Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi Sumac 12. desember 2022 08:49 Matarmenning Norður Afríku einkennir matseðli veitingastaðarins Sumac. „Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac. „Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
„Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira