„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sitt lið í kvöld. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. „Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
„Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira