„Hún er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 07:00 Isabella Ósk í grænni treyju Breiðabliks en hún spilar nú í grænni treyju Njarðvíkur. Vísir/Diego „Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna. Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira