Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:39 Yngvi Gunnlaugsson áhyggjufullur á svip á línunni í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum. Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum.
Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira