Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2023 08:01 Pavel Ermolinskij þekkir það betur en flestir að vinna titla. Hér smellir hann kossi á bikarinn eftir að langri eyðimerkurgöngu Vals lauk í fyrra. VÍSIR/BÁRA Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Pavel skyldi vera sá sem Tindastóll leitaði til, þegar félagið losaði sig við Vladimir Anzulovic sem ráðinn hafði verið fyrir tímabilið. Það átti sér þó sinn aðdraganda því Tindastóll var eina félagið sem Pavel ræddi af alvöru við síðasta sumar eftir að hafa sagt skilið við Val, sem hann vann enn einn Íslandsmeistaratitil sinn með eftir frábært úrslitaeinvígi gegn Tindastóli. En stóð þá til síðasta sumar að hann færi til Tindastóls sem leikmaður eða þjálfari? „Ég er ekki alveg viss um hvað ég var að bjóða þeim,“ segir Pavel léttur. „Einhvers konar nærveru. En það var kannski ekki mikil alvara á bakvið það. Það var þó eina alvöru samtalið sem ég vildi taka síðasta sumar, tengt körfubolta,“ segir Pavel. „Eina verkefnið sem gat fengið mig til að hugsa um körfubolta aftur“ Það er sem sagt eitthvað alveg sérstakt við Tindastól sem kveikti áhuga Pavels, en ekki þó þannig að hann ætli sér að spila fyrir félagið. Skórnir verða í hillunni eftir að hafa farið þangað síðasta sumar. Pavel hefur oft verið lýst sem þjálfara inni í leikmanni, en nú ætlar hann aðeins að þjálfa og ekkert að spila: „Nei. Ekki neitt. Það eru hvorki not fyrir mig hérna né get ég boðið upp á neitt gott lengur. Það er nóg af leikmönnum hérna. Þessi hugsun myndi örugglega hafa poppað upp hjá mér ef ég teldi þörf á því en það er hreinlega alls engin þörf á því,“ segir Pavel og honum hefur liðið vel síðustu mánuði eftir að einstökum leikmannaferli lauk: „Yndislega. Mér leið mjög vel án körfubolta og það var ákveðnum kílóafjölda létt af öxlunum með því að aftengjast. Þetta getur verið þreytandi fyrir mig og tekið mikinn toll. Og eins og ég sagði við þá [Tindastólsmenn] þá var þetta eina verkefnið sem gat fengið mig til að hugsa um körfubolta aftur. Eina verkefnið sem gat fengið þá athygli sem ég vil setja í þetta og myndi kveikja í mér til að nálgast þetta eins og ég er vanur að nálgast körfubolta.“ Hvers vegna er það? Langstærsti áfanginn í öllum liðsíþróttum á Íslandi „Tindastóll hefur verið andstæðingur minn númer eitt í gegnum tíðina. Andstæðingur sem ég bar alltaf rosalega virðingu fyrir og aldrei neinn kala til. Ég hef borið virðingu fyrir þeirra gildum, hvernig þeir spila og hvernig þeir koma fram. Það er eitthvað sem ég tengi við sjálfur. Mér hefur alltaf fundist eins og að ég myndi pluma mig mjög vel í þessu umhverfi og mig langaði að prófa það. Ég náði því ekki sem leikmaður en hérna er allt eins og ég hélt að þetta væri Hitt málið er svo það, ef við tölum hreint út, að ef horft er yfir allar liðsíþróttir á Íslandi þá er þetta langstærsti áfanginn sem er í boði. Sama hvort horft er til körfubolta, handbolta eða fótbolta. Íslandsmeistaratitill fyrir Tindastól er það stærsta sem er í boði, og ég vil vera með í því,“ segir Pavel. Pavel Ermolinskij átti í harðri baráttu við leikmenn Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor en nú eru þeir orðnir lærisveinar hans.VÍSIR/BÁRA Ætlar ekki að óttast um starfið Stór orð, en allir sáu síðasta vor hve löngunin í Íslandsmeistaratitil er mikil hjá Skagfirðingum. Þess vegna eru líka miklar kröfur gerðar til þjálfara Tindastóls og meðallíftími þeirra í starfi er ekki langur: „Ég er pollrólegur yfir því, enda kem ég hingað inn af fullu æðruleysi. Ég er ekki að koma hingað inn sem einhver þjálfari sem ætlar að óttast um starfið sitt. Ég er ekki þar. Ég er kominn hingað með ákveðna sýn og ég ætla að reyna að vinna þennan titil, og ef ekki þá ekki. Auðvitað eru hér kröfur. Þetta er gott lið og körfuboltasamfélag, sem vill hafa gaman og upplifa góða hluti. Það á að vera þannig,“ segir Pavel. Pavel tekur við Tindastóli í 7. sæti svo miðað við það virðist Íslandsmeistaratitill langt undan á þessari leiktíð. Á hann er samt stefnt. Pavel segir menn ekki eiga að bogna undan pressu heldur njóta þess að hafa það tækifæri að geta orðið fyrstir í sögunni til að fagna Íslandsmeistaratitli í búningi Tindastóls. „Átti sig á því hvers lags ódauðleiki er í boði“ „Pressan sem við eigum að setja á okkur er ekki sú að vinna titil. Þetta virkar ekki þannig. Þú getur sett þig í þá aðstöðu, og það er takmarkið okkar, að vera eitt af þessum liðum sem eru með í þessum barningi, en svo bara gerist eitthvað. Pressan sem við þurfum að setja á okkur er að vita hvað er í boði. Hver upplifunin hérna verður af því að vinna, fyrir okkur alla sem erum hérna í kjarnanum á þessu. Pressan er sú að missa ekki af því. Að menn átti sig á því hvers lags ódauðleiki er í boði fyrir þá. Ekki pressan um að vinna alla leiki og titla. Það er leiðinleg og erfið pressa, og ég þekki hana,“ segir Pavel sem vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og svo einn með Val. Pavel Ermolinskij varð sjö sinnum Íslandsmeistari með KR. Hann segist alltaf hafa litið á Tindastól sem andstæðing númer eitt.VÍSIR/DANÍEL „Ekki önnur útgáfa af Pavel að fara að mæta“ Fyrsti leikur Tindastóls undir stjórn Pavels er í kvöld þegar liðið sækir ÍR heim. Fyrsti heimaleikurinn er svo gegn Njarðvík eftir viku. „Ég er spenntur fyrir því að komast, í hvaða formi sem er, aftur út á körfuboltavöll. Það er eitthvað sem að ég hélt að myndi ekki gerast aftur og ég er smávægilega spenntur og kvíðinn fyrir því að stíga aftur inn í þetta. En ég er bara að fara að nálgast þetta eins og ég hef alltaf gert. Ég er ekki að fara að gera mikið nýtt hérna. Ég er ekki hérna til að finna sjálfan mig sem einhvern súperþjálfara. Það er ekki önnur útgáfa af Pavel að fara að mæta hérna,“ segir Pavel og bætir við: „Ég er að fara að gera það sem ég hef gert lengi – að leiða lið. Þú getur kallað það þjálfara eða leiðtoga eða hvað sem er. Ég sagði við leikmennina að koma fram við mig eins og meiddan leikmann. Ég er leiðtogi í þessu liði, bara með aðeins meira „autoritet“ en ég hef áður haft. En ég hef ennþá sömu rödd og sömu nærveru í klefanum og ég hef lengi haft. Breytingin fyrir mig er og verður held ég minni en margir áætla.“ Pavel Ermolinskij á að baki afar farsælan leikmannaferil og fór tvisvar með Íslandi í lokakeppni EM. Nú er hann orðinn þjálfari.VÍSIR/BÁRA „Tók okkur bara einn dag að ná úr okkur einhverjum skrýtileika“ Þó að aðeins átta mánuðir séu síðan að Pavel átti drjúgan þátt í því að svipta Tindastól von um að vinna Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, klæddur Valsbúningnum, hefur honum alls staðar verið vel tekið í Skagafirði: „Viðtökurnar í samfélaginu hafa verið vonum framar, og vonirnar voru samt miklar. Ég átti von á því að koma hingað inn í samrýmt körfuboltasamfélag og fá góðar viðtökur en þær hafa verið framar þeim vonum. Það hefur verið æðislegt að finna fyrir þessari spennu, hlýju og vilja frá öllum þessa nokkru daga sem ég hef verið hérna. Innan liðsins er þetta svo ekkert vandamál. Ég passaði líka upp á það áður en ég kom að þetta væri ekki hollt fyrir neinn ef það væru einhverjar efasemdir um þetta hjá einhverjum. Það var auðvitað ekki þannig. Það tók okkur bara einn dag að ná úr okkur einhverjum skrýtileika með að ég sé núna hérna sem einhver þjálfari. Frá mínu sjónarhorni er þetta strax orðið mjög eðlilegt. Flestir hérna þekkja mig og eins og ég ætlaði, og kom í ljós, eru hérna toppmenn og góðir karakterar. Þetta hefur því verið tiltölulega auðvelt og þægilegt breytingaferli,“ segir Pavel. Hann skrifaði undir samning við Tindastól sem gildir út leiktíðina og eftir það kemur svo í ljós hvað tekur við hjá honum og hans fjölskyldu. „Fjölskyldan er að koma og fara svolítið, alla vega til að byrja með. Samningurinn er nákvæmlega eins og ég held að hann ætti að vera. Þetta eru þessir fjórir mánuðir og svo verður þetta endurskoðað. Það er bæði eitthvað sem ég vildi og eflaust eitthvað sem þeir vildu líka. Þetta er mál sem þarf dálítið að koma í ljós.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Pavel skyldi vera sá sem Tindastóll leitaði til, þegar félagið losaði sig við Vladimir Anzulovic sem ráðinn hafði verið fyrir tímabilið. Það átti sér þó sinn aðdraganda því Tindastóll var eina félagið sem Pavel ræddi af alvöru við síðasta sumar eftir að hafa sagt skilið við Val, sem hann vann enn einn Íslandsmeistaratitil sinn með eftir frábært úrslitaeinvígi gegn Tindastóli. En stóð þá til síðasta sumar að hann færi til Tindastóls sem leikmaður eða þjálfari? „Ég er ekki alveg viss um hvað ég var að bjóða þeim,“ segir Pavel léttur. „Einhvers konar nærveru. En það var kannski ekki mikil alvara á bakvið það. Það var þó eina alvöru samtalið sem ég vildi taka síðasta sumar, tengt körfubolta,“ segir Pavel. „Eina verkefnið sem gat fengið mig til að hugsa um körfubolta aftur“ Það er sem sagt eitthvað alveg sérstakt við Tindastól sem kveikti áhuga Pavels, en ekki þó þannig að hann ætli sér að spila fyrir félagið. Skórnir verða í hillunni eftir að hafa farið þangað síðasta sumar. Pavel hefur oft verið lýst sem þjálfara inni í leikmanni, en nú ætlar hann aðeins að þjálfa og ekkert að spila: „Nei. Ekki neitt. Það eru hvorki not fyrir mig hérna né get ég boðið upp á neitt gott lengur. Það er nóg af leikmönnum hérna. Þessi hugsun myndi örugglega hafa poppað upp hjá mér ef ég teldi þörf á því en það er hreinlega alls engin þörf á því,“ segir Pavel og honum hefur liðið vel síðustu mánuði eftir að einstökum leikmannaferli lauk: „Yndislega. Mér leið mjög vel án körfubolta og það var ákveðnum kílóafjölda létt af öxlunum með því að aftengjast. Þetta getur verið þreytandi fyrir mig og tekið mikinn toll. Og eins og ég sagði við þá [Tindastólsmenn] þá var þetta eina verkefnið sem gat fengið mig til að hugsa um körfubolta aftur. Eina verkefnið sem gat fengið þá athygli sem ég vil setja í þetta og myndi kveikja í mér til að nálgast þetta eins og ég er vanur að nálgast körfubolta.“ Hvers vegna er það? Langstærsti áfanginn í öllum liðsíþróttum á Íslandi „Tindastóll hefur verið andstæðingur minn númer eitt í gegnum tíðina. Andstæðingur sem ég bar alltaf rosalega virðingu fyrir og aldrei neinn kala til. Ég hef borið virðingu fyrir þeirra gildum, hvernig þeir spila og hvernig þeir koma fram. Það er eitthvað sem ég tengi við sjálfur. Mér hefur alltaf fundist eins og að ég myndi pluma mig mjög vel í þessu umhverfi og mig langaði að prófa það. Ég náði því ekki sem leikmaður en hérna er allt eins og ég hélt að þetta væri Hitt málið er svo það, ef við tölum hreint út, að ef horft er yfir allar liðsíþróttir á Íslandi þá er þetta langstærsti áfanginn sem er í boði. Sama hvort horft er til körfubolta, handbolta eða fótbolta. Íslandsmeistaratitill fyrir Tindastól er það stærsta sem er í boði, og ég vil vera með í því,“ segir Pavel. Pavel Ermolinskij átti í harðri baráttu við leikmenn Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor en nú eru þeir orðnir lærisveinar hans.VÍSIR/BÁRA Ætlar ekki að óttast um starfið Stór orð, en allir sáu síðasta vor hve löngunin í Íslandsmeistaratitil er mikil hjá Skagfirðingum. Þess vegna eru líka miklar kröfur gerðar til þjálfara Tindastóls og meðallíftími þeirra í starfi er ekki langur: „Ég er pollrólegur yfir því, enda kem ég hingað inn af fullu æðruleysi. Ég er ekki að koma hingað inn sem einhver þjálfari sem ætlar að óttast um starfið sitt. Ég er ekki þar. Ég er kominn hingað með ákveðna sýn og ég ætla að reyna að vinna þennan titil, og ef ekki þá ekki. Auðvitað eru hér kröfur. Þetta er gott lið og körfuboltasamfélag, sem vill hafa gaman og upplifa góða hluti. Það á að vera þannig,“ segir Pavel. Pavel tekur við Tindastóli í 7. sæti svo miðað við það virðist Íslandsmeistaratitill langt undan á þessari leiktíð. Á hann er samt stefnt. Pavel segir menn ekki eiga að bogna undan pressu heldur njóta þess að hafa það tækifæri að geta orðið fyrstir í sögunni til að fagna Íslandsmeistaratitli í búningi Tindastóls. „Átti sig á því hvers lags ódauðleiki er í boði“ „Pressan sem við eigum að setja á okkur er ekki sú að vinna titil. Þetta virkar ekki þannig. Þú getur sett þig í þá aðstöðu, og það er takmarkið okkar, að vera eitt af þessum liðum sem eru með í þessum barningi, en svo bara gerist eitthvað. Pressan sem við þurfum að setja á okkur er að vita hvað er í boði. Hver upplifunin hérna verður af því að vinna, fyrir okkur alla sem erum hérna í kjarnanum á þessu. Pressan er sú að missa ekki af því. Að menn átti sig á því hvers lags ódauðleiki er í boði fyrir þá. Ekki pressan um að vinna alla leiki og titla. Það er leiðinleg og erfið pressa, og ég þekki hana,“ segir Pavel sem vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og svo einn með Val. Pavel Ermolinskij varð sjö sinnum Íslandsmeistari með KR. Hann segist alltaf hafa litið á Tindastól sem andstæðing númer eitt.VÍSIR/DANÍEL „Ekki önnur útgáfa af Pavel að fara að mæta“ Fyrsti leikur Tindastóls undir stjórn Pavels er í kvöld þegar liðið sækir ÍR heim. Fyrsti heimaleikurinn er svo gegn Njarðvík eftir viku. „Ég er spenntur fyrir því að komast, í hvaða formi sem er, aftur út á körfuboltavöll. Það er eitthvað sem að ég hélt að myndi ekki gerast aftur og ég er smávægilega spenntur og kvíðinn fyrir því að stíga aftur inn í þetta. En ég er bara að fara að nálgast þetta eins og ég hef alltaf gert. Ég er ekki að fara að gera mikið nýtt hérna. Ég er ekki hérna til að finna sjálfan mig sem einhvern súperþjálfara. Það er ekki önnur útgáfa af Pavel að fara að mæta hérna,“ segir Pavel og bætir við: „Ég er að fara að gera það sem ég hef gert lengi – að leiða lið. Þú getur kallað það þjálfara eða leiðtoga eða hvað sem er. Ég sagði við leikmennina að koma fram við mig eins og meiddan leikmann. Ég er leiðtogi í þessu liði, bara með aðeins meira „autoritet“ en ég hef áður haft. En ég hef ennþá sömu rödd og sömu nærveru í klefanum og ég hef lengi haft. Breytingin fyrir mig er og verður held ég minni en margir áætla.“ Pavel Ermolinskij á að baki afar farsælan leikmannaferil og fór tvisvar með Íslandi í lokakeppni EM. Nú er hann orðinn þjálfari.VÍSIR/BÁRA „Tók okkur bara einn dag að ná úr okkur einhverjum skrýtileika“ Þó að aðeins átta mánuðir séu síðan að Pavel átti drjúgan þátt í því að svipta Tindastól von um að vinna Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, klæddur Valsbúningnum, hefur honum alls staðar verið vel tekið í Skagafirði: „Viðtökurnar í samfélaginu hafa verið vonum framar, og vonirnar voru samt miklar. Ég átti von á því að koma hingað inn í samrýmt körfuboltasamfélag og fá góðar viðtökur en þær hafa verið framar þeim vonum. Það hefur verið æðislegt að finna fyrir þessari spennu, hlýju og vilja frá öllum þessa nokkru daga sem ég hef verið hérna. Innan liðsins er þetta svo ekkert vandamál. Ég passaði líka upp á það áður en ég kom að þetta væri ekki hollt fyrir neinn ef það væru einhverjar efasemdir um þetta hjá einhverjum. Það var auðvitað ekki þannig. Það tók okkur bara einn dag að ná úr okkur einhverjum skrýtileika með að ég sé núna hérna sem einhver þjálfari. Frá mínu sjónarhorni er þetta strax orðið mjög eðlilegt. Flestir hérna þekkja mig og eins og ég ætlaði, og kom í ljós, eru hérna toppmenn og góðir karakterar. Þetta hefur því verið tiltölulega auðvelt og þægilegt breytingaferli,“ segir Pavel. Hann skrifaði undir samning við Tindastól sem gildir út leiktíðina og eftir það kemur svo í ljós hvað tekur við hjá honum og hans fjölskyldu. „Fjölskyldan er að koma og fara svolítið, alla vega til að byrja með. Samningurinn er nákvæmlega eins og ég held að hann ætti að vera. Þetta eru þessir fjórir mánuðir og svo verður þetta endurskoðað. Það er bæði eitthvað sem ég vildi og eflaust eitthvað sem þeir vildu líka. Þetta er mál sem þarf dálítið að koma í ljós.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira