Háskóli allra landsmanna... sem búa við strætóskýli Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 23. janúar 2023 08:30 Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun