Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 07:51 Flugvél Hawaiin Airlines, af samskonar gerð og þeirri sem lenti í hinni miklu ókyrrð. Fabrizio Gandolfo/SOPA Images/LighRocket via Getty Images) Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega. Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira