Engin ástæða til gífuryrða strax Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 19:31 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax. VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49
Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42