„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 11. desember 2022 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið. „Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum. UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum.
UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41