Eins og hauslaus hæna í matvörubúð og ekki eldað síðan 2009 Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2022 10:00 Guðfinnur Sigurvinsson segist verri en enginn í eldamennskunni en reynir að bæta það upp með því að leggja á borð og setja í uppþvottavélina. Þegar eiginmaðurinn var í burtu í einn mánuð í haust átti Guðfinnur það til að borða kókosbollur og harðfisk í kvöldmat, en sjálfur hefur hann ekki eldað síðan árið 2009. Vísir/Vilhelm Það mátti litlu muna að Guðfinnur Sigurvinsson létist úr næringaskorti í október síðastliðnum. Því þá var hann einn heima í mánuð og svo lélegur er hann í eldamennskuna að málin stóðu tæpt þegar eiginmaðurinn kom loks heim fjarveru vegna vinnu. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ásamt fleiru. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Suma morgna vakna ég klukkan korter yfir sex til að vera mættur í Sporthúsið í Kópavogi klukkan sjö þar sem þjálfarinn minn Guðjón Helgi Guðjónsson tekur eldhress á móti mér. Það er breytilegt hvenær ég vakna hina morgnana. Stundum eru fundir tengdir pólitíkinni teknar eldsnemma en sjaldnast vakna ég mikið seinna en klukkan átta, jafnvel þótt ég vilji sofa lengur.Mér finnst almennt gott að taka daginn snemma og mæta ferskur og hress þangað sem ég þarf að mæta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst gott að „snúsa“ einu sinni eða tvisvar áður en ég skottast á lappir. Ég elska að laga fyrsta kaffibolla dagsins og drekka hann í morgunkyrrðinni. Ef maðurinn minn, sem er flugþjónn, er í burtu þá finnst mér æðislegt að hlusta á tónlist og kjarna mig aðeins. Um helgar hlusta ég til dæmis á útvarpsþáttinn Á reki með KK á Rás 1 á laugardögum en á sunnudagsmorgnum hlusta ég á útvarpsmessuna. Ég er orðinn ágætis messukrítíker og ég kýs íhaldssemi þar. Kraftmikið orgel og samstilltan kór, gömlu sígildu sálmana. Flippmessur, þar sem presturinn predikar eins og unglingur á gelgjuskeiði og ekkert er til sparað í útþynntu amerísku gospelgauli í klaufalegum íslenskum búningi, eru ekki minn tebolli.“ Á skalanum 1-10: Hversu vel stendur þú þig í eldamennsku heima fyrir? „Ég gef sjálfum mér mínus 10 í eldamennsku, ég er verri en enginn í eldhúsinu en bæti það upp með því að leggja á borð og setja í uppþvottavélina. Ég eldaði síðast haustið 2009. Þá bjuggum við í Düsseldorf og ég eldaði Morgunverð bóndans eða Bauernfrühstück. Þetta er stórmerkilegur kartöfluréttur með eggjum, lauk, steinselju, osti, skinku eða beikoni. Öllu grautað saman í eitt mix. Ég var í þýskuskóla og uppskriftin var í kennslubók og hluti af þýskunáminu var að fara í búð og kaupa það sem þurfti í réttinn. Spyrja afgreiðslufólkið hvar allt væri, þannig að ég eldaði þetta í rauninni ekki af fúsum og frjálsum vilja. Rétturinn heppnaðist mjög vel og ég hef nefnt þetta oft og margsinnis síðan þegar ég þarf að taka upp hanskann fyrir sjálfan mig og verjast óvæginni gagnrýni í þessu sambandi. Mér leiðist líka óskaplega að fara í matvörubúð. Oftast hitti ég einhvern sem ég þekki í grænmetinu eða við mjólkurkælinn og fer á spjall. Þá missi ég alla yfirsýn og þarf því oftast að hafa skrifaðan lista meðferðis til að innkaupin fari ekki í skrúfuna. Þegar Símon eiginmaður minn fór vegna vinnu sinnar í mánaðarlanga heimsferð nú í október þá fór ég til dæmis einn daginn eftir skóla að kaupa mér í matinn. Ég æddi um búðina eins og hauslaus hæna og þegar ég kom heim sá ég að ég hafði keypt mér kókosbollur og harðfisk í kvöldmatinn. Ég hefði dáið úr næringarskorti hefði þessi ferð staðið viku lengur.“ Guðfinnur starfar sem rakari á rakarastofunni Herramenn og lýkur námi í Hárakademíunni næsta sumar. Hann segir klippiævintýrið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur gert en Guðfinnur er einnig stjórnsýslu- og stjórnmálafræðingur að mennt, er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ, situr í stjórn Sorpu, er ráðgjafi í starfshópi dómsmálaráðherra og í ársleyfi frá Alþingi sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ég er sem stendur hársnyrtinemi í Hárakademíunni og lýk því námi næsta sumar. Með námi vinn ég sem rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Eftir hársnyrtinámið ætla ég í sveinspróf. Þetta klippiævintýri er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Síðasta vetur vann ég á Alþingi sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og er í ársleyfi frá því starfi meðan ég lýk hársnyrtináminu. Mér finnst það spennandi kostur að hafa möguleika á samsettum störfum í framtíðinni en ég er stjórnsýslu- og stjórnmálafræðingur að mennt. Lauk MPA-gráðu frá Háskóla Íslands 2018. Svo er ég bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ og fyrsti varaforseti bæjarstjórnar. Ég er formaður menningar- og safnanefndar og sit í stjórn SORPU tengt þessum störfum. Þannig að annir eru miklar. Auk þessa alls er ég líka ráðgjafi ráðherra og verkefnastjóri í starfshópi dómsmálaráðherra um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Af því að verkefnin sem ég sinni eru svo ólík þá verða þau fyrir vikið mjög gefandi og ég þreytist ekki á þeim. Í grunninn snúast þau öll þó um að þjónusta fólk og að efla það í eigin lífi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég held dagbók um fundina mína og passa að mæta þangað sem ég þarf að mæta. Ég þarf að skipuleggja tímann minn vel og að sóa honum ekki. Ég forgangsraða verkefnum mínum og þegar það verða árekstrar þá leysi ég það strax með samtali við þau sem í hlut eiga frekar en að slá því á frest fram á síðustu stundu eða mæta bara ekki. Maður verður nefnilega líka að bera virðingu fyrir tíma og framlagi annarra. Og heilt yfir þá geri ég mitt besta til að standa undir því trausti sem mér er falið í mínum verkefnum en ég er enginn ofurkarl frekar en að til sé eitthvað sem heitir ofurkona. Þrátt fyrir miklar annir verður maður að vera meðvitaður, ætla sér ekki um of og passa sig á fullkomnunaráráttunni. Ef verkefnin verða of mörg og íþyngjandi þá verður maður einfaldlega að fækka þeim í viðráðanlegan fjölda. Getu okkar eru takmörk sett. Það mun aldrei neinn fara á forsíðu Time fyrir að vera manneskjan sem í eigin mætti bjargaði öllum heiminum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer upp í rúm um tíuleytið en svo er það misjafnt hversu fljótt ég festi svefn en ég er kominn á þann góða stað á lífsbrautinni að sofna þakklátur fyrir liðinn dag og með tilhlökkun fyrir þeim næsta. Þannig sef ég best.“ Kaffispjallið Garðabær Tengdar fréttir Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. 3. desember 2022 10:01 Fréttasjúklingur sem hefur borðað hundahamborgara, hestaheila, lifandi orma og drukkið snákablóð Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og fyrrverandi forseti Heimssamtaka Matreiðslumanna, Klúbbs matreiðslumanna og Kokkablúbbs Norðurlanda, segist í dag fyrst og fremst vera ævintýramaður. Og húsmóðir í Frakklandi. Sem þó er að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í Indlandi. 26. nóvember 2022 10:00 „Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00 Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Suma morgna vakna ég klukkan korter yfir sex til að vera mættur í Sporthúsið í Kópavogi klukkan sjö þar sem þjálfarinn minn Guðjón Helgi Guðjónsson tekur eldhress á móti mér. Það er breytilegt hvenær ég vakna hina morgnana. Stundum eru fundir tengdir pólitíkinni teknar eldsnemma en sjaldnast vakna ég mikið seinna en klukkan átta, jafnvel þótt ég vilji sofa lengur.Mér finnst almennt gott að taka daginn snemma og mæta ferskur og hress þangað sem ég þarf að mæta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst gott að „snúsa“ einu sinni eða tvisvar áður en ég skottast á lappir. Ég elska að laga fyrsta kaffibolla dagsins og drekka hann í morgunkyrrðinni. Ef maðurinn minn, sem er flugþjónn, er í burtu þá finnst mér æðislegt að hlusta á tónlist og kjarna mig aðeins. Um helgar hlusta ég til dæmis á útvarpsþáttinn Á reki með KK á Rás 1 á laugardögum en á sunnudagsmorgnum hlusta ég á útvarpsmessuna. Ég er orðinn ágætis messukrítíker og ég kýs íhaldssemi þar. Kraftmikið orgel og samstilltan kór, gömlu sígildu sálmana. Flippmessur, þar sem presturinn predikar eins og unglingur á gelgjuskeiði og ekkert er til sparað í útþynntu amerísku gospelgauli í klaufalegum íslenskum búningi, eru ekki minn tebolli.“ Á skalanum 1-10: Hversu vel stendur þú þig í eldamennsku heima fyrir? „Ég gef sjálfum mér mínus 10 í eldamennsku, ég er verri en enginn í eldhúsinu en bæti það upp með því að leggja á borð og setja í uppþvottavélina. Ég eldaði síðast haustið 2009. Þá bjuggum við í Düsseldorf og ég eldaði Morgunverð bóndans eða Bauernfrühstück. Þetta er stórmerkilegur kartöfluréttur með eggjum, lauk, steinselju, osti, skinku eða beikoni. Öllu grautað saman í eitt mix. Ég var í þýskuskóla og uppskriftin var í kennslubók og hluti af þýskunáminu var að fara í búð og kaupa það sem þurfti í réttinn. Spyrja afgreiðslufólkið hvar allt væri, þannig að ég eldaði þetta í rauninni ekki af fúsum og frjálsum vilja. Rétturinn heppnaðist mjög vel og ég hef nefnt þetta oft og margsinnis síðan þegar ég þarf að taka upp hanskann fyrir sjálfan mig og verjast óvæginni gagnrýni í þessu sambandi. Mér leiðist líka óskaplega að fara í matvörubúð. Oftast hitti ég einhvern sem ég þekki í grænmetinu eða við mjólkurkælinn og fer á spjall. Þá missi ég alla yfirsýn og þarf því oftast að hafa skrifaðan lista meðferðis til að innkaupin fari ekki í skrúfuna. Þegar Símon eiginmaður minn fór vegna vinnu sinnar í mánaðarlanga heimsferð nú í október þá fór ég til dæmis einn daginn eftir skóla að kaupa mér í matinn. Ég æddi um búðina eins og hauslaus hæna og þegar ég kom heim sá ég að ég hafði keypt mér kókosbollur og harðfisk í kvöldmatinn. Ég hefði dáið úr næringarskorti hefði þessi ferð staðið viku lengur.“ Guðfinnur starfar sem rakari á rakarastofunni Herramenn og lýkur námi í Hárakademíunni næsta sumar. Hann segir klippiævintýrið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur gert en Guðfinnur er einnig stjórnsýslu- og stjórnmálafræðingur að mennt, er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ, situr í stjórn Sorpu, er ráðgjafi í starfshópi dómsmálaráðherra og í ársleyfi frá Alþingi sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ég er sem stendur hársnyrtinemi í Hárakademíunni og lýk því námi næsta sumar. Með námi vinn ég sem rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Eftir hársnyrtinámið ætla ég í sveinspróf. Þetta klippiævintýri er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Síðasta vetur vann ég á Alþingi sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og er í ársleyfi frá því starfi meðan ég lýk hársnyrtináminu. Mér finnst það spennandi kostur að hafa möguleika á samsettum störfum í framtíðinni en ég er stjórnsýslu- og stjórnmálafræðingur að mennt. Lauk MPA-gráðu frá Háskóla Íslands 2018. Svo er ég bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ og fyrsti varaforseti bæjarstjórnar. Ég er formaður menningar- og safnanefndar og sit í stjórn SORPU tengt þessum störfum. Þannig að annir eru miklar. Auk þessa alls er ég líka ráðgjafi ráðherra og verkefnastjóri í starfshópi dómsmálaráðherra um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Af því að verkefnin sem ég sinni eru svo ólík þá verða þau fyrir vikið mjög gefandi og ég þreytist ekki á þeim. Í grunninn snúast þau öll þó um að þjónusta fólk og að efla það í eigin lífi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég held dagbók um fundina mína og passa að mæta þangað sem ég þarf að mæta. Ég þarf að skipuleggja tímann minn vel og að sóa honum ekki. Ég forgangsraða verkefnum mínum og þegar það verða árekstrar þá leysi ég það strax með samtali við þau sem í hlut eiga frekar en að slá því á frest fram á síðustu stundu eða mæta bara ekki. Maður verður nefnilega líka að bera virðingu fyrir tíma og framlagi annarra. Og heilt yfir þá geri ég mitt besta til að standa undir því trausti sem mér er falið í mínum verkefnum en ég er enginn ofurkarl frekar en að til sé eitthvað sem heitir ofurkona. Þrátt fyrir miklar annir verður maður að vera meðvitaður, ætla sér ekki um of og passa sig á fullkomnunaráráttunni. Ef verkefnin verða of mörg og íþyngjandi þá verður maður einfaldlega að fækka þeim í viðráðanlegan fjölda. Getu okkar eru takmörk sett. Það mun aldrei neinn fara á forsíðu Time fyrir að vera manneskjan sem í eigin mætti bjargaði öllum heiminum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer upp í rúm um tíuleytið en svo er það misjafnt hversu fljótt ég festi svefn en ég er kominn á þann góða stað á lífsbrautinni að sofna þakklátur fyrir liðinn dag og með tilhlökkun fyrir þeim næsta. Þannig sef ég best.“
Kaffispjallið Garðabær Tengdar fréttir Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. 3. desember 2022 10:01 Fréttasjúklingur sem hefur borðað hundahamborgara, hestaheila, lifandi orma og drukkið snákablóð Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og fyrrverandi forseti Heimssamtaka Matreiðslumanna, Klúbbs matreiðslumanna og Kokkablúbbs Norðurlanda, segist í dag fyrst og fremst vera ævintýramaður. Og húsmóðir í Frakklandi. Sem þó er að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í Indlandi. 26. nóvember 2022 10:00 „Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00 Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. 3. desember 2022 10:01
Fréttasjúklingur sem hefur borðað hundahamborgara, hestaheila, lifandi orma og drukkið snákablóð Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og fyrrverandi forseti Heimssamtaka Matreiðslumanna, Klúbbs matreiðslumanna og Kokkablúbbs Norðurlanda, segist í dag fyrst og fremst vera ævintýramaður. Og húsmóðir í Frakklandi. Sem þó er að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í Indlandi. 26. nóvember 2022 10:00
„Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00
Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01