Hugvitið í sókn á Norðurlandi Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 13:00 Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun