Aukið aðgengi fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 3. desember 2022 07:00 Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun