Rafíþróttir

Tilþrifin: Pabo tekur út þrjá og klárar lotuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pabo átti tilþrif gærkvöldsins.
Pabo átti tilþrif gærkvöldsins.

Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Pabo í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins.

Viðstöðu og Breiðablik áttust við í fyrstu viðureign gærkvöldsins þegar tólftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk með þremur leikjum.

Liðin mættust á kortinu Overpass þar sem Breiðablik hafði að lokum betur, 16-10. Það var þó liðsmaður Viðstöðu sem átti bestu tilþrif gærkvöldsins þegar hann tók út þrjá liðsmenn Breiðabliks og kláraði lotuna fyrir sína menn.

Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.






×