Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 09:03 Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Búrkína Fasó, á mótmælum gegn Frakklandi og veru franskra hermanna í landinu. AP/Kilaye Bationo Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest. Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest.
Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira