Frelsið til þess að ráða eigin málum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. desember 2022 11:31 Við minnumst þess í dag að 104 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þann 1. desember 1918 endurheimtu Íslendingar loks frelsi sitt eftir að hafa lotið stjórn erlendra ríkja í rúmlega sex og hálfa öld. Þetta var uppskera frelsisbaráttu þjóðarinnar sem háð hafði verið áratugina á undan. Þann 17. júní 1944 varð Ísland síðan lýðveldi þegar konungssambandi landsins við Danmörku var formlega slitið. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Þar var fullveldið í lykilhlutverki. Þó vitað sé að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn að koma til móts við íslenzk stjórnvöld í þorskastríðunum svonefndum, vegna áhyggja af því að annars gæti Ísland yfirgefið NATO, er ljóst að án frumkvæðis íslenskra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út. Ísland var enda í ákveðnu forystuhlutverki í þeirri þróun sem leiddi að lokum til þess að 200 mílna lögsögur urðu hluti af alþjóðlegum hafrétti. Sigur í Icesave þrátt fyrir regluverk ESB Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld ef ekki fyrir fullveldið. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins má ljóst vera að okkur hefði verið gert að ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbanka Íslands líkt og írskum og grískum skattgreiðendum var gert að axla ábyrgð á skuldum þarlendra lánastofnana einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Fullyrðingar um að regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum aðildina að EES-samningnum hafi tryggt Íslandi sigur taka hvorki mið af því að Icesave-deilan byggðist á gallaðri tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar né því að regluverk þess gerði útrás íslenzku bankanna mögulega eins og staðið var að henni. Þá ekki sízt stofnun útibúa frá starfsemi þeirra á Íslandi í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Vert er einnig að hafa í huga í þeim efnum að Evrópusambandið studdi brezk og hollenzk stjórnvöld í Icesave-deilunni og tók þátt í málarekstri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sem að lokum úrskurðaði Íslendingum í vil. Taldar eru allar líkur á því að dómstóll sambandsins hefði komizt að annarri niðurstöðu og hefði slíkt fordæmi legið fyrir hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af því. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn“ Makríldeilan, sem hófst í kjölfar þess að makríll hóf að leita í stórauknum mæli inn í íslenzku efnahagslögsöguna í leit að æti, var ekki síður lýsandi fyrir mikilvægi fullveldisins. Innan Evrópusambandsins er ljóst miðað við áherzlur þess að sambandið hefði ekki úthlutað Íslandi neinum makrílkvóta en með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki vald sitt til þess að fara með yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til þess. Þrátt fyrir ríka hagsmuni af makrílveiðum hafa til að mynda Írar, sem eitt af ríkjum Evrópusambandsins, ekki átt beina aðkomu að deilunni ólíkt Færeyingum sem þó eru ekki fullvalda ríki en fara með eigin sjávarútvegsmál í krafti heimastjórnar sinnar. Þess í stað er valdið í þeim efnum í höndum sambandsins sem í krafti þess samdi að lokum við Noreg og Færeyjar um veiðiheimildir þvert á vilja írskra stjórnvalda. Martin Howley, einn af forystumönnum írskra sjómanna, sagði í samtali við fjölmiðla að þrátt fyrir að ríkisstjórn Írlands hefði barist af hörku gegn samkomulaginu hefði hún orðið undir enda snerist málið um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins og stóru ríkin innan sambandsins hefðu ekki haft áhuga á að verja hagsmuni Írlands í deilunni. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika.“ Vægi ríkja innan ESB fer eftir íbúafjölda Fjölmörg dæmi má finna um það hvernig ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau sem fámennari eru, hafa orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess. Þar á meðal um ýmis mál sem varðað hafa ríka þjóðarhagsmuni eins og í tilfelli Írlands í makríldeilunni. Innan sambandsins fer vægi ríkja fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem þau eru því minni möguleika eiga þau á því að hafa áhrif innan stofnana þess. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af fjölmennustu ríkjum Evrópusambandsins hafa rannsóknir sýnt að Bretland stóð iðulega frammi fyrir því að ákvarðanir væru teknar á vettvangi þess þvert á hagsmuni landsins áður en það gekk úr sambandinu. Ástæðan er ekki sízt sú að Bretar höfðu oft sérstakra hagsmuna að gæta sem fóru ekki saman við hagsmuni margra annarra ríkja innan Evrópusambandsins sem leiddi ekki sízt til útgöngunnar. Bretland hafði í krafti íbúafjölda síns margfalt það vægi innan Evrópusambandsins sem Ísland hefði væri landið þar innanborðs. Vægi Írland er að sama skapi miklu meira innan þess. Það hefur þó ekki dugað til þess að verja hagsmuni þeirra. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku innan þess heyrir nánast sögunni til sem komið hefur sér sérstaklega illa fyrir fámennari ríki sambandsins. Baráttunni fyrir frelsinu lýkur aldrei Fullveldið er þannig algert grundvallarfrelsi fyrir hverja þjóð. Forsenda þess að taka megi ákvarðanir um málefni Íslendinga er að valdið til þess sé hér innanlands í höndum íslenzkra kjósenda í gegnum kjörna fulltrúa þeirra eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir sem vilja Ísland undir yfirstjórn annarra hafa fyrir vikið eðlilega haft horn í síðu fullveldisins og lagt sig fram við það að kasta sem allra mestri rýrð á mikilvægi þess. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi náin tengsl fullveldisins og lýðræðisins. Þannig má spyrja sig að því hvaða máli íslenzkt lýðræði skipti í raun ef valdið til þess að stjórna Íslandi væri að meira eða minna leyti komið úr landi í hendur einstaklinga og stofnana sem bæru enga lýðræðilega ábyrgð gagnvart íslenzku þjóðinni? Forsenda lýðræðisins er að valdið til þess að taka ákvarðanir um stjórn landsins sé í höndum íslenzkra kjósenda. Frelsisbaráttu lýkur í raun aldrei enda verða þeir alltaf til sem vilja skerða frelsi annarra. Hið sama á við um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Henni lauk í reynd hvorki með fullveldinu árið 1918 né með stofnun lýðveldisins 1944. Fram að 1918 snerist baráttan um að endurheimta fullveldið en eftir það hefur hún fyrst og fremst snúizt um það að standa vörð um það sem ávannst og sjá til þess að það glatist aldrei aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við minnumst þess í dag að 104 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þann 1. desember 1918 endurheimtu Íslendingar loks frelsi sitt eftir að hafa lotið stjórn erlendra ríkja í rúmlega sex og hálfa öld. Þetta var uppskera frelsisbaráttu þjóðarinnar sem háð hafði verið áratugina á undan. Þann 17. júní 1944 varð Ísland síðan lýðveldi þegar konungssambandi landsins við Danmörku var formlega slitið. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Þar var fullveldið í lykilhlutverki. Þó vitað sé að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn að koma til móts við íslenzk stjórnvöld í þorskastríðunum svonefndum, vegna áhyggja af því að annars gæti Ísland yfirgefið NATO, er ljóst að án frumkvæðis íslenskra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út. Ísland var enda í ákveðnu forystuhlutverki í þeirri þróun sem leiddi að lokum til þess að 200 mílna lögsögur urðu hluti af alþjóðlegum hafrétti. Sigur í Icesave þrátt fyrir regluverk ESB Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld ef ekki fyrir fullveldið. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins má ljóst vera að okkur hefði verið gert að ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbanka Íslands líkt og írskum og grískum skattgreiðendum var gert að axla ábyrgð á skuldum þarlendra lánastofnana einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Fullyrðingar um að regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum aðildina að EES-samningnum hafi tryggt Íslandi sigur taka hvorki mið af því að Icesave-deilan byggðist á gallaðri tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar né því að regluverk þess gerði útrás íslenzku bankanna mögulega eins og staðið var að henni. Þá ekki sízt stofnun útibúa frá starfsemi þeirra á Íslandi í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Vert er einnig að hafa í huga í þeim efnum að Evrópusambandið studdi brezk og hollenzk stjórnvöld í Icesave-deilunni og tók þátt í málarekstri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sem að lokum úrskurðaði Íslendingum í vil. Taldar eru allar líkur á því að dómstóll sambandsins hefði komizt að annarri niðurstöðu og hefði slíkt fordæmi legið fyrir hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af því. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn“ Makríldeilan, sem hófst í kjölfar þess að makríll hóf að leita í stórauknum mæli inn í íslenzku efnahagslögsöguna í leit að æti, var ekki síður lýsandi fyrir mikilvægi fullveldisins. Innan Evrópusambandsins er ljóst miðað við áherzlur þess að sambandið hefði ekki úthlutað Íslandi neinum makrílkvóta en með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki vald sitt til þess að fara með yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til þess. Þrátt fyrir ríka hagsmuni af makrílveiðum hafa til að mynda Írar, sem eitt af ríkjum Evrópusambandsins, ekki átt beina aðkomu að deilunni ólíkt Færeyingum sem þó eru ekki fullvalda ríki en fara með eigin sjávarútvegsmál í krafti heimastjórnar sinnar. Þess í stað er valdið í þeim efnum í höndum sambandsins sem í krafti þess samdi að lokum við Noreg og Færeyjar um veiðiheimildir þvert á vilja írskra stjórnvalda. Martin Howley, einn af forystumönnum írskra sjómanna, sagði í samtali við fjölmiðla að þrátt fyrir að ríkisstjórn Írlands hefði barist af hörku gegn samkomulaginu hefði hún orðið undir enda snerist málið um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins og stóru ríkin innan sambandsins hefðu ekki haft áhuga á að verja hagsmuni Írlands í deilunni. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika.“ Vægi ríkja innan ESB fer eftir íbúafjölda Fjölmörg dæmi má finna um það hvernig ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau sem fámennari eru, hafa orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess. Þar á meðal um ýmis mál sem varðað hafa ríka þjóðarhagsmuni eins og í tilfelli Írlands í makríldeilunni. Innan sambandsins fer vægi ríkja fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem þau eru því minni möguleika eiga þau á því að hafa áhrif innan stofnana þess. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af fjölmennustu ríkjum Evrópusambandsins hafa rannsóknir sýnt að Bretland stóð iðulega frammi fyrir því að ákvarðanir væru teknar á vettvangi þess þvert á hagsmuni landsins áður en það gekk úr sambandinu. Ástæðan er ekki sízt sú að Bretar höfðu oft sérstakra hagsmuna að gæta sem fóru ekki saman við hagsmuni margra annarra ríkja innan Evrópusambandsins sem leiddi ekki sízt til útgöngunnar. Bretland hafði í krafti íbúafjölda síns margfalt það vægi innan Evrópusambandsins sem Ísland hefði væri landið þar innanborðs. Vægi Írland er að sama skapi miklu meira innan þess. Það hefur þó ekki dugað til þess að verja hagsmuni þeirra. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku innan þess heyrir nánast sögunni til sem komið hefur sér sérstaklega illa fyrir fámennari ríki sambandsins. Baráttunni fyrir frelsinu lýkur aldrei Fullveldið er þannig algert grundvallarfrelsi fyrir hverja þjóð. Forsenda þess að taka megi ákvarðanir um málefni Íslendinga er að valdið til þess sé hér innanlands í höndum íslenzkra kjósenda í gegnum kjörna fulltrúa þeirra eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir sem vilja Ísland undir yfirstjórn annarra hafa fyrir vikið eðlilega haft horn í síðu fullveldisins og lagt sig fram við það að kasta sem allra mestri rýrð á mikilvægi þess. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi náin tengsl fullveldisins og lýðræðisins. Þannig má spyrja sig að því hvaða máli íslenzkt lýðræði skipti í raun ef valdið til þess að stjórna Íslandi væri að meira eða minna leyti komið úr landi í hendur einstaklinga og stofnana sem bæru enga lýðræðilega ábyrgð gagnvart íslenzku þjóðinni? Forsenda lýðræðisins er að valdið til þess að taka ákvarðanir um stjórn landsins sé í höndum íslenzkra kjósenda. Frelsisbaráttu lýkur í raun aldrei enda verða þeir alltaf til sem vilja skerða frelsi annarra. Hið sama á við um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Henni lauk í reynd hvorki með fullveldinu árið 1918 né með stofnun lýðveldisins 1944. Fram að 1918 snerist baráttan um að endurheimta fullveldið en eftir það hefur hún fyrst og fremst snúizt um það að standa vörð um það sem ávannst og sjá til þess að það glatist aldrei aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar