Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2022 11:08 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Stöð Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. Mikil umræða skapaðist um málið í gær en um er að ræða breytingatillögu við fjárlög næsta árs sem lögð var fram í síðustu viku. Framkvæmdastjóri miðilsins N4 hafði nokkrum dögum fyrr sent erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljóna króna styrk. Tillagan var meðal annars gagnrýnd harðlega af formanni Blaðamannafélagsins og af þingmönnum Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar á Alþingi í gær. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum ekki hætt við þetta framlag, það stendur alveg fyrir sínu og fer inn í þennan pott eins og til stóð, það hefur ekkert breyst,“ sagði Bjarkey aðspurð um hvort hætt hafi verið við breytinguna. Styrkurinn hefur verið settur í samhengi við hinn tæplega 400 milljón króna styrk sem fjölmiðlar um allt landið skipta á milli sín. Hingað til hafa aðeins N4 og Víkurfréttir verið nefnd fyrir hinn nýja styrk og verði svo er ljóst að þau munu jafnvel fá hærri styrk en stærstu fjölmiðlar landsins. Rætt var við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um málið í kvöldfréttum í gær. Hún sakaði meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils og að hafa tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Sjálf vildi Bjarkey ekki meina að um klúður hafi verið að ræða, þó þau hafi þurft að breyta áliti sínu vegna mikillar umræðu sem skapaðist. „Ég held að við hefðum getað verið skýrari þegar við vorum að orða þetta í nefndarálitinu en ég vil ekki meina að þetta sé klúður. Hugmyndin er að styðja við landsbyggðarfjölmiðla, ekki síst sem að framleiða eigin efni,“ sagði hún. Þingmaður með fjölskyldutengsl hafi ekki verið með í umræðunni Í gær var síðan greint frá því að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í meirihluta fjárlaganefndar, sé mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey sagðist sjálf hafa komist að tengslunum þegar hann var fjarverandi á fundi nefndarinnar þar sem málið var tekið til umræðu. „Ég spurði bara félaga hvar hann væri og þá kom í ljós að það væru þarna tengsl og hann hyggðist ekki koma að því þar sem þetta væri til umræðu,“ sagði Bjarkey. Hann var þó viðstaddur þegar skrifað var undir nefndarálitið en Bjarkey segir það ekki óeðlilegt. „Að sjálfsögðu skrifar hann undir nefndarálit í heild sinni, það er ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef hann skrifaði ekki undir. Þetta snýr að hæfi manna,“ sagði Bjarkey og vísaði til þess að þingmenn væru í raun ekki vanhæfir nema þeir séu að afgreiða peninga til sjálfs síns. Það hefði þó líklega verið heppilegra ef nefndinni hefði vitað af tengslunum. Ráðherra endurskoði úthlutunarreglur Nefndin hefur nú sömuleiðis beint því til menningar- og viðskiparáðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni. „Eftir alla umræðuna sem að átti sér stað bæði í gær og í fyrradag, þá fannst okkur ástæða til þess að árétta það að það sem við vorum að hugsa í meirihluta fjárlaganefndar var að við viljum auka stuðning við fjölmiðla á landsbyggðinni. Við teljum ástæðu til þess, og ekki síst framleiðslu þátta og sjónvarpsefnis og annað slíkt,“ sagði Bjarkey. „Við beinum því þar með til ráðherra að endurskoða úthlutunarreglurnar með þetta í huga,“ sagði hún enn fremur og bendir á að mögulega væri heppilegast ef Byggðarstofnun og Fjölmiðlanefnd myndu vinna greiningu á stöðu fjölmiðla í dreifbýli og koma með tillögur um hvað betur mætti fara. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. 14. desember 2022 19:17 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um málið í gær en um er að ræða breytingatillögu við fjárlög næsta árs sem lögð var fram í síðustu viku. Framkvæmdastjóri miðilsins N4 hafði nokkrum dögum fyrr sent erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljóna króna styrk. Tillagan var meðal annars gagnrýnd harðlega af formanni Blaðamannafélagsins og af þingmönnum Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar á Alþingi í gær. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum ekki hætt við þetta framlag, það stendur alveg fyrir sínu og fer inn í þennan pott eins og til stóð, það hefur ekkert breyst,“ sagði Bjarkey aðspurð um hvort hætt hafi verið við breytinguna. Styrkurinn hefur verið settur í samhengi við hinn tæplega 400 milljón króna styrk sem fjölmiðlar um allt landið skipta á milli sín. Hingað til hafa aðeins N4 og Víkurfréttir verið nefnd fyrir hinn nýja styrk og verði svo er ljóst að þau munu jafnvel fá hærri styrk en stærstu fjölmiðlar landsins. Rætt var við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um málið í kvöldfréttum í gær. Hún sakaði meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils og að hafa tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Sjálf vildi Bjarkey ekki meina að um klúður hafi verið að ræða, þó þau hafi þurft að breyta áliti sínu vegna mikillar umræðu sem skapaðist. „Ég held að við hefðum getað verið skýrari þegar við vorum að orða þetta í nefndarálitinu en ég vil ekki meina að þetta sé klúður. Hugmyndin er að styðja við landsbyggðarfjölmiðla, ekki síst sem að framleiða eigin efni,“ sagði hún. Þingmaður með fjölskyldutengsl hafi ekki verið með í umræðunni Í gær var síðan greint frá því að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í meirihluta fjárlaganefndar, sé mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey sagðist sjálf hafa komist að tengslunum þegar hann var fjarverandi á fundi nefndarinnar þar sem málið var tekið til umræðu. „Ég spurði bara félaga hvar hann væri og þá kom í ljós að það væru þarna tengsl og hann hyggðist ekki koma að því þar sem þetta væri til umræðu,“ sagði Bjarkey. Hann var þó viðstaddur þegar skrifað var undir nefndarálitið en Bjarkey segir það ekki óeðlilegt. „Að sjálfsögðu skrifar hann undir nefndarálit í heild sinni, það er ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef hann skrifaði ekki undir. Þetta snýr að hæfi manna,“ sagði Bjarkey og vísaði til þess að þingmenn væru í raun ekki vanhæfir nema þeir séu að afgreiða peninga til sjálfs síns. Það hefði þó líklega verið heppilegra ef nefndinni hefði vitað af tengslunum. Ráðherra endurskoði úthlutunarreglur Nefndin hefur nú sömuleiðis beint því til menningar- og viðskiparáðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni. „Eftir alla umræðuna sem að átti sér stað bæði í gær og í fyrradag, þá fannst okkur ástæða til þess að árétta það að það sem við vorum að hugsa í meirihluta fjárlaganefndar var að við viljum auka stuðning við fjölmiðla á landsbyggðinni. Við teljum ástæðu til þess, og ekki síst framleiðslu þátta og sjónvarpsefnis og annað slíkt,“ sagði Bjarkey. „Við beinum því þar með til ráðherra að endurskoða úthlutunarreglurnar með þetta í huga,“ sagði hún enn fremur og bendir á að mögulega væri heppilegast ef Byggðarstofnun og Fjölmiðlanefnd myndu vinna greiningu á stöðu fjölmiðla í dreifbýli og koma með tillögur um hvað betur mætti fara.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. 14. desember 2022 19:17 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. 14. desember 2022 19:17
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48