Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 15:36 Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot á sínum tíma. Ákæru á hendur honum og Tryggva Jónssyni var vísað frá að hluta í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins. Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars. Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars.
Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira