Aðför að réttindum launþega Birgir Dýrfjörð skrifar 27. janúar 2023 12:31 Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun