„Ég er mjög tilfinningarík manneskja“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 11:31 Tónlistarkonan Fríd var að gefa út plötuna REBIRTH og ræðir við blaðamann um tónlistina og lífið. Harpa Thors „Ég hef elskað tónlist síðan ég man eftir mér,“ segir tónlistarkonan Fríd en hún var að gefa út plötuna REBIRTH. Blaðamaður tók púlsinn á henni og hennar skapandi hugarheimi. Fríd heitir réttu nafni Sigfríð Rut Gyrðisdóttir en hún segist hafa alist upp við tónlist. „Foreldrar mínir voru alltaf að spila plötur fyrir mig og ég byrjaði mjög ung að syngja. Það var samt ekki fyrr en ég fór í tónlistarlýðháskóla í Danmörku árið 2015 að ég fattaði að tónlist væri eitthvað sem ég vildi einbeita mér að og gera að atvinnu minni líka.“ Árið 2015 áttaði Fríd sig á því að hún vildi gera tónlistina að atvinnu.Harpa Thors Tilfinningarík, einlæg og ákveðin Þegar blaðamaður biður Fríd að lýsa sjálfri sér sem söngkonu segir hún: „Ég er mjög tilfinningarík manneskja og hef reynt mitt besta að koma tilfinningum mínum frá mér sem best í textunum mínum og hafa þá einlæga og frá hjartanu. Ég er líka mjög ákveðin og hef mjög sterka sýn yfir allt sem viðkemur listinni minni og er oft með ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vil að hlutir hljómi eða hvernig eitthvað eigi að líta út en ég pæli mikið í heildarmyndinni.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segir það hafa verið mjög lærdómsríkt að vinna með öðrum „Hvort sem það er í tónlistarsköpuninni eða við gerð tónlistarmyndbanda til dæmis. Ég hef lært hvernig ég get komið hlutum frá mér sem best en einnig verið mjög opin fyrir hugmyndum annarra.“ Sækir innblástur í guðdómlegar melódíur Við gerð plötunnar segist Frid hafa hlustað mikið á franska tónlistarkonu sem heitir Oklou. „Ég uppgötvaði hana árið 2020 þegar hún gaf út plötuna Galore og ég hef ekki hætt að hlusta á hana síðan. Melódíurnar hennar eru guðdómlegar og allur hljóðheimurinn er svo draumkenndur að hann dregur mann inn í eitthvað ævintýri. Charli XCX, Rosalía, FKA Twigs og Enya eru einnig tónlistarkonur sem ég hlusta mikið á og leita í þegar ég vil fá hugmyndir og innblástur.“ Upphaf ferlisins við gerð plötunnar má rekja rúm fjögur ár aftur í tímann. „Ég gerði lögin Anywhere og Out of It árið 2018 en öll hin lögin vann ég með Hilmari Árna Halldórssyni og við byrjuðum að vinna saman sumarið 2020. Við vissum ekki strax að við vildum gera heila plötu en svo þróaðist það bara þannig og lögin sem við gerðum hljómuðu mjög vel saman og lögin sem ég gerði 2018 pössuðu vel inn í hljóðheiminn sem var að myndast“, segir Fríd. Fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur Aðspurð segir Fríd að fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur í íslensku tónlistarsenunni. „Mér hefur fundist smá erfitt að koma tónlistinni minni almennilega á framfæri og ég velti því einmitt fyrir mér hvort það sé vegna þess að ég er ekki að gera „hefðbundið“ popp eða kannski af því ég syng á ensku og Íslendingar vilji frekar heyra tónlist á íslensku?“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segist alltaf vera að hugsa um leiðir til þess að fleiri geti uppgötvað tónlistina sína. „Ég er stöðugt að reyna að finna góðan og sniðugan vettvang fyrir hana. Ein leið er að halda eigin tónleika eða halda tónleika með öðru tónlistarfólki. Ég hef gert bæði og það heppnaðist vel og var mjög gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er mikið um að vera hjá þessari tónlistarkonu um þessar mundir í kjölfar plötuútgáfunnar. „Ég er að undirbúa útgáfutónleika fyrir plötuna og mig langar að halda eina í Reykjavík og eina í Garðinum á Suðurnesjunum þar sem foreldrar mínir búa og ég bjó í nokkur ár. Einnig er ég í ferlinu að framleiða vínyl af plötunni og það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera og er mjög spennt fyrir,“ segir Fríd að lokum. Hér má hlusta á plötuna: Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“ Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði. 14. nóvember 2022 20:00 „Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Fríd heitir réttu nafni Sigfríð Rut Gyrðisdóttir en hún segist hafa alist upp við tónlist. „Foreldrar mínir voru alltaf að spila plötur fyrir mig og ég byrjaði mjög ung að syngja. Það var samt ekki fyrr en ég fór í tónlistarlýðháskóla í Danmörku árið 2015 að ég fattaði að tónlist væri eitthvað sem ég vildi einbeita mér að og gera að atvinnu minni líka.“ Árið 2015 áttaði Fríd sig á því að hún vildi gera tónlistina að atvinnu.Harpa Thors Tilfinningarík, einlæg og ákveðin Þegar blaðamaður biður Fríd að lýsa sjálfri sér sem söngkonu segir hún: „Ég er mjög tilfinningarík manneskja og hef reynt mitt besta að koma tilfinningum mínum frá mér sem best í textunum mínum og hafa þá einlæga og frá hjartanu. Ég er líka mjög ákveðin og hef mjög sterka sýn yfir allt sem viðkemur listinni minni og er oft með ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vil að hlutir hljómi eða hvernig eitthvað eigi að líta út en ég pæli mikið í heildarmyndinni.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segir það hafa verið mjög lærdómsríkt að vinna með öðrum „Hvort sem það er í tónlistarsköpuninni eða við gerð tónlistarmyndbanda til dæmis. Ég hef lært hvernig ég get komið hlutum frá mér sem best en einnig verið mjög opin fyrir hugmyndum annarra.“ Sækir innblástur í guðdómlegar melódíur Við gerð plötunnar segist Frid hafa hlustað mikið á franska tónlistarkonu sem heitir Oklou. „Ég uppgötvaði hana árið 2020 þegar hún gaf út plötuna Galore og ég hef ekki hætt að hlusta á hana síðan. Melódíurnar hennar eru guðdómlegar og allur hljóðheimurinn er svo draumkenndur að hann dregur mann inn í eitthvað ævintýri. Charli XCX, Rosalía, FKA Twigs og Enya eru einnig tónlistarkonur sem ég hlusta mikið á og leita í þegar ég vil fá hugmyndir og innblástur.“ Upphaf ferlisins við gerð plötunnar má rekja rúm fjögur ár aftur í tímann. „Ég gerði lögin Anywhere og Out of It árið 2018 en öll hin lögin vann ég með Hilmari Árna Halldórssyni og við byrjuðum að vinna saman sumarið 2020. Við vissum ekki strax að við vildum gera heila plötu en svo þróaðist það bara þannig og lögin sem við gerðum hljómuðu mjög vel saman og lögin sem ég gerði 2018 pössuðu vel inn í hljóðheiminn sem var að myndast“, segir Fríd. Fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur Aðspurð segir Fríd að fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur í íslensku tónlistarsenunni. „Mér hefur fundist smá erfitt að koma tónlistinni minni almennilega á framfæri og ég velti því einmitt fyrir mér hvort það sé vegna þess að ég er ekki að gera „hefðbundið“ popp eða kannski af því ég syng á ensku og Íslendingar vilji frekar heyra tónlist á íslensku?“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segist alltaf vera að hugsa um leiðir til þess að fleiri geti uppgötvað tónlistina sína. „Ég er stöðugt að reyna að finna góðan og sniðugan vettvang fyrir hana. Ein leið er að halda eigin tónleika eða halda tónleika með öðru tónlistarfólki. Ég hef gert bæði og það heppnaðist vel og var mjög gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er mikið um að vera hjá þessari tónlistarkonu um þessar mundir í kjölfar plötuútgáfunnar. „Ég er að undirbúa útgáfutónleika fyrir plötuna og mig langar að halda eina í Reykjavík og eina í Garðinum á Suðurnesjunum þar sem foreldrar mínir búa og ég bjó í nokkur ár. Einnig er ég í ferlinu að framleiða vínyl af plötunni og það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera og er mjög spennt fyrir,“ segir Fríd að lokum. Hér má hlusta á plötuna:
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“ Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði. 14. nóvember 2022 20:00 „Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“ Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði. 14. nóvember 2022 20:00
„Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30