Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 20:03 Lára V. Júlíusdóttir er sérfræðingur í vinnurétti. Vísir/Arnar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. Í dag var greint frá því að Samtök atvinnulífsins teldu ólöglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Mál samtakanna gegn Eflingu var þingfest hjá Félagsdómi í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagðist hún telja að miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA muni greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót, standist skoðun. Þá benti hún á að Efling hefði ekki viljað afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, á sama tíma og boðað hefði verið til mögulegrar vinnustöðvunar hjá félögum í Eflingu. „Vegna ómöguleikans er ekki hægt að bera hana undir atkvæði og þá er spurning hvort hægt er að hefja verkfallsaðgerðir á þeim tíma. Þetta er eitthvað sem Félagsdómur fer núna að fjalla um,“ sagði Lára. Hún sagðist ekki vilja segja með afgerandi hætti til um hvort vinnustöðvunin teldist lögleg. „Mér finnst hins vegar sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun, sem búið er að boða, út frá þessu.“ Telur miðlunartillöguna standast Lára ræddi einnig um stjórnsýslukæru Eflingar til félagsmálaráðuneytisins vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Málsástæður kærunnar eru þær að ekki hafi verið haft samráð við Eflingu við gerð hennar, sem og skortur á réttmæti, meðalhófu og janfræði. „Mér sýnist hafa verið haft fullt samráð um framlagningu þessarar miðlunartillögu. Allavega áttu þau löng samtöl þarna, sama dag og miðlunartillagan var boðuð, og ákvæði stjórnsýsluréttarins geta ekki náð til miðlunartillögu sem slíkrar. Þetta er tillaga, ekki ákvörðun sem búið er að taka. Ríkissáttasemjari hefur fullar heimildir til að leggja fram tillögu, og lögin gera bara ráð fyrir því að þegar hún hefur verið lögð fram fari fram atkvæðagreiðsla um hana.“ Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Í dag var greint frá því að Samtök atvinnulífsins teldu ólöglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. Mál samtakanna gegn Eflingu var þingfest hjá Félagsdómi í dag. Samkvæmt stefnunni vilja samtökin fá úr því skorið hvort verkfallsboðun Eflingar, sem samþykkt var í gærkvöldi, sé lögmæt eða ekki. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagðist hún telja að miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA muni greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót, standist skoðun. Þá benti hún á að Efling hefði ekki viljað afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, á sama tíma og boðað hefði verið til mögulegrar vinnustöðvunar hjá félögum í Eflingu. „Vegna ómöguleikans er ekki hægt að bera hana undir atkvæði og þá er spurning hvort hægt er að hefja verkfallsaðgerðir á þeim tíma. Þetta er eitthvað sem Félagsdómur fer núna að fjalla um,“ sagði Lára. Hún sagðist ekki vilja segja með afgerandi hætti til um hvort vinnustöðvunin teldist lögleg. „Mér finnst hins vegar sennilegra að Félagsdómur líti svo á að þetta sé ólögmæt vinnustöðvun, sem búið er að boða, út frá þessu.“ Telur miðlunartillöguna standast Lára ræddi einnig um stjórnsýslukæru Eflingar til félagsmálaráðuneytisins vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Málsástæður kærunnar eru þær að ekki hafi verið haft samráð við Eflingu við gerð hennar, sem og skortur á réttmæti, meðalhófu og janfræði. „Mér sýnist hafa verið haft fullt samráð um framlagningu þessarar miðlunartillögu. Allavega áttu þau löng samtöl þarna, sama dag og miðlunartillagan var boðuð, og ákvæði stjórnsýsluréttarins geta ekki náð til miðlunartillögu sem slíkrar. Þetta er tillaga, ekki ákvörðun sem búið er að taka. Ríkissáttasemjari hefur fullar heimildir til að leggja fram tillögu, og lögin gera bara ráð fyrir því að þegar hún hefur verið lögð fram fari fram atkvæðagreiðsla um hana.“
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10
Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09