Okkur er ekki sama – saman gegn ofbeldi Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:01 Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun