Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2022 12:17 Gunnar Axel Axelsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Voga. Aðsent Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Skipulagsnefnd Voga frestaði nú í desember afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi fram í janúar 2023. Framganga Voga sé ólíðandi „Fyrri afgreiðsla Sveitarfélagsins Voga um höfnun á framkvæmdaleyfi var dæmd ólögleg af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í október 2021. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert gerst í málinu og biðin eftir auknu raforkuöryggi á Suðurnesjum lengist því enn frekar og svæðið býr áfram við ófullnægjandi afhendingaröryggi rafmagns og takmarkanir á atvinnuþróun,“ segir á vef Landsnets. „Suðurnesjalína 2 í lofti er í skipulagsáætlunum Voga og hefur sveitarfélagið samið við Landsnet um bætur vegna línunnar þar sem hún fer yfir land í eigu sveitarfélagsins og tekið við greiðslu. Einnig er búið að semja við og greiða bætur til mikils meirihluta landeigenda á línuleiðinni.“ Tafirnar á framkvæmdinni veki upp spurningar um rétt hinna sveitarfélaganna sem nú þegar hafa samþykkt framkvæmdina. Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri Þróunar- og tæknisviðs hjá Landsneti segir þetta ólíðandi, aðföng hafi hækkað og kostnaður við undirbúning hleypur á hundruðum milljóna króna. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Um fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet hefur fengið um orkuafhendingu síðastliðin ár hafa verið vegna nýrra atvinnutækifæra á Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað þar sem aðgengi að orku er takmarkað á svæðinu. Þetta ástand leiðir til tapaðra tækifæra fyrir sveitarfélögin til að þróa og byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf. Við höfum áður bent á hversu mikil verðmæti tapast. Í skýrslu Frontier Economics frá því í vor var sýnt fram á að samfélagslegt tap vegna tapaðra tækifæra hleypur mjög fljótlega á milljörðum. Í greiningunni kom líka fram að virði eins nýsköpunarfyrirtækis á Suðurnesjum gæti verið á bilinu 4-5 milljarðar króna. Þá er ótalinn kostnaður okkar hjá Landsneti við undirbúning sem hleypur á hundruðum milljóna króna“ segir Sverrir Jan. Grafi undan faglegri stjórnsýslu Óhætt er að segja að þessi tilkynning á vef Landsnets og orð Sverris Jans hafi hleypt illu blóði í Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum. „Fyrir það fyrsta er auðvitað fráleitt að þurfa að sitja undir því að fyrirtæki í almannaeigu skuli halda úti heilli herdeild af almannatengslafólki sem virðist hafa það meginhlutverk að grafa undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu sveitarfélaga í landinu. Stjórnendur Landsnets vita fullvel að umrædd beiðni er í eðlilegum farvegi þar sem unnið er að því að tryggja vandaða og lögmæta málsmeðferð og ákvarðanatöku,“ segir Gunnar Axel. Skipulagsnefnd sé einfaldlega að sinna hlutverki sínu, sannreyna upplýsingar og tryggja vandaða ákvarðanatöku. „Það tel ég nú bara til vitnis um að það sé vilji til að vanda til verka og málshraðinn í samræmi við efni máls, umfang þess og mikilvægi. Miðað við stöðu málsins þá reikna ég með að nefndin og í kjölfarið bæjarstjórn ljúki við afreiðslu þess fljótlega á nýju ári.“ Engum sé gerði greiður með því að kasta til höndunum í málinu sem komi svo til með að stranda á seini stigum. „Ef aðilar ættu að hafa lært eitthvað af reynslunni í þessu máli þá er það einmitt það að ákvarðanir verða að standast fyrirsjáanlega skoðun.“ Landsnet hafi sjálft klúðrað málunum Hann rifjar upp að allar sveitarstjórnir sem komi að málinu hafi árið 2015 veitt Landsneti framkvæmdaleyfi. Þar með talið Vogar. „Fyrirtækið var hinsvegar rekið til baka með málið með dómi hæstaréttar árið 2017 þar sem dómstólar bæði í héraði og hæstarétti komust að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki sinnt skyldum sínum og undirbúið málið með þeim hætti sem lög kveða á um. Í stuttu máli komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að Landsneti væri ekki heimilt að leggja eingöngu mat á þá kosti sem fyrirtækinu hugnuðust best, þ.e. lagningu nýrrar línu samsíða þeirri eldri en taka ekki aðra augljósa kosti til sambærilegrar skoðunar.“ Þá hafi aðrar leyfisveitingar tengdar þessu sama máli ítrekað verið úrskurðaðar ólögmætar, sbr. leyfisveitingar annarra sveitarfélaga sem eiga beina aðild að málinu. „Að ætla að skrifa langvarandi tafir á lagningu nýrrar Suðurnesjalínu á Sveitarfélagið Voga er því hvorki sanngjarnt né í samræmi við staðreyndir málsins. Ef Landsnet hefði staðið rétt að málum vær ólíklegt að við værum yfirhöfuð að ræða þetta mál í dag enda líklegt að framkvæmdinni væri þá löngu lokið.“ Hann leyfir sér að efast um að fullyrðingar um meint milljarða tap standist skoðun óháðra aðila. Þá setur hann spurningamerki við að Landsnet beiti sér með þessum hætti og skattgreiðendur séu látnir borga „fyrir það áróðursstríð sem fyrirtækið er stöðugt í gagnvart lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum hér á landi“. Þá telur hann ekki lengur standast skoðun að lagning jarðstrengs sé margfaldur á við að leggja háspennulínur. Raunar telur hann að kostnaðarauki vegna lagningu Suðurnesjalínu 2 í jörð frekar en með loflínu sé metinn óverulegur í dag. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. 5. október 2021 20:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Skipulagsnefnd Voga frestaði nú í desember afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi fram í janúar 2023. Framganga Voga sé ólíðandi „Fyrri afgreiðsla Sveitarfélagsins Voga um höfnun á framkvæmdaleyfi var dæmd ólögleg af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í október 2021. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert gerst í málinu og biðin eftir auknu raforkuöryggi á Suðurnesjum lengist því enn frekar og svæðið býr áfram við ófullnægjandi afhendingaröryggi rafmagns og takmarkanir á atvinnuþróun,“ segir á vef Landsnets. „Suðurnesjalína 2 í lofti er í skipulagsáætlunum Voga og hefur sveitarfélagið samið við Landsnet um bætur vegna línunnar þar sem hún fer yfir land í eigu sveitarfélagsins og tekið við greiðslu. Einnig er búið að semja við og greiða bætur til mikils meirihluta landeigenda á línuleiðinni.“ Tafirnar á framkvæmdinni veki upp spurningar um rétt hinna sveitarfélaganna sem nú þegar hafa samþykkt framkvæmdina. Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri Þróunar- og tæknisviðs hjá Landsneti segir þetta ólíðandi, aðföng hafi hækkað og kostnaður við undirbúning hleypur á hundruðum milljóna króna. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Um fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet hefur fengið um orkuafhendingu síðastliðin ár hafa verið vegna nýrra atvinnutækifæra á Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað þar sem aðgengi að orku er takmarkað á svæðinu. Þetta ástand leiðir til tapaðra tækifæra fyrir sveitarfélögin til að þróa og byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf. Við höfum áður bent á hversu mikil verðmæti tapast. Í skýrslu Frontier Economics frá því í vor var sýnt fram á að samfélagslegt tap vegna tapaðra tækifæra hleypur mjög fljótlega á milljörðum. Í greiningunni kom líka fram að virði eins nýsköpunarfyrirtækis á Suðurnesjum gæti verið á bilinu 4-5 milljarðar króna. Þá er ótalinn kostnaður okkar hjá Landsneti við undirbúning sem hleypur á hundruðum milljóna króna“ segir Sverrir Jan. Grafi undan faglegri stjórnsýslu Óhætt er að segja að þessi tilkynning á vef Landsnets og orð Sverris Jans hafi hleypt illu blóði í Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum. „Fyrir það fyrsta er auðvitað fráleitt að þurfa að sitja undir því að fyrirtæki í almannaeigu skuli halda úti heilli herdeild af almannatengslafólki sem virðist hafa það meginhlutverk að grafa undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu sveitarfélaga í landinu. Stjórnendur Landsnets vita fullvel að umrædd beiðni er í eðlilegum farvegi þar sem unnið er að því að tryggja vandaða og lögmæta málsmeðferð og ákvarðanatöku,“ segir Gunnar Axel. Skipulagsnefnd sé einfaldlega að sinna hlutverki sínu, sannreyna upplýsingar og tryggja vandaða ákvarðanatöku. „Það tel ég nú bara til vitnis um að það sé vilji til að vanda til verka og málshraðinn í samræmi við efni máls, umfang þess og mikilvægi. Miðað við stöðu málsins þá reikna ég með að nefndin og í kjölfarið bæjarstjórn ljúki við afreiðslu þess fljótlega á nýju ári.“ Engum sé gerði greiður með því að kasta til höndunum í málinu sem komi svo til með að stranda á seini stigum. „Ef aðilar ættu að hafa lært eitthvað af reynslunni í þessu máli þá er það einmitt það að ákvarðanir verða að standast fyrirsjáanlega skoðun.“ Landsnet hafi sjálft klúðrað málunum Hann rifjar upp að allar sveitarstjórnir sem komi að málinu hafi árið 2015 veitt Landsneti framkvæmdaleyfi. Þar með talið Vogar. „Fyrirtækið var hinsvegar rekið til baka með málið með dómi hæstaréttar árið 2017 þar sem dómstólar bæði í héraði og hæstarétti komust að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki sinnt skyldum sínum og undirbúið málið með þeim hætti sem lög kveða á um. Í stuttu máli komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að Landsneti væri ekki heimilt að leggja eingöngu mat á þá kosti sem fyrirtækinu hugnuðust best, þ.e. lagningu nýrrar línu samsíða þeirri eldri en taka ekki aðra augljósa kosti til sambærilegrar skoðunar.“ Þá hafi aðrar leyfisveitingar tengdar þessu sama máli ítrekað verið úrskurðaðar ólögmætar, sbr. leyfisveitingar annarra sveitarfélaga sem eiga beina aðild að málinu. „Að ætla að skrifa langvarandi tafir á lagningu nýrrar Suðurnesjalínu á Sveitarfélagið Voga er því hvorki sanngjarnt né í samræmi við staðreyndir málsins. Ef Landsnet hefði staðið rétt að málum vær ólíklegt að við værum yfirhöfuð að ræða þetta mál í dag enda líklegt að framkvæmdinni væri þá löngu lokið.“ Hann leyfir sér að efast um að fullyrðingar um meint milljarða tap standist skoðun óháðra aðila. Þá setur hann spurningamerki við að Landsnet beiti sér með þessum hætti og skattgreiðendur séu látnir borga „fyrir það áróðursstríð sem fyrirtækið er stöðugt í gagnvart lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum hér á landi“. Þá telur hann ekki lengur standast skoðun að lagning jarðstrengs sé margfaldur á við að leggja háspennulínur. Raunar telur hann að kostnaðarauki vegna lagningu Suðurnesjalínu 2 í jörð frekar en með loflínu sé metinn óverulegur í dag.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. 5. október 2021 20:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21
Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. 5. október 2021 20:31