar Idolsins, ásamt Birgittu, eru þau Árni Páll (Herra Hnetusmjör), Bríet og Daníel Ágúst. Birgitta segir þau dómarana ná vel saman þrátt fyrir að vera ansi ólík. „Við erum fjögur og rosalega ólík,“ segir Birgitta sem ber mikla virðingu fyrir kollegum sínum sem hún segir mikla listamenn. Að fá sitja við hliðina á þeim er alveg geggjað. Goðsagnir í bransanum. Daníel Ágúst og Birgitta. Dagsformið á keppendum í svona keppni segir Birgitta geta verið mjög misjafnt og miklar tilfinningar í spilinu. Því sé það heilmikil áskorun að sitja í dómarasætinu og þurfa að reyna að dæma og segja sína skoðun eftir hvern flutning. „Svo kemur einhver og stendur sig alveg hræðilega illa en þú sérð eitthvað „potential“, sérð eitthvað þarna á bak við. Þú sérð eitthvað sem þú ætlar að trúa á og treysta á og vilt koma manneskjunni áfram. Fólkið heima á ábyggilega eftir að verða bara, WHAT!“ Dómarahlutverkið sé því í raun mjög skrítið í sjálfu sér og geti verið yfirþyrmandi. „Maður þarf að treysta sínu innsæi og hjarta og gera sitt besta.“ Alvöru spennuna segir Birgitta byrja á fullu eftir áramót þegar þættirnir verði sýndir í beinni útsendingu frá Gufunesinu. Viðtalið við Birgittu í Bakaríinu er hægt að nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Birgitta Haukdal um IDOL: Fólkið heima á ábyggilega eftir að verða bara, WHAT! Lára og Ljónsi í leikhúsið Fyrir sjö árum síðan gaf Birgitta út sína fyrstu barnabók um Láru en síðan þá hefur bókunum fjölgað ár hvert og rata þær jafnan á topplista bókasölunnar. Hún segist leggja mikla ástríðu í ævintýrið um Láru og Ljónsa og það gleðji hana að sjá hversu margir foreldrar kaupi bækur fyrir börn sín. „Ég elska að stækka þennan heim því að ég legg svo mikið hjarta í þetta.“ Birgitta ásamt dóttur sinni Sögu Júlíu sem syngur með móður sinni inn á Jólasöngbókina sem er væntanleg aftur fyrir jólin. Tvær nýjar sögubækur um Láru og Ljónsa bætast nú í safnið fyrir jólin, Hrekkjavaka hjá Láru og Lára fer í útilegu en einnig er von á jólasöngbókinni, Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa. Söngbókin kom fyrst út í fyrra en seldist mjög fljótt upp svo að ákveðið var að gefa hana aftur út fyrir þessi jólin. „Þetta er bók þar sem ég og Saga Júlía dóttir mín syngjum jólalög fyrir börnin og síðan geta þau hlustað á undirspilið án söngs sjálf og sungið með. Hún er æðisleg og ég er svo glöð að við fengum hana aftur.“ Ljónsi hefur nú öðlast nýtt líf utan bókanna og er nú hægt að nálgast bangsann Ljónsa í öllum verslunum Hagkaupa. Ég ákvað að láta verða af því að gera Ljónsa bangsann eftir margra ára eftirspurn frá foreldrum. Ég lagði mikla vinnu í hann, að hann væri mjúkur og góður og líka að hann gæti setið sjálfur og látið börnin lesa fyrir sig. Leiksýningin um Láru og Ljónsa verður nú sýnd í annað sinn í Þjóðleikhúsinu en Birgitta skrifaði leikritið ásamt Guðjóni Karlssyni leikara eða Góa, eins og hann er flestum kunnugur. „Sjálf samdi ég söguna og tónlistina og fékk svo Góa til liðs við mig og sér hann um leikgerðina og leikstjórn. Þessi sýning er ótrúlega skemmtileg og falleg og seldist hratt upp í fyrra og það stefnir í slíkt hið sama núna sem er dásamegt.“ Bangsann Ljónsa er nú hægt að kaupa í verslunum Hagkaups. Bakar Blúndur fyrir jólin Aðspurð um jólin og jólaundirbúninginn stendur ekki á svörum. „Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar“, segir Birgitta og hlær. „En það er líka sökum vinnu, það er svo mikið að gera í nóvember og desember hjá mér þannig að ég verð, ef ég ætla að gera hlutina vel, að vera skipulögð og vera búin að þessu snemma.“ Þó svo að jólagjafirnar séu afgreiddar snemma á heimilinu kýs hún þó ekki að hlusta á sjálf jólalögin fyrr en í desember. Baksturinn vill hún hafa einfaldan enda sé hann kannski ekki hennar sterkasta hlið, aðrir fjölskyldumeðlimir taki það hlutverk að sér en systir Birgittu, Sylvía Haukdal, er annar eigenda kökubúðarinnar 17 sorta. Eina sortin sem ég baka alltaf eru Blúndur. Þunnar hafrakökur með rjóma og súkkulaði og ég geymi þær í frystinum. Það er eina sem ég geri árlega. Símtal frá kónginum Undanfarna daga hefur Bubba lagið, Fallegur dagur, í flutningi Birgittu Haukdal verið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en hingað til hefur Birgitta ekki mikið verið í því að syngja ábreiður. View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Aðspurð um tildrög þess að þetta tiltekna lag hafi orðið fyrir valinu núna, segir hún að upphafið megi rekja til auglýsingu fyrir Cintamani. „Ég var beðin um að taka upp lagbút fyrir auglýsingu Cintamani í fyrra og það bara gerðist eitthvað í stúdíóinu þegar við vorum að gera þennan bút. Við vorum ekkert búin að hugsa hvort að við ætluðum að klára lagið eða gera eitthvað úr því.“ Svo fékk ég símtal frá Bubba sjálfum, kónginum, og hann var svo brjálæðislega ánægður með þetta. Til að byrja með var einungis hægt að hlýða á lagið í útvarpinu á Bylgjunni en núna er það komið út á streymisveitunni Spotify. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast þáttinn síðan 5. nóvember í heild sinni hér fyrir neðan.
Bakaríið Bókmenntir Jól Tónlist Leikhús Idol Tengdar fréttir Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum „Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 26. október 2022 10:08 11 dagar í Idol: Var fyrsta konan til þess að negla Pál Óskar Það var spennuþrungið andrúmsloft í Vetrargarðinum fyrir sextán árum síðan þegar þau Ína Valgerður og Snorri stóðu aðeins tvö eftir í úrslitaþætti Idol. 14. nóvember 2022 09:17 12 dagar í Idol: Bubba var nóg boðið og stormaði út Dómararnir voru ekki alveg sammála eftir fyrstu áheyrnarprufur hins lífsglaða Benedikts Van Hoof á Hótel Loftleiðum fyrir sautján árum síðan. 13. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum „Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 26. október 2022 10:08
11 dagar í Idol: Var fyrsta konan til þess að negla Pál Óskar Það var spennuþrungið andrúmsloft í Vetrargarðinum fyrir sextán árum síðan þegar þau Ína Valgerður og Snorri stóðu aðeins tvö eftir í úrslitaþætti Idol. 14. nóvember 2022 09:17
12 dagar í Idol: Bubba var nóg boðið og stormaði út Dómararnir voru ekki alveg sammála eftir fyrstu áheyrnarprufur hins lífsglaða Benedikts Van Hoof á Hótel Loftleiðum fyrir sautján árum síðan. 13. nóvember 2022 11:30