Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:23 Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. Vísir/Bjarni Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“ Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira