Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2022 07:01 Álverin á Íslandi þurfa að greiða hærra verð fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum á næstu árum. Iðnaðurinn óttast að væntanlegarr reglur Evrópusambandsins sem eigi að jafna samkeppnisstöðu evrópskra framleiðenda gagnvart erlendum keppinautum geti haft þveröfug áhrif. Vísir/Vilhelm Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum. Evrópuþingið og leiðtogaráð Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um svonefnt kolefnislandamærajöfnunarkerfi (CBAM). Það gerði innflytjendum á ákveðnum vörum til Evrópu, þar á meðal áli, að greiða mismuninn á kolefnisgjaldi í framleiðslulandinu annars vegar og því gjaldi sem evrópskir framleiðendur greiða innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þrátt fyrir að markmið regluverksins sé að hvetja ríki utan Evrópu til þess að herða sig í loftslagsmálum og fyrirbyggja að framleiðsla færist frá Evrópu til ríkja sem gera minni kröfur í þeim efnum eru álfyrirtæki uggandi um nýja kerfið. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi (Samál), segir erfitt að ná utan um hversu mikil losun hlýst af álframleiðslu utan Evrópu og að hafa eftirlit með því. Samhliða innleiðingu CBAM-kerfisins ætlar Evrópusambandið að fasa út ókeypis losunarheimildir sem álfyrirtæki og önnur stóriðja hefur fengið. Fyrirtækin muni þá þurfa að greiða margfalt meira fyrir sína losun, þar á meðal íslensk álver. „Þá varðar auðvitað miklu að kerfið virki, það er að segja að raunverulega sé greitt fyrir losun vegna framleiðslu áls sem flutt er til Evrópu. Flækjustigið er það mikið að efasemdir eru um að það takist og það myndi dýpka vanda áliðnaðar í Evrópu,“ segir Pétur við Vísi. Hverfandi gjöld utan Evrópu Kolefnisspor evrópskra álvera er þegar það lægsta í heimi og það er hvergi lægra en á Íslandi, jafnvel þótt horft sé fram hjá orkunotkun þeirra, að sögn Péturs. Á sama tíma hafi Evrópusambandið hlaðið meiri kostnaði á iðnaðinn en tíðkist í öðrum heimsálfum með ýmsum grænum sköttum, bæði á framleiðendurna sjálfa og orkufyrirtæki. Verðið á losunarheimildum hafi þannig farið úr fimm evrum á hvert kíló af koltvísýringi árið 2017 í áttatíu evrur á þessu ári. Kostnaðurinn við losun eykst enn frekar þegar hætt verður að úthluta ókeypis losunarheimildum. Framleiðendur utan Evrópu greiða hins vegar hverfandi gjöld fyrir sína losun, að sögn Péturs. „Það er auðvitað alvarlegt ef kerfi er tekið upp sem í raun skekkir enn frekar samkeppnisstöðu áliðnaðar í Evrópu gagnvart áliðnaði utan Evrópu. Það er yrði niðurstaðan ef það hleður frekari kostnaði á framleiðslu áls í Evrópu en virkar ekki gagnvart áliðnaði utan Evrópu,“ segir Pétur. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.Vísir/Vilhelm Gæti dýpkað loftslagsvandann Þá óttast evrópskir álframleiðendur að breytingarnar á viðskiptakerfinu með losunarheimildir og nýja kolefnisgjaldið á innflutt ál leiði til þess að álverð hækki í Evrópu. Fyrirtæki sem framleiða vörur úr áli eins og bíla þurfi að kaupa málminn dýrari dómum en keppinautar í öðrum heimshlutum. Þannig verði grafið undan samkeppnisstöðu þeirra. „Þá skapast hætta á að framleiðslan flytjist út fyrir Evrópu, þar sem kostnaður er lægri. Það væri þungt högg fyrir evrópskan iðnað og gæti haft áhrif á íslenskan áliðnað,“ segir Pétur og bendir á að nær allt ál sem sé framleitt á Íslandi sé selt til Evrópu þar sem það er notað í bíla, orkumannvirki og fleira. Í grundvallaratriðum sé iðnaðurinn fylgjandi losunarkerfi sem nái til áliðnaðarins í heild. Kerfi Evrópusambandins sé ætlað að vera hvati til að flýta fyrir orkuskiptum í iðnaði. Ef kostnaðurinn við kolefnisfrekan iðnað aukist hins vegar aðeins í einum heimshluta sé hætta á að framleiðslan færist þangað þar sem kolefnissporið er stærra. Álframleiðsla í Evrópu hafi þegar dregist verulega saman á undanförnum árum. „Ef kostnaður við losun leggst þyngst á iðnað í Evrópu, þá skapast hætta á framleiðslan flytjist annað. Þá myndu slíkar loftslagsaðgerðir einungis dýpka loftslagsvandann. Um leið væri kerfi losunarheimilda að ganga gegn upprunalegum markmiðum sínum. Það blasir við að það er skammgóður vermir að ná staðbundnum árangri ef vandinn dýpkar heimsvísu. Verkefnið er að ná tökum á loftslagsvandanum hnattrænt,“ segir Pétur. Stóriðja Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópuþingið og leiðtogaráð Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um svonefnt kolefnislandamærajöfnunarkerfi (CBAM). Það gerði innflytjendum á ákveðnum vörum til Evrópu, þar á meðal áli, að greiða mismuninn á kolefnisgjaldi í framleiðslulandinu annars vegar og því gjaldi sem evrópskir framleiðendur greiða innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þrátt fyrir að markmið regluverksins sé að hvetja ríki utan Evrópu til þess að herða sig í loftslagsmálum og fyrirbyggja að framleiðsla færist frá Evrópu til ríkja sem gera minni kröfur í þeim efnum eru álfyrirtæki uggandi um nýja kerfið. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi (Samál), segir erfitt að ná utan um hversu mikil losun hlýst af álframleiðslu utan Evrópu og að hafa eftirlit með því. Samhliða innleiðingu CBAM-kerfisins ætlar Evrópusambandið að fasa út ókeypis losunarheimildir sem álfyrirtæki og önnur stóriðja hefur fengið. Fyrirtækin muni þá þurfa að greiða margfalt meira fyrir sína losun, þar á meðal íslensk álver. „Þá varðar auðvitað miklu að kerfið virki, það er að segja að raunverulega sé greitt fyrir losun vegna framleiðslu áls sem flutt er til Evrópu. Flækjustigið er það mikið að efasemdir eru um að það takist og það myndi dýpka vanda áliðnaðar í Evrópu,“ segir Pétur við Vísi. Hverfandi gjöld utan Evrópu Kolefnisspor evrópskra álvera er þegar það lægsta í heimi og það er hvergi lægra en á Íslandi, jafnvel þótt horft sé fram hjá orkunotkun þeirra, að sögn Péturs. Á sama tíma hafi Evrópusambandið hlaðið meiri kostnaði á iðnaðinn en tíðkist í öðrum heimsálfum með ýmsum grænum sköttum, bæði á framleiðendurna sjálfa og orkufyrirtæki. Verðið á losunarheimildum hafi þannig farið úr fimm evrum á hvert kíló af koltvísýringi árið 2017 í áttatíu evrur á þessu ári. Kostnaðurinn við losun eykst enn frekar þegar hætt verður að úthluta ókeypis losunarheimildum. Framleiðendur utan Evrópu greiða hins vegar hverfandi gjöld fyrir sína losun, að sögn Péturs. „Það er auðvitað alvarlegt ef kerfi er tekið upp sem í raun skekkir enn frekar samkeppnisstöðu áliðnaðar í Evrópu gagnvart áliðnaði utan Evrópu. Það er yrði niðurstaðan ef það hleður frekari kostnaði á framleiðslu áls í Evrópu en virkar ekki gagnvart áliðnaði utan Evrópu,“ segir Pétur. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.Vísir/Vilhelm Gæti dýpkað loftslagsvandann Þá óttast evrópskir álframleiðendur að breytingarnar á viðskiptakerfinu með losunarheimildir og nýja kolefnisgjaldið á innflutt ál leiði til þess að álverð hækki í Evrópu. Fyrirtæki sem framleiða vörur úr áli eins og bíla þurfi að kaupa málminn dýrari dómum en keppinautar í öðrum heimshlutum. Þannig verði grafið undan samkeppnisstöðu þeirra. „Þá skapast hætta á að framleiðslan flytjist út fyrir Evrópu, þar sem kostnaður er lægri. Það væri þungt högg fyrir evrópskan iðnað og gæti haft áhrif á íslenskan áliðnað,“ segir Pétur og bendir á að nær allt ál sem sé framleitt á Íslandi sé selt til Evrópu þar sem það er notað í bíla, orkumannvirki og fleira. Í grundvallaratriðum sé iðnaðurinn fylgjandi losunarkerfi sem nái til áliðnaðarins í heild. Kerfi Evrópusambandins sé ætlað að vera hvati til að flýta fyrir orkuskiptum í iðnaði. Ef kostnaðurinn við kolefnisfrekan iðnað aukist hins vegar aðeins í einum heimshluta sé hætta á að framleiðslan færist þangað þar sem kolefnissporið er stærra. Álframleiðsla í Evrópu hafi þegar dregist verulega saman á undanförnum árum. „Ef kostnaður við losun leggst þyngst á iðnað í Evrópu, þá skapast hætta á framleiðslan flytjist annað. Þá myndu slíkar loftslagsaðgerðir einungis dýpka loftslagsvandann. Um leið væri kerfi losunarheimilda að ganga gegn upprunalegum markmiðum sínum. Það blasir við að það er skammgóður vermir að ná staðbundnum árangri ef vandinn dýpkar heimsvísu. Verkefnið er að ná tökum á loftslagsvandanum hnattrænt,“ segir Pétur.
Stóriðja Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira