Ein besta knattspyrnukona Svía setur skóna upp á hillu og gerist lögreglukona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 17:00 Nilla Fischer var lengi fyrirliði sænska landsliðsins og hér heilsar hún Katrínu Jónsdóttur, þáverandi fyrirliða Íslands, fyrir leik þjóðanna. Getty/Vasco Celio Sænska knattspyrnukonan Nilla Fischer hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum en hún segir að skrokkurinn sinn þoli ekki meira. Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira