Um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála Erla María Tölgyes skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun