Atlantic tók toppslaginn | Tvöföld framlenging | 40 fellur frá Bl1ck

Snorri Rafn Hallsson skrifar
blick

Liðin hafa barist hart á tímabilinu en fyrri leikur liðanna fór 16–5 fyrir Atlantic í Nuke. Anubis kortið varð fyrir valinu í þetta skiptið og hafði Atlantic betur í hnífalotunni. Þórsarar tóku hins vegar fyrstu þrjár loturnar með góðum opnunum til að veikja vörn andstæðinganna. Atlantic jafnaði hins vegar með ótrúlegum endurtökum sem ullu miklum skaða en undir miðbik hálfleiks náði Þór mjög góðu forskoti.

Fimm lotu runa sem hófst á planti á B svæðið þar sem vörn Atlantic var veikari og lauk með þrefaldri fellur frá Peterr kom Þór í 8–3. Peterr og Tony voru banvænastir Þórsara og stilltu leikmönnum Atlantic upp við vegg. Eitthvað þurfti Atlantic að breyta til og stilltu þeir upp með tveimur vöppum til að reyna að halda aftur af Þórsurum. Það gekk eftir og þó B svæðið væri enn veikt hitti RavlE virkilega vel og skapaði tækifæri sem Atlantic nýtti sér.

Staðan í hálfleik: Atlantic 7 – 8 Þór

Atlantic var komið með byr undir báða vængi og í upphafi síðari hálfleiks var komið að þeim að fljúga fram úr andstæðingunum. Atlantic átti greiða leið inn á A sætið og tókst að halda aftur af efnahag Þórs með fellum frá Bl1ck, RavlE og LeFluff til að komast í stöðuna 12–8. 

Enn sem áður var leikurinn kaflaskiptur og Þór jafnaði í 12–12 þegar þeir gátu vopnast á ný og stoppað í götin í vörninni. Stórglæsilegar fellur frá Peterr og Rean héldu þeim inni í leiknum áður Atlantic komst í 15–12. Vantaði þá einungis eina lotu til að vinna leikinn en þar sem þeir áttu erfitt með að eiga við Peterr og Tony tókst þeim ekki að næla sér í hana. Allee tók svo LeFluff út í 30. lotu til að senda leikinn í framlengingu.

Staðan eftir venjulegan leiktíma: Atlantic 15 – 15 Þór

Þórsarar unnu fyrstu þrjár loturnar og gerðu sig líklega til að vinna leikinn, en  Atlantic kom í veg fyrir að Þór næðu fjórðu lotunni sem þeir þurftu. Bl1ck náði ás í fimmtu lotu framlengingarinnar og var leikurinn því enn í járnum. Aðra framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina.

Staðan eftir fyrstu framlengingu: Atlantic 18 – 18 Þór

Hvorugu liðinu tókst að skapa sér almennilegt forskot framan af en í stöðunni 20–20 komst Atlantic loks á skrið. Þór hafði gert mikinn skaða með handsprengjum en Bjarni kom sprengjunni engu að síður fyrir. Hann og Pandaz stóðu svo vörð um hana þar til hún sprakk og Atlantic aðeins einni lotu frá sigrinum. Í 42. lotu voru Þórsarar illa vopnaðir en tóku Bjarna snemma niður í 6 líf. LeFluff opnaði þó lotuna með tvöfaldri fellu og Pandaz lék sama leik skömmu síðar. LeFluff dró svo Atlantic yfir marklínuna þegar hann feldi Dabbehhh á meðan RavlE kom sprengjunni fyrir.

Lokastaða: Atlantic 22 – 20 Þór

Atlantic heldur stöðu sinni á toppnum með þessum sigri en enn eru Dusty og Þór skammt undan.

Næstu leikir:

  • Viðstöðu – Þór, fimmtudaginn 19/1 kl. 19:30
  • Ármann – Atlantic, fimmtudaginn 19/1 kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir