Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-110 | Allt nema eitt eins og það á að vera Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 22:36 Kári Jónsson var frábær í kvöld. Hér fer hann á milli þriggja KR-inga. VÍSIR/BÁRA Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með fimmta sigrinum í röð þegar þeir unnu slaka KR-inga í Vesturbænum af afar miklu öryggi, 110-77. Valur er með tíu stig en KR-ingar eru áfram við botninn með aðeins tvö stig eftir fyrstu sex leiki sína. Valsmenn stungu af í öðrum leikhluta, sem þeir unnu 31-14, og aðeins spurning hve stór sigurinn yrði. Liðsandinn var allur Valsmanna sem skiptu stigunum vel á milli sín en Callum Lawson var stigahæstur með 21 stig og þeir Kristófer Acox, Kári Jónsson og Pablo Bertoni skoruðu 17 stig hver, auk þess sem Kári átti sjö stoðsendingar og tók sex fráköst, og Kristófer tók sjö fráköst. EC Matthews var stigahæstur í daufu liði KR með 24 stig, Dagur Kár Jónsson skoraði 18 og Jordan Semple 16 auk þess að taka 11 fráköst. Endurkoma Callum Lawson á Hlíðarenda hefur verið Valsmönnum afar dýrmæt. Hann var góður í kvöld að vanda.VÍSIR/BÁRA Ef miðað er við gullöld KR-inga, sem lauk svo snarlega fyrir fáeinum misserum, þá var eiginlega allt eins og það átti að vera á Meistaravöllum. Grillaðir hamborgarar og gleði fyrir leik, fjöldi áhorfenda sem var vel með á nótunum, og sannkallað gæðalið á fjölunum sem virðist líklegt til að geta varið Íslandsmeistaratitilinn sinn. Vandamálið er að það lið heitir í dag Valur. Og það versta fyrir KR-inga er að munurinn mikli á liðunum er ekki lengur sláandi. Á meðan að Valsmenn vinna saman eins og fullkomið gangverk þá er eins og KR-ingar séu enn að kynnast hver öðrum og samt er meira en fjórðungur af mótinu búinn. Landsleikjahléið virðist ekkert hafa nýst KR, sem tapaði fyrir Hetti í síðasta leik fyrir hléið, og eftir stendur leikmannahópur, og þjálfarateymi sem ekki hefur sannað sig, sem gæti farið með fallið stórveldið niður í 1. deild. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Björn Kristjánsson, sá mikli KR-ingur og liðsmaður, var heiðraður fyrir leik með blómvendi og ljóst að hann spilar ekki meira með KR vegna veikinda. KR saknar slíkra manna en reiðir sig í staðinn til að mynda á erlendu leikmennina Saimon Sutt og Roberts Freimanis, sem samtals klikkuðu á öllum sjö skotum sínum í fyrri hálfleik og skoruðu samtals eina körfu úr ellefu skotum í leiknum. Og áttu enga stoðsendingu. KR hélt þó í við Val í fyrsta leikhluta en á meðan Sutt og félagar í KR-liðinu komust ekkert áleiðis gegn Valsvörninni í öðrum leikhluta stungu gestirnir af með auðveldum körfum. Staðan eftir hann var 52-31. Leikmenn Vals unnu allir afskaplega vel saman og Kári heillaði sérstaklega með því hvernig hann opnaði fyrir liðsfélaga sína, alveg sama þó að hann væri ekki að horfa á þá. Kristófer nýtti allar þrjár stoðsendingarnar frá honum í fyrri hálfleik. Þorvaldur Orri Árnason, nýkominn úr fyrsta A-landsliðsverkefninu, skoraði fyrstu tvær körfurnar í seinni hálfleik en komst annars lítt áleiðis í leiknum. Valsmenn héldu öruggu forskoti allan seinni hálfleikinn og fljótlega fóru þjálfararnir að leyfa minni spámönnum að njóta sín í höllinni þar sem úrslitin voru svo snemma ráðin, og stigamunur úr innbyrðis leikjum þessara tveggja liða aldrei að fara að skipta máli í lok leiktíðar. Helgi: Höfum ekki meiri tíma svo auðvitað lítum við í kringum okkur „Framkvæmdin á leikplaninu var ekki eins og við töluðum um, og rosalega mikið af körfunum þeirra komu úr hlutum sem var búið að margræða um hvernig hægt væri að stöðva og framkvæma. Svo eru þeir bara betra lið en við,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Hvað sóknarleik okkar varðar þá náðu þeir að þrengja teiginn, eins og öll lið eru að ná að gera á móti okkur, og við annað hvort gefum ekki sendinguna nógu fljótt eða bara gefum hana ekki. Það er erfitt að refsa mönnum sem falla svona svakalega af þér, ef þú ætlar ekki að losa boltann,“ sagði Helgi. Helgi Már Magnússon segist að sjálfsögðu þurfa að skoða það hvernig hægt sé að styrkja leikmannahóp KR.VÍSIR/BÁRA Aðspurður um þá gagnrýni úr Körfuboltakvöldi að erlendir leikmenn liðsins virtust líta út eins og málaliðar, og hvort að leikmenn væru ekki að vinna hver fyrir annan, svaraði Helgi: „Ég ætla ekki að skrifa þetta eingöngu á einhverja erlenda leikmenn en við þurfum vissulega að fúnkera betur sem heild. Það er á mína ábyrgð að láta það gerast og ég tek það á mig.“ Telur hann liðið þurfa meiri tíma eða aðra leikmenn til að það gerist? „Ég ætla ekki að væla yfir undirbúningstímabilinu núna en auðvitað hefðum við þurft betri undirbúning fyrir liðið. Og auðvitað lítur Valsliðið mikið meira út sem lið, enda er þetta sami kjarni og vann titilinn í fyrra og hefur spilað marga stóra leiki, vita alveg hvað þeir eru að gera og fylgja sama systemi. En það er margt sem að við getum gert. Við höfum ekki meiri tíma svo að auðvitað lítum við í kringum okkur þegar staðan er þessi, til að sjá hvað er í boði. Ef það er eitthvað sem okkur líst á þá mögulega gerum við breytingar,“ sagði Helgi. Subway-deild karla KR Valur
Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með fimmta sigrinum í röð þegar þeir unnu slaka KR-inga í Vesturbænum af afar miklu öryggi, 110-77. Valur er með tíu stig en KR-ingar eru áfram við botninn með aðeins tvö stig eftir fyrstu sex leiki sína. Valsmenn stungu af í öðrum leikhluta, sem þeir unnu 31-14, og aðeins spurning hve stór sigurinn yrði. Liðsandinn var allur Valsmanna sem skiptu stigunum vel á milli sín en Callum Lawson var stigahæstur með 21 stig og þeir Kristófer Acox, Kári Jónsson og Pablo Bertoni skoruðu 17 stig hver, auk þess sem Kári átti sjö stoðsendingar og tók sex fráköst, og Kristófer tók sjö fráköst. EC Matthews var stigahæstur í daufu liði KR með 24 stig, Dagur Kár Jónsson skoraði 18 og Jordan Semple 16 auk þess að taka 11 fráköst. Endurkoma Callum Lawson á Hlíðarenda hefur verið Valsmönnum afar dýrmæt. Hann var góður í kvöld að vanda.VÍSIR/BÁRA Ef miðað er við gullöld KR-inga, sem lauk svo snarlega fyrir fáeinum misserum, þá var eiginlega allt eins og það átti að vera á Meistaravöllum. Grillaðir hamborgarar og gleði fyrir leik, fjöldi áhorfenda sem var vel með á nótunum, og sannkallað gæðalið á fjölunum sem virðist líklegt til að geta varið Íslandsmeistaratitilinn sinn. Vandamálið er að það lið heitir í dag Valur. Og það versta fyrir KR-inga er að munurinn mikli á liðunum er ekki lengur sláandi. Á meðan að Valsmenn vinna saman eins og fullkomið gangverk þá er eins og KR-ingar séu enn að kynnast hver öðrum og samt er meira en fjórðungur af mótinu búinn. Landsleikjahléið virðist ekkert hafa nýst KR, sem tapaði fyrir Hetti í síðasta leik fyrir hléið, og eftir stendur leikmannahópur, og þjálfarateymi sem ekki hefur sannað sig, sem gæti farið með fallið stórveldið niður í 1. deild. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Björn Kristjánsson, sá mikli KR-ingur og liðsmaður, var heiðraður fyrir leik með blómvendi og ljóst að hann spilar ekki meira með KR vegna veikinda. KR saknar slíkra manna en reiðir sig í staðinn til að mynda á erlendu leikmennina Saimon Sutt og Roberts Freimanis, sem samtals klikkuðu á öllum sjö skotum sínum í fyrri hálfleik og skoruðu samtals eina körfu úr ellefu skotum í leiknum. Og áttu enga stoðsendingu. KR hélt þó í við Val í fyrsta leikhluta en á meðan Sutt og félagar í KR-liðinu komust ekkert áleiðis gegn Valsvörninni í öðrum leikhluta stungu gestirnir af með auðveldum körfum. Staðan eftir hann var 52-31. Leikmenn Vals unnu allir afskaplega vel saman og Kári heillaði sérstaklega með því hvernig hann opnaði fyrir liðsfélaga sína, alveg sama þó að hann væri ekki að horfa á þá. Kristófer nýtti allar þrjár stoðsendingarnar frá honum í fyrri hálfleik. Þorvaldur Orri Árnason, nýkominn úr fyrsta A-landsliðsverkefninu, skoraði fyrstu tvær körfurnar í seinni hálfleik en komst annars lítt áleiðis í leiknum. Valsmenn héldu öruggu forskoti allan seinni hálfleikinn og fljótlega fóru þjálfararnir að leyfa minni spámönnum að njóta sín í höllinni þar sem úrslitin voru svo snemma ráðin, og stigamunur úr innbyrðis leikjum þessara tveggja liða aldrei að fara að skipta máli í lok leiktíðar. Helgi: Höfum ekki meiri tíma svo auðvitað lítum við í kringum okkur „Framkvæmdin á leikplaninu var ekki eins og við töluðum um, og rosalega mikið af körfunum þeirra komu úr hlutum sem var búið að margræða um hvernig hægt væri að stöðva og framkvæma. Svo eru þeir bara betra lið en við,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Hvað sóknarleik okkar varðar þá náðu þeir að þrengja teiginn, eins og öll lið eru að ná að gera á móti okkur, og við annað hvort gefum ekki sendinguna nógu fljótt eða bara gefum hana ekki. Það er erfitt að refsa mönnum sem falla svona svakalega af þér, ef þú ætlar ekki að losa boltann,“ sagði Helgi. Helgi Már Magnússon segist að sjálfsögðu þurfa að skoða það hvernig hægt sé að styrkja leikmannahóp KR.VÍSIR/BÁRA Aðspurður um þá gagnrýni úr Körfuboltakvöldi að erlendir leikmenn liðsins virtust líta út eins og málaliðar, og hvort að leikmenn væru ekki að vinna hver fyrir annan, svaraði Helgi: „Ég ætla ekki að skrifa þetta eingöngu á einhverja erlenda leikmenn en við þurfum vissulega að fúnkera betur sem heild. Það er á mína ábyrgð að láta það gerast og ég tek það á mig.“ Telur hann liðið þurfa meiri tíma eða aðra leikmenn til að það gerist? „Ég ætla ekki að væla yfir undirbúningstímabilinu núna en auðvitað hefðum við þurft betri undirbúning fyrir liðið. Og auðvitað lítur Valsliðið mikið meira út sem lið, enda er þetta sami kjarni og vann titilinn í fyrra og hefur spilað marga stóra leiki, vita alveg hvað þeir eru að gera og fylgja sama systemi. En það er margt sem að við getum gert. Við höfum ekki meiri tíma svo að auðvitað lítum við í kringum okkur þegar staðan er þessi, til að sjá hvað er í boði. Ef það er eitthvað sem okkur líst á þá mögulega gerum við breytingar,“ sagði Helgi.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti