Efast um að skemmtiferðaskip séu góð nýting auðlinda Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2022 10:36 Skemmtiferðaskip á leið til og frá hafnar eru orðin alvanaleg sjón í Reykjavík á sumrin. Næsta sumar stefnir í að verða það langstærsta í komum skipa af þessu tagi. Vísir/Vilhelm Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. Komum skemmtiferðaskipa fjölgaði mikið á árunum áður en kórónuveirufaraldurinn setti ferðaþjónustu í heiminum nánast á ís í tvö ár. Fjöldi farþega slíkra skipa í Faxaflóahöfnum meira en þrefaldaðist frá 2011 til 2019. Nú stefnir í algera sprengingu í komu skemmtiferðaskipa. Miðað við núverandi bókunarstöðu Faxaflóahafna er von á fleiri en 305.000 farþegum í 273 heimsóknum 98 skemmtiferðaskipa næsta sumar. Það væri 54% fjölgun frá metárinu 2019. Í viðtali við ferðamálavefsíðuna Túrista segist Skarphépinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri, hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa sé besta ráðstöfun landsins á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Fulllangt hafi verið gengið í að eftirláta „tiltölulega þröngum hagsmunum“ að ákveða hvernig ferðaþjónustan þróist. „Að hafnarstjórar hringinn í kringum landið geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa um fimmtíu prósent á milli ára, á sama tíma og við vitum að innviðir sem eru til staðar ráða ekki við það. Við erum á villigötum,“ segir Skarphéðinn í viðtalinu. Forgangsraða þurfi hvernig eigi að nota náttúruauðlindir, áfangastaði og kolefnisspor ferðaþjónustunnar. Skarphéðinn segist hafa miklar efasemdir um að skemmtiferðaskipin séu besta ráðstöfunin á því. Aðeins eitt prósent af tekjum ferðaþjónustunnar Bendir Skarphéðinn á að heildartekjur af skemmtiferðaskipum séu um fimm milljarðar króna á ári. Þar af séu hafnargjöld 1,7 milljarðar. Miðað við að hver farþegi eyði fimm þúsund krónum í landi skili þeir 3,3 milljörðum króna. Þetta sé aðeins eitt prósent af heildartekjum ferðaþjónustunnar. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ segir Skarphéðinn við Túrista. Skarphéðinn, sem lætur af embætti um áramótin, segir að ferðaþjónustan hafi almennt vaxið af hratt árin fyrir heimsfaraldurinn. Brugðist hafi verið við því eins vel og hægt var. Vöxturinn sé aftur hraður nú en hann varar við því að fara geyst. „Ef fjöldi ferðamanna fer í þrjár eða fjórar milljónir, eða hvaða mörk sem við erum að tala um, þá þurfum við að gæta þess að vera í bílstjórasætinu. Við eigum ekki að láta utanaðkomandi aðila ráða því hvernig þessi vöxtur verður,“ segir hann. Uppfært 14:46 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að metár í fjölda farþega skemmtiferðaskipa í Faxaflóahöfnum hefði verið árið í ár en það rétta er að það var árið 2019. Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa fjölgaði mikið á árunum áður en kórónuveirufaraldurinn setti ferðaþjónustu í heiminum nánast á ís í tvö ár. Fjöldi farþega slíkra skipa í Faxaflóahöfnum meira en þrefaldaðist frá 2011 til 2019. Nú stefnir í algera sprengingu í komu skemmtiferðaskipa. Miðað við núverandi bókunarstöðu Faxaflóahafna er von á fleiri en 305.000 farþegum í 273 heimsóknum 98 skemmtiferðaskipa næsta sumar. Það væri 54% fjölgun frá metárinu 2019. Í viðtali við ferðamálavefsíðuna Túrista segist Skarphépinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri, hafa miklar efasemdir um að móttaka skemmtiferðaskipa sé besta ráðstöfun landsins á náttúruauðlindum, áfangastöðum og kolefnisspori ferðaþjónustunnar. Fulllangt hafi verið gengið í að eftirláta „tiltölulega þröngum hagsmunum“ að ákveða hvernig ferðaþjónustan þróist. „Að hafnarstjórar hringinn í kringum landið geti ákveðið að fjölga komum skemmtiferðaskipa um fimmtíu prósent á milli ára, á sama tíma og við vitum að innviðir sem eru til staðar ráða ekki við það. Við erum á villigötum,“ segir Skarphéðinn í viðtalinu. Forgangsraða þurfi hvernig eigi að nota náttúruauðlindir, áfangastaði og kolefnisspor ferðaþjónustunnar. Skarphéðinn segist hafa miklar efasemdir um að skemmtiferðaskipin séu besta ráðstöfunin á því. Aðeins eitt prósent af tekjum ferðaþjónustunnar Bendir Skarphéðinn á að heildartekjur af skemmtiferðaskipum séu um fimm milljarðar króna á ári. Þar af séu hafnargjöld 1,7 milljarðar. Miðað við að hver farþegi eyði fimm þúsund krónum í landi skili þeir 3,3 milljörðum króna. Þetta sé aðeins eitt prósent af heildartekjum ferðaþjónustunnar. „Miðað við kolefnissporið af skipunum, átroðninginn og mannmergðina er illa farið með það svigrúm sem við höfum. Við ættum ekki að nota kolefnisspor okkar í þetta,“ segir Skarphéðinn við Túrista. Skarphéðinn, sem lætur af embætti um áramótin, segir að ferðaþjónustan hafi almennt vaxið af hratt árin fyrir heimsfaraldurinn. Brugðist hafi verið við því eins vel og hægt var. Vöxturinn sé aftur hraður nú en hann varar við því að fara geyst. „Ef fjöldi ferðamanna fer í þrjár eða fjórar milljónir, eða hvaða mörk sem við erum að tala um, þá þurfum við að gæta þess að vera í bílstjórasætinu. Við eigum ekki að láta utanaðkomandi aðila ráða því hvernig þessi vöxtur verður,“ segir hann. Uppfært 14:46 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að metár í fjölda farþega skemmtiferðaskipa í Faxaflóahöfnum hefði verið árið í ár en það rétta er að það var árið 2019.
Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. 28. október 2022 10:33