Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 13:17 Celine Dion er ein frægasta söngkona heims. EPA Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. „Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion. Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion.
Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira