„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. desember 2022 20:00 Söngkonan og jólabarnið Selma Björns kynntist ástinni sinni á jólunum fyrir fjórum árum síðan og framundan eru fyrstu jólin öll saman á nýju heimili. Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. Fann ástina á jólunum Selma og kærasti hennar Kolbeinn Tumi Daðason festu nýverið kaup á sinni fyrstu eign saman og verða jólin í ár þeirra fyrstu saman á nýju heimili. Jólatréð er löngu komið upp og að baki aðventuboð með vinum og vandamönnum. Selma og Tumi felldu hugi saman á jólunum og fagna fjórum árum saman þann 28. desember. „Þetta er svo mikill gleðigjafi í skammdeginu. Ég get ekki sagt ykkur hvað mér finnst dásamlegt að vakna á morgnana og setja jólatréð í samband. Þá strax byrjar dagurinn fallega.“ Aðventan er Selmu einstaklega gleðileg enda sjálf mikið jólabarn með öllu sem því fylgir. Það er því einkar viðeigandi að ástin hafi bankað upp á á jólunum en þann 28. desember fagna þau Selma og Tumi fjórum árum saman. Er hann eins mikið jólabarn og þú? „Nei, alls ekki. En ég er að vinna í virkri jólasmitun,“ segir Selma og hlær. Jólabarn eins og mamma Hún segir móður sína þó mikið jólabarn og hafi hún því alist upp við aðventuna fulla af töfrum með tilheyrandi jólabakstri, saumaskap, tónlist og jólateikningum. Ég hef þetta frá henni og hef elskað jólin frá því ég man eftir mér. Það jókst þegar ég varð mamma sjálf, enda jólin hátíð barnanna og afskaplega gaman að upplifa þau í gegnum þau og með þeim. Þó Selma sé vægast sagt snemma í tíðinni segir hún það ekki hafa tíðkast að skreyta svo snemma í hennar æsku. Hlutirnir voru gerðir eftir ákveðinni röð og reglu. Selma með móður sinni Aldísi Elíasdóttur en þær mæðgur eiga það sameiginlegt að vera í essinu sínu á aðventunni. Á ennþá fyrsta jólaskrautið „Aðventukransinn var það fyrsta sem fór upp, svo komu mandarínurnar, svo fékk maður að narta í nýbökuðu piparkökurnar, loftkökurnar, randalínurnar og kókostoppana hennar mömmu. Seríurnar fengu að fara í gluggana um miðja aðventu og jólakassinn með öllu fallega skrautinu tekinn upp seinni hluta aðventunnar.“ Eins og svo algengt var í þá tíð fór jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og segir Selma það hafa verið mikla töfraupplifun að fá að skreyta tréð. Það var aldrei kveikt á trénu fyrr en klukkan sex á aðfangadag, þegar kirkjuklukkurnar í útvarpinu hringdu inn jólin. Það var alltaf mikil gleðistund. Manstu eftir fyrsta jólaskrautinu þínu eða uppáhalds jólaskrautinu þínu þegar þú varstu barn? „Já. Ég fékk gefins bleikan engil, stelpa í bleikum loðnum kjól til að hengja á tréð. Ég á hann ennþá og hlakka alltaf til að hengja hann á tréð mitt.“ Bleiki jólaengillinn sem Selma fékk að gjöf þegar hún var barn er uppáhalds jólaskrautið. Jólatréð upp í nóvember Eins og áður var getið byrjaði Selma að skreyta heimilið sitt í lok október og viðurkennir hún að ekki séu þó allir fjölskyldumeðlimir eins jóla-peppaðir eins og hún sjálf. „Ég veit að ég byrja fáránlega snemma að skreyta, fæ bágt fyrir hjá mörgum. Ég henti upp smá skrauti seinni hluta október og fékk að heyra: „mammmaaaaaaaaaa!“ frá báðum börnunum mínum.“ Jólatréð á heimilinu kom upp 22. nóvember sem hún segir samt sem áður ívið seinna en í fyrra. Ég skreytti svo allt heimilið í síðustu viku því ég var með aðventuboð síðasta sunnudag og vildi hafa allt tilbúið. Þetta gleður auga mitt og hjarta allan daginn. Endurnýjuð kynni við gamla vini Selma segist laus við það að elta einhverja tískustrauma eða ákveðinn stíl þegar kemur að jólaskreytingum og hefur hún verið dugleg að sanka að sér nýjum jólamunum á ferðalögum sínum í gegnum árin. Selma játar því að ekki séu allir fjölskyldumeðlimir eins spenntir fyrir því að byrja að skreyta í október, líkt og hún laumaðist til að gera í ár, en jólatréð fer þó alltaf upp í öllum sínum skrúða í lok nóvember. „Ég hef lagt það í vana minn að kaupa jólaskraut í jólahúsinu á Akureyri (í raun á hvaða tíma árs sem er) og líka í Jólaþorpinu í Hafnarfirði þegar ég heimsæki það á aðventunni. Svo reyndar, þá leikstýrði ég erlendis í nokkuð mörg ár jólasýningunni Í hjarta Hróa hattar og var því stödd erlendis býsna oft á aðventunni. Þá keypti ég mér alltaf eitt skraut á jólatréð í hverju landi og á núna fallegt safn frá ýmsum löndum.“ Ég elska að taka upp jólaskrautið mitt á hverju ári því það er eins og að endurnýja kynnin við gamla vini. Kveður jólaskrautið með trega Eftir jólahátíðina eru margir meira en tilbúnir í það að pakka niður jólunum og kveðja skrautið í bili en í tilviki Jóla-Selmu er það aldeilis ekki raunin. „Það er aldrei gleðistund á mínu heimili, finnst það alltaf frekar sorglegt og heimilið tómlegt á eftir.“ Ertu með einhverjar sérstakar jólahefðir tengdar mat? Já, ég geri flottan morgunmat á aðfangadag og hef svo farið með börnunum mínum að keyra út pakka á aðfangadag. Það er stemning í því. Svo hlustum við á jólalög í bílnum og syngjum hástöfum. Eins og hefð er fyrir í mörgum fjölskyldum kemur stórfjölskylda Selmu öll saman á jóladag og koma þá allir með eitthvað að borðinu. „Það er aspassúpa, rjúpu tartalettur, ostar, síld, paté og þetta helsta. Við spilum Varúlf og förum svo og rennum okkur á snjóþotum ef það er snjór. Ef ekki þá förum við í göngutúr. Þetta er alltaf mjög skemmtilegt. Við erum fjórar systurnar, foreldrar okkar, makar og öll börnin okkar. Þannig að það er mikið fjör og mikið hlegið.“ Tilhlökkun fyrir fyrstu jólunum saman Selma og Kolbeinn Tumi halda nú fyrstu jól sín saman á nýju heimili. Með breyttu fjölskyldumynstri verða oft á tíðum til nýjar hefðir en nú eru fjölskyldumeðlimir orðnir sex í heimili. Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman og ef ég þekki okkur rétt þá verður mikið spilað, við elskum það. Það er alltaf að minnsta kosti eitt spilakvöld á jólunum. Finnst þér það áskorun að sameina fjölskyldur og hefðir? „Það er auðvitað áskorun að sameina fjölskyldur með börnum, það vita allir sem það hafa reynt. Þess vegna vorum við ekkert að flýta okkur að flytja saman. Við fórum mjög hægt í sakirnar og lengi vel hittumst við bara aðra hvora viku þegar við vorum barnlaus. Við erum bara auðmjúk gagnvart þessu verkefni og reynum að nálgast það af kærleika, skilningi og umburðarlyndi.“ Selma segir jólin vissulega rómantísk en auðvitað fari það eftir aðstæðum hverju sinni og minni hún sig á það að vera þakklát á þessum tíma. Jólin eru stundum rómantísk, stundum erfið, stundum full af gleði, stundum blendin sorg og stundum einmanaleika, því lífið er allskonar. Ég er þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig og nýt þess mest að eyða aðventunni með þeim sem ég elska mest. Hvernig verður aðfangadagskvöld? „Það verður hamborgarhryggur í matinn og ef ég verð heppin og kemst yfir rjúpur þá langar mig líka að elda þær. Ég ætla svo að gera waldorf salat, sjóða mitt eigið rauðkál, nostra við rauðvínssósuna og gera brúnaðar kartöflur. Ekki má gleyma bökuðum perum og svo auðvitað gulu og grænu baununum. Svo gerum við einhvern geggjaðan desert og það verður gaman að prófa eitthvað nýtt.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Selmu í Bakaríinu á Bylgjunni á dögunum. Jóla-Selma í Kulda á aðventunni Líkt og hjá flestu tónlistarfólki er jólavertíðin ein sú stærsta en hjá Selmu er aðventan að þessu sinni örlítið með breyttu sniði. „Jóla-Selma fær kannski ekki alveg að blómstra á aðventunni“, segir hún og hlær en sökum kvikmyndahlutverks í nýrri bíómynd þurfti hún að afþakka öll jóla-gigg í desember. Aðventan hefur yfirleitt verið undirlögð tónleikahaldi hjá Selmu síðustu ár en þetta árið tekur við annað verkefni. „En ég er alveg til í það að þessu sinni því að ég er að leika í kvikmynd sem heitir Kuldi sem er byggð á bók Yrsu Sigurðardóttur. Þetta er eiginlega bara svona nett hrollvekja þannig að ég verð bara úti á landi í myrkri og kulda. Myndin er tekin upp að hluta fyrir vestan á Fellsströnd og hófust tökur síðustu helgi. Selma leikur Lilju, forstöðukonu á upptökuheimili fyrir afbrotaunglinga, og segist hún hlakka mikið til þó svo að líklega verði ekki mikið um jóladýrð yfir þetta tímabil. „Ég verð í tökum til 15. desember og það verður geggjað að fá að leika í alvöru thriller.“ Orðin viðkvæm með aldrinum Myndin er leikstýrð af Erlingi Thoroddsen, eina íslenska kvikmyndaleikstjóranum sem hefur sérhæft sig í hrollvekjugerð, en á unglingsárum sínum segist Selma hafa verið mikill aðdáandi hrollvekja. „Ég var búin með hilluna í Fákafeni og Videohöllinni. En í dag, ég get ekki horft á þetta. Held bæði fyrir augun og eyrun. Maður verður svo viðkvæmur með aldrinum,“ segir Selma og skellir upp úr. Klædd í rautt er nýtt jólalag með Selmu og Siggu Beinteins. Gefur út nýtt jólalag með Siggu Beinteins Þrátt fyrir að missa svolítið af jólatónleikatíðinni kom ekki annað til greina hjá Selmu en að leggja sitt framlag til jólalagaspilunnar þetta árið og gaf því út nýtt jólalag með vinkonu sinni, söngkonunni Siggu Beinteins. Lagið er íslensk útgáfa af jólalagi Kelly Clarkson, Wrapped in Red. Ég er búin að elska þetta lag frá því það kom út árið 2013. Svo var þetta uppáhalds jólalag mitt og dóttur minnar. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á jólalagið Klædd í rautt sem frumflutt var í Bakaríinu á Bylgjunni. Jól Tónleikar á Íslandi Tónlist Ástin og lífið Bylgjan Bakaríið Tengdar fréttir Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red. 28. nóvember 2022 09:31 Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Fann ástina á jólunum Selma og kærasti hennar Kolbeinn Tumi Daðason festu nýverið kaup á sinni fyrstu eign saman og verða jólin í ár þeirra fyrstu saman á nýju heimili. Jólatréð er löngu komið upp og að baki aðventuboð með vinum og vandamönnum. Selma og Tumi felldu hugi saman á jólunum og fagna fjórum árum saman þann 28. desember. „Þetta er svo mikill gleðigjafi í skammdeginu. Ég get ekki sagt ykkur hvað mér finnst dásamlegt að vakna á morgnana og setja jólatréð í samband. Þá strax byrjar dagurinn fallega.“ Aðventan er Selmu einstaklega gleðileg enda sjálf mikið jólabarn með öllu sem því fylgir. Það er því einkar viðeigandi að ástin hafi bankað upp á á jólunum en þann 28. desember fagna þau Selma og Tumi fjórum árum saman. Er hann eins mikið jólabarn og þú? „Nei, alls ekki. En ég er að vinna í virkri jólasmitun,“ segir Selma og hlær. Jólabarn eins og mamma Hún segir móður sína þó mikið jólabarn og hafi hún því alist upp við aðventuna fulla af töfrum með tilheyrandi jólabakstri, saumaskap, tónlist og jólateikningum. Ég hef þetta frá henni og hef elskað jólin frá því ég man eftir mér. Það jókst þegar ég varð mamma sjálf, enda jólin hátíð barnanna og afskaplega gaman að upplifa þau í gegnum þau og með þeim. Þó Selma sé vægast sagt snemma í tíðinni segir hún það ekki hafa tíðkast að skreyta svo snemma í hennar æsku. Hlutirnir voru gerðir eftir ákveðinni röð og reglu. Selma með móður sinni Aldísi Elíasdóttur en þær mæðgur eiga það sameiginlegt að vera í essinu sínu á aðventunni. Á ennþá fyrsta jólaskrautið „Aðventukransinn var það fyrsta sem fór upp, svo komu mandarínurnar, svo fékk maður að narta í nýbökuðu piparkökurnar, loftkökurnar, randalínurnar og kókostoppana hennar mömmu. Seríurnar fengu að fara í gluggana um miðja aðventu og jólakassinn með öllu fallega skrautinu tekinn upp seinni hluta aðventunnar.“ Eins og svo algengt var í þá tíð fór jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og segir Selma það hafa verið mikla töfraupplifun að fá að skreyta tréð. Það var aldrei kveikt á trénu fyrr en klukkan sex á aðfangadag, þegar kirkjuklukkurnar í útvarpinu hringdu inn jólin. Það var alltaf mikil gleðistund. Manstu eftir fyrsta jólaskrautinu þínu eða uppáhalds jólaskrautinu þínu þegar þú varstu barn? „Já. Ég fékk gefins bleikan engil, stelpa í bleikum loðnum kjól til að hengja á tréð. Ég á hann ennþá og hlakka alltaf til að hengja hann á tréð mitt.“ Bleiki jólaengillinn sem Selma fékk að gjöf þegar hún var barn er uppáhalds jólaskrautið. Jólatréð upp í nóvember Eins og áður var getið byrjaði Selma að skreyta heimilið sitt í lok október og viðurkennir hún að ekki séu þó allir fjölskyldumeðlimir eins jóla-peppaðir eins og hún sjálf. „Ég veit að ég byrja fáránlega snemma að skreyta, fæ bágt fyrir hjá mörgum. Ég henti upp smá skrauti seinni hluta október og fékk að heyra: „mammmaaaaaaaaaa!“ frá báðum börnunum mínum.“ Jólatréð á heimilinu kom upp 22. nóvember sem hún segir samt sem áður ívið seinna en í fyrra. Ég skreytti svo allt heimilið í síðustu viku því ég var með aðventuboð síðasta sunnudag og vildi hafa allt tilbúið. Þetta gleður auga mitt og hjarta allan daginn. Endurnýjuð kynni við gamla vini Selma segist laus við það að elta einhverja tískustrauma eða ákveðinn stíl þegar kemur að jólaskreytingum og hefur hún verið dugleg að sanka að sér nýjum jólamunum á ferðalögum sínum í gegnum árin. Selma játar því að ekki séu allir fjölskyldumeðlimir eins spenntir fyrir því að byrja að skreyta í október, líkt og hún laumaðist til að gera í ár, en jólatréð fer þó alltaf upp í öllum sínum skrúða í lok nóvember. „Ég hef lagt það í vana minn að kaupa jólaskraut í jólahúsinu á Akureyri (í raun á hvaða tíma árs sem er) og líka í Jólaþorpinu í Hafnarfirði þegar ég heimsæki það á aðventunni. Svo reyndar, þá leikstýrði ég erlendis í nokkuð mörg ár jólasýningunni Í hjarta Hróa hattar og var því stödd erlendis býsna oft á aðventunni. Þá keypti ég mér alltaf eitt skraut á jólatréð í hverju landi og á núna fallegt safn frá ýmsum löndum.“ Ég elska að taka upp jólaskrautið mitt á hverju ári því það er eins og að endurnýja kynnin við gamla vini. Kveður jólaskrautið með trega Eftir jólahátíðina eru margir meira en tilbúnir í það að pakka niður jólunum og kveðja skrautið í bili en í tilviki Jóla-Selmu er það aldeilis ekki raunin. „Það er aldrei gleðistund á mínu heimili, finnst það alltaf frekar sorglegt og heimilið tómlegt á eftir.“ Ertu með einhverjar sérstakar jólahefðir tengdar mat? Já, ég geri flottan morgunmat á aðfangadag og hef svo farið með börnunum mínum að keyra út pakka á aðfangadag. Það er stemning í því. Svo hlustum við á jólalög í bílnum og syngjum hástöfum. Eins og hefð er fyrir í mörgum fjölskyldum kemur stórfjölskylda Selmu öll saman á jóladag og koma þá allir með eitthvað að borðinu. „Það er aspassúpa, rjúpu tartalettur, ostar, síld, paté og þetta helsta. Við spilum Varúlf og förum svo og rennum okkur á snjóþotum ef það er snjór. Ef ekki þá förum við í göngutúr. Þetta er alltaf mjög skemmtilegt. Við erum fjórar systurnar, foreldrar okkar, makar og öll börnin okkar. Þannig að það er mikið fjör og mikið hlegið.“ Tilhlökkun fyrir fyrstu jólunum saman Selma og Kolbeinn Tumi halda nú fyrstu jól sín saman á nýju heimili. Með breyttu fjölskyldumynstri verða oft á tíðum til nýjar hefðir en nú eru fjölskyldumeðlimir orðnir sex í heimili. Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman og ef ég þekki okkur rétt þá verður mikið spilað, við elskum það. Það er alltaf að minnsta kosti eitt spilakvöld á jólunum. Finnst þér það áskorun að sameina fjölskyldur og hefðir? „Það er auðvitað áskorun að sameina fjölskyldur með börnum, það vita allir sem það hafa reynt. Þess vegna vorum við ekkert að flýta okkur að flytja saman. Við fórum mjög hægt í sakirnar og lengi vel hittumst við bara aðra hvora viku þegar við vorum barnlaus. Við erum bara auðmjúk gagnvart þessu verkefni og reynum að nálgast það af kærleika, skilningi og umburðarlyndi.“ Selma segir jólin vissulega rómantísk en auðvitað fari það eftir aðstæðum hverju sinni og minni hún sig á það að vera þakklát á þessum tíma. Jólin eru stundum rómantísk, stundum erfið, stundum full af gleði, stundum blendin sorg og stundum einmanaleika, því lífið er allskonar. Ég er þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig og nýt þess mest að eyða aðventunni með þeim sem ég elska mest. Hvernig verður aðfangadagskvöld? „Það verður hamborgarhryggur í matinn og ef ég verð heppin og kemst yfir rjúpur þá langar mig líka að elda þær. Ég ætla svo að gera waldorf salat, sjóða mitt eigið rauðkál, nostra við rauðvínssósuna og gera brúnaðar kartöflur. Ekki má gleyma bökuðum perum og svo auðvitað gulu og grænu baununum. Svo gerum við einhvern geggjaðan desert og það verður gaman að prófa eitthvað nýtt.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Selmu í Bakaríinu á Bylgjunni á dögunum. Jóla-Selma í Kulda á aðventunni Líkt og hjá flestu tónlistarfólki er jólavertíðin ein sú stærsta en hjá Selmu er aðventan að þessu sinni örlítið með breyttu sniði. „Jóla-Selma fær kannski ekki alveg að blómstra á aðventunni“, segir hún og hlær en sökum kvikmyndahlutverks í nýrri bíómynd þurfti hún að afþakka öll jóla-gigg í desember. Aðventan hefur yfirleitt verið undirlögð tónleikahaldi hjá Selmu síðustu ár en þetta árið tekur við annað verkefni. „En ég er alveg til í það að þessu sinni því að ég er að leika í kvikmynd sem heitir Kuldi sem er byggð á bók Yrsu Sigurðardóttur. Þetta er eiginlega bara svona nett hrollvekja þannig að ég verð bara úti á landi í myrkri og kulda. Myndin er tekin upp að hluta fyrir vestan á Fellsströnd og hófust tökur síðustu helgi. Selma leikur Lilju, forstöðukonu á upptökuheimili fyrir afbrotaunglinga, og segist hún hlakka mikið til þó svo að líklega verði ekki mikið um jóladýrð yfir þetta tímabil. „Ég verð í tökum til 15. desember og það verður geggjað að fá að leika í alvöru thriller.“ Orðin viðkvæm með aldrinum Myndin er leikstýrð af Erlingi Thoroddsen, eina íslenska kvikmyndaleikstjóranum sem hefur sérhæft sig í hrollvekjugerð, en á unglingsárum sínum segist Selma hafa verið mikill aðdáandi hrollvekja. „Ég var búin með hilluna í Fákafeni og Videohöllinni. En í dag, ég get ekki horft á þetta. Held bæði fyrir augun og eyrun. Maður verður svo viðkvæmur með aldrinum,“ segir Selma og skellir upp úr. Klædd í rautt er nýtt jólalag með Selmu og Siggu Beinteins. Gefur út nýtt jólalag með Siggu Beinteins Þrátt fyrir að missa svolítið af jólatónleikatíðinni kom ekki annað til greina hjá Selmu en að leggja sitt framlag til jólalagaspilunnar þetta árið og gaf því út nýtt jólalag með vinkonu sinni, söngkonunni Siggu Beinteins. Lagið er íslensk útgáfa af jólalagi Kelly Clarkson, Wrapped in Red. Ég er búin að elska þetta lag frá því það kom út árið 2013. Svo var þetta uppáhalds jólalag mitt og dóttur minnar. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á jólalagið Klædd í rautt sem frumflutt var í Bakaríinu á Bylgjunni.
Jól Tónleikar á Íslandi Tónlist Ástin og lífið Bylgjan Bakaríið Tengdar fréttir Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red. 28. nóvember 2022 09:31 Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red. 28. nóvember 2022 09:31
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01