Sektaðir um 3,8 milljónir fyrir hvern leik sem þjálfarinn stýrir liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 23:30 William Still reacts náði stigi á móti Paris Saint-Germain á Parc des Princes in Paris í gærkvöldi. AP/Thibault Camus William Still er að skapa sér nafn í fótboltaheiminum enda að gera mjög flotta hluti með franska liðið Reims. Reims náði 1-1 jafntefli á móti stórliði Paris Saint Germain í gær eftir jöfnunarmark á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Jafnteflið þýðir jafnframt að Reims hefur leikið tólf leiki í röð í deildinni án þess að tapa. Það að William Still sé þjálfari liðsins skapar smá vesen og kostar sitt. Hann var aðstoðarmaður Óscar García en tók við liðinu daginn fyrir þrítugafmælisdaginn þegar García var látinn fara. Reims tapaði ekki í fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Still og hann var í framhaldinu fastráðinn út tímabilið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Still er því aðeins nýbúinn að halda upp á þrítugsafmælið sitt og er þannig fimm árum yngri en Lionel Messi. Still elskaði Football Manager leikinn og fór í framhaldinu út í þjálfun. Vandamálið er að hann er ekki með nauðsynleg réttindi fyrir þjálfara í efstu deild franska fótboltans. Will Still er enn að klára UEFA Pro námskeiðið og hefur því ekki fengið réttindin. Það kostar Reims liðið 22 þúsund pund í sekt fyrir hvern einasta leik eða rúmlega 3,8 milljónir íslenskra króna. Eigendur Reims eru samt til í að punga þessu út því þeir telja sig vera með einn mest spennandi knattspyrnustjóra í heimi innan sinna raða. Will s unbeaten record as manager Still standing after 12 matches! pic.twitter.com/OQr0NLoelH— Get French Football News (@GFFN) January 29, 2023 Franski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Reims náði 1-1 jafntefli á móti stórliði Paris Saint Germain í gær eftir jöfnunarmark á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Jafnteflið þýðir jafnframt að Reims hefur leikið tólf leiki í röð í deildinni án þess að tapa. Það að William Still sé þjálfari liðsins skapar smá vesen og kostar sitt. Hann var aðstoðarmaður Óscar García en tók við liðinu daginn fyrir þrítugafmælisdaginn þegar García var látinn fara. Reims tapaði ekki í fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Still og hann var í framhaldinu fastráðinn út tímabilið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Still er því aðeins nýbúinn að halda upp á þrítugsafmælið sitt og er þannig fimm árum yngri en Lionel Messi. Still elskaði Football Manager leikinn og fór í framhaldinu út í þjálfun. Vandamálið er að hann er ekki með nauðsynleg réttindi fyrir þjálfara í efstu deild franska fótboltans. Will Still er enn að klára UEFA Pro námskeiðið og hefur því ekki fengið réttindin. Það kostar Reims liðið 22 þúsund pund í sekt fyrir hvern einasta leik eða rúmlega 3,8 milljónir íslenskra króna. Eigendur Reims eru samt til í að punga þessu út því þeir telja sig vera með einn mest spennandi knattspyrnustjóra í heimi innan sinna raða. Will s unbeaten record as manager Still standing after 12 matches! pic.twitter.com/OQr0NLoelH— Get French Football News (@GFFN) January 29, 2023
Franski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira