Lokasóknin um upprisu Buccaneers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2022 23:01 Tom Brady er enn að leika listir sínar í NFL deildinni. AP Photo/Jason Behnken „Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum. Andri Ólafsson sá að venju um að stýra þættinum og spyrja spurninganna. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Segja má að sérfræðingarnir hafi varið á kostum að þessu sinni en þeir voru langt frá því að vera sammála um hver væri MVP deildarinnar að svo stöddu. Fyrsta spurning dagsins var: „Er risinn vaknaður? Eru Tampa Bay Buccaneers vaknaðir?“ Henry Birgir var ekki æstur í að taka þessa spurningu, andvarpaði og spurði Eirík Stefán einfaldlega hvort hann vildi byrja. „Ég held að þeir séu ekki alveg komnir á skrið. Þeir voru að spila á móti sterku Seattle liði sem hefur spilað vel á þessu tímabili. Tom Brady er alltaf Tom Brady en ég hef ekki enn séð nóg til að sýna mér að hann sé kominn aftur,“ sagði Eiríkur Stefán. „Hann neitar að deyja þessi gæi,“ sagði Henry Birgir eftir að halda ágætis ræðu þar sem hann fór yfir af hverju Tamba Bay væru vaknaðir. Hver er fremstur um kapphlaupið um MVP titilinn á þessu ári? „Fyrir mér er það engin spurning, það er einn maður að smóka þessa deild. Josh Allen og þessir gæjar eiga ekki að vera í umræðunni. Sái gæi heitir …,“ sagði Henry Birgir og negldi svo framburðinn á nafni sem er með þeim flóknari í NFL deildinni. „Hættu … ertu að skrifa doktorsritgerð eða?“ spurði Eiríkur Stefán einfaldlega og var augljóslega ekki sammála. Síðasta spurning dagsins sneri svo að ráðningu Jeff Saturday hjá Indianapolis Colts. Svörin við spurningunum þremur má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar NFL Lokasóknin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira
Andri Ólafsson sá að venju um að stýra þættinum og spyrja spurninganna. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Segja má að sérfræðingarnir hafi varið á kostum að þessu sinni en þeir voru langt frá því að vera sammála um hver væri MVP deildarinnar að svo stöddu. Fyrsta spurning dagsins var: „Er risinn vaknaður? Eru Tampa Bay Buccaneers vaknaðir?“ Henry Birgir var ekki æstur í að taka þessa spurningu, andvarpaði og spurði Eirík Stefán einfaldlega hvort hann vildi byrja. „Ég held að þeir séu ekki alveg komnir á skrið. Þeir voru að spila á móti sterku Seattle liði sem hefur spilað vel á þessu tímabili. Tom Brady er alltaf Tom Brady en ég hef ekki enn séð nóg til að sýna mér að hann sé kominn aftur,“ sagði Eiríkur Stefán. „Hann neitar að deyja þessi gæi,“ sagði Henry Birgir eftir að halda ágætis ræðu þar sem hann fór yfir af hverju Tamba Bay væru vaknaðir. Hver er fremstur um kapphlaupið um MVP titilinn á þessu ári? „Fyrir mér er það engin spurning, það er einn maður að smóka þessa deild. Josh Allen og þessir gæjar eiga ekki að vera í umræðunni. Sái gæi heitir …,“ sagði Henry Birgir og negldi svo framburðinn á nafni sem er með þeim flóknari í NFL deildinni. „Hættu … ertu að skrifa doktorsritgerð eða?“ spurði Eiríkur Stefán einfaldlega og var augljóslega ekki sammála. Síðasta spurning dagsins sneri svo að ráðningu Jeff Saturday hjá Indianapolis Colts. Svörin við spurningunum þremur má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar
NFL Lokasóknin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira