Poker Face: Murder She Wrote, on the Road Heiðar Sumarliðason skrifar 7. febrúar 2023 08:41 Natasha Lyonne hefur nóg að gera þessa dagana. Bullandi meðbyr er með Sjónvarpi Símans þessi misserin því hver HBO-þáttaröðin á fætur annarri dettur þar þinn. Í þokkabót er nú búið að opna fyrir streymi á Poker Face, nýja þætti frá Peacock streymisveitu NBC. Reynsla mín af sjónvarpsefni Peacock hefur hingað til að verið sú að ég endist ekki mikið lengur en 1-2 þætti áður en ég sný mér að öðru áhorfi. Því kom mér á óvart að þessi nýjasta þáttaröð þeirra er hið fínasta áhorf. Það sem kom mér enn meira á óvart er að hún er úr smiðju Rian Johnson, mannsins sem reyndi að murka lífið úr Stjörnustríði með Star Wars: The Last Jedi. Það er kannski eins gott að ég vissi ekki að Johnson er höfundur þáttanna áður en ég hóf áhorfið, hefði mögulega ekki nennt að horfa á þá. Og þó. Áhorfendaeinkunnin á Imdb.com er 8,2 og meðaleinkunn helstu gagnrýnenda hjá Metacritic 85. Maður lætur þætti með slíkar einkunnir oftast ekki framhjá sér fara. Natasha loks komin á stall Aðalstjarna þáttanna er Natasha Lyonne, sem kom fram á sjónarsviðið árið 1998 sem fullskapað sjarmatröll í kvikmyndinni Slums of Beverly Hills. Skömmu síðar birtist hún sem hin veraldarvana Jessica í unglinga gamanmyndinni American Pie. Það var ekki aftur snúið, hún var búin að vinna hug og hjörtu áhorfenda sem fullsköpuð stjarna. Það var öllum augljóst að Natasha Lyonne væri stjarna eftir frammistöðu hennar í The Slums of Beverly Hills. En líkt og hjá svo mörgum ungmennum sem slá í gegn í Hollywood var gjálífið of heillandi og náði hún botni árið 2005 þegar hún var lögð inn á sjúkrahús með lifrabólgu C, sýkingu í hjarta, samfallið lunga og djúpt sokkin í heróínneyslu. Eftir að hafa farið í meðferð og náð að fóta sig á nýjan leik tók hana töluverðan tíma að ávinna sér traust fólks innan Hollywood-maskínunnar. Í kjölfar meðferðarinnar var hún mestmegnis í hlutverkum í sjálfstæðum kvikmyndum og í litlum hlutverkum í sjónvarpsþáttum. Það var svo árið 2013 sem henni var aftur treyst til stórræða þegar hún var ráðin í hlutverk Nicky í Netflix-þáttaröðinni Orange is the New Black. Þeir þættir runnu sitt skeið árið 2019, í kjölfarið tekur Netflix hana aftur upp á arma sína og létu hana fá sína eigin þáttaröð, Russian Doll. Sé einhver enn með efasemdir um hvort Lyonne hafi verið hleypt aftur inn í hlýjuna er sú staðreynd að NBC og Rian Johnson fengu hana til að leika aðalhlutverkið í þessari þáttaröð 100% staðfesting þess að hún er komin á þann stall sem hún svo sannarlega á heima. Hún veldur ekki vonbrigðum og er alveg stórkostleg, líkt og ávallt. Ekki allt góðar fréttir Eftir að hafa horft á fyrsta þáttinn var ég himinlifandi og hugsaði að einkunnirnar af Imdb.com og Metacritic væru hreinlega of lágar, því hann er alveg stórkostlegur. Það gengur allt upp. Hluti af því er að framvindan kemur sífellt á óvart. Áhorfendur bíða t.d. heillengi eftir því að aðalleikkonan, Lyonne, birtist á skjánum. Á meðan erum við hins vegar í góðum höndum því Adrian Brody og Benjamin Bratt keyra hasarinn áfram. Undirritaður hefði viljað meira af Adrian Brody. Þegar tíu mínútur eru liðnar af þættinum eru tvö morð framin, en skömmu síðar birtist aðalpersónan Charlie Cale (Lyonne) loks á skjánum. Ekki líður að löngu þar til við áttum okkur á að spólað hefur verið til baka í tíma og senurnar sem við horfum nú á gerast á sama tíma og þær sem við sáum í upphafi þáttar. Því fáum við nýtt sjónarhorn á framvindu fyrstu tíu mínútnanna, nú út frá Charlie. Þetta er skemmtilegt stílbragð og hluti af ánægjunni er að reyna að átta sig á hverslag sjónvarpsþátt við erum að horfa. Það var ótrúlega ánægjulegt að fylgjast með þessari þeytivindu fyrsta þáttarins og þegar honum var lokið var ég búinn að bíta á agnið og gat ekki beðið eftir þætti númer tvö. Þegar hann hófst skildi ég hins vegar ekki alveg hvað var í gangi, hann byrjaði nákvæmlega eins og þáttur númer eitt. Aftur vorum við kynnt fyrir nýjum persónum og kringumstæðum og Charlie hvergi sjáanleg. Ég athugaði raunverulega hvort ég væri að horfa á rangan þátt, en svo var ekki, þetta var sannarlega þáttur númer tvö af Poker Face. Natasha Lyonne er náttúrutalent af guðs náð. Hægt og rólega áttaði ég mig á því að Poker Face er allt öðruvísi þáttaröð en ég taldi; hún fylgir sömu formúlunni í hverjum þætti: Við kynnumst nýju fólki, eftir 10-15 mínútur er einhver myrtur, því næst er spólað til baka og við hittum Charlie rétt áður en atburðarás fyrsta hlutans átti sér stað. Strax stökkvið yfir hákarlinn Vandinn sem steðjar að Poker Face er að um leið og formið er orðið skýrt og uppsetning þess ekki lengur skemmtileg óvissuferð tapast töluvert af töfrum fyrsta þáttarins. Einnig eru höfundarnir mjög fljótlega komnir út í horn með það að skapa óvæntar en trúverðugar lausnir á þeim bobba sem Charlie kemur sér í. Þetta er tilkomið vegna þess að Charlie getur í raun ekki dregið lögregluna inn í morðmálin sem hún hefur vitneskju um þar sem bæði yfirvöld og þorparar fyrsta þáttar vilja hafa hendur í (80's) hári hennar. Vegna þessa þarf hin smávaxna Charlie í hverjum þætti að koma harðsvíruðum morðingja bak við lás og slá ein síns liðs. Það getur reynst erfitt, þar sem líkt og áður sagði, er hún smávaxin kona með enga sérstaka hæfileika umfram að geta sagt til um hvenær fólk lýgur. Það er í raun ekki svo margt sem hægt er að gera innan þessa ramma og þegar komið er í fimmta og nýjasta þátt er framvindan í lokakaflanum orðin allt að því fáránleg. Þar gengur Charlie enn og aftur inn í gin ljónsins, stendur andspænis tveimur morðingjum og segir þeim að hún viti hvað þeir gerðu. Planið hennar í þessu tilfelli var svo gjörsamlega absúrd að ég aftengdist því sem fyrir augu bar. Að höfundar Poker Face hafi neyðst til að „stökkva yfir hákarlinn“ strax í fimmta þættir segir til um hversu takmarkandi þessi rammi er sem Rian Johnson hefur gefið höfundum sínum. Stökk Fonzie yfir hákarlinn á sjóskíðum þótti ekki í flúkti við tón Happy Days. „The expression comes from an episode of the TV series Happy Days in which Fonzie, dressed in his trademark leather jacket, literally jumps over a shark while on waterskis. The moment was considered over-the-top and not keeping with the show's existing tone of examining everyday life in 1950s America.“ -TVtropes.org Sennilega hefði Poker Face verið best borgið sem kvikmynd, þar sem ofurmannlegt hugmyndaflug þarf til að koma Charlie úr vandræðum trekk í trekk án þess að það verði asnalegt. Það tókst a.m.k. ekki í þessum fimmta þætti. Einnig var fjórði þáttur alveg á grensunni en rétt slapp fyrir horn. Meira Murder She Wrote en Columbo Poker Face er því einskonar Murder She Wrote, nema á flakki um vegakerfi Bandaríkjanna: Murder She Wrote, on the Road. Líkt og Jessica Fletcher er Charlie Cale segull á að fólk í kringum hana sé myrt. Hins vegar er Natsaha Lyonne töluvert yngri en Angela Lansbury, og því markhópurinn yngri en sá sem horfði á Morðgátuna sálugu. Jessica Fletcher naut ekki mikilla vinsælda meðal ungmenna þjóðarinnar. Ég var barn og svo unglingur á þeim tíma sem Murder She Wrote var á dagskrá Stöðvar 2 og þótti þáttaröðin með því allra leiðinlegasta sem boðið var upp á í fátæklegu sjónvarpi þess tíma. Mig hryllir enn við píanóstefinu í upphafi þemalags þáttanna, því fyrir mér var það tilkynning um að nú væri sjónvarpsáhorfi mínu það laugardagskvöldið lokið. Fyrir sjónvarpssjúkling eins og mig var slíkt alveg hræðilegt. Reyndar segir Rian Johnson lögregluþættina Columbo helsta innblástur þáttaraðarinnar, en formúlan er fengin að láni þaðan. Við kynnumst fólki, morð er framið, við vitum hver gerði það, Columbo birtist og þarf að leysa málið. Þetta er því meira „whydunnit“ frekar en „whodunnit.“ Fyrir mér, sem vissi ekkert um þáttaröðina þegar ég hóf áhorf, er þessi fasta formúla ákveðin vonbrigði, mögulega er það þó eingöngu vegna þess hve listilega vel heppnaður fyrsti þátturinn er. Því er Poker Face í raun fórnarlamb eigin velgengni. Það er ekki endilega gott að byrja svo vel að erfitt reynist að fylgja því eftir. Þrátt fyrir þetta eru Poker Face-þættirnir mjög ánægjulegir áhorfs, þeir ná bara aldrei sömu hæðum og fyrsti þátturinn, sem er með því besta sem ég hef séð undanfarin misseri. Niðurstaða: Poker Face er hið fínasta skemmtiefni sem nær þó ekki fyllilega að fylgja eftir fyrsta þættinum sem var algjörlega framúrskarandi. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Reynsla mín af sjónvarpsefni Peacock hefur hingað til að verið sú að ég endist ekki mikið lengur en 1-2 þætti áður en ég sný mér að öðru áhorfi. Því kom mér á óvart að þessi nýjasta þáttaröð þeirra er hið fínasta áhorf. Það sem kom mér enn meira á óvart er að hún er úr smiðju Rian Johnson, mannsins sem reyndi að murka lífið úr Stjörnustríði með Star Wars: The Last Jedi. Það er kannski eins gott að ég vissi ekki að Johnson er höfundur þáttanna áður en ég hóf áhorfið, hefði mögulega ekki nennt að horfa á þá. Og þó. Áhorfendaeinkunnin á Imdb.com er 8,2 og meðaleinkunn helstu gagnrýnenda hjá Metacritic 85. Maður lætur þætti með slíkar einkunnir oftast ekki framhjá sér fara. Natasha loks komin á stall Aðalstjarna þáttanna er Natasha Lyonne, sem kom fram á sjónarsviðið árið 1998 sem fullskapað sjarmatröll í kvikmyndinni Slums of Beverly Hills. Skömmu síðar birtist hún sem hin veraldarvana Jessica í unglinga gamanmyndinni American Pie. Það var ekki aftur snúið, hún var búin að vinna hug og hjörtu áhorfenda sem fullsköpuð stjarna. Það var öllum augljóst að Natasha Lyonne væri stjarna eftir frammistöðu hennar í The Slums of Beverly Hills. En líkt og hjá svo mörgum ungmennum sem slá í gegn í Hollywood var gjálífið of heillandi og náði hún botni árið 2005 þegar hún var lögð inn á sjúkrahús með lifrabólgu C, sýkingu í hjarta, samfallið lunga og djúpt sokkin í heróínneyslu. Eftir að hafa farið í meðferð og náð að fóta sig á nýjan leik tók hana töluverðan tíma að ávinna sér traust fólks innan Hollywood-maskínunnar. Í kjölfar meðferðarinnar var hún mestmegnis í hlutverkum í sjálfstæðum kvikmyndum og í litlum hlutverkum í sjónvarpsþáttum. Það var svo árið 2013 sem henni var aftur treyst til stórræða þegar hún var ráðin í hlutverk Nicky í Netflix-þáttaröðinni Orange is the New Black. Þeir þættir runnu sitt skeið árið 2019, í kjölfarið tekur Netflix hana aftur upp á arma sína og létu hana fá sína eigin þáttaröð, Russian Doll. Sé einhver enn með efasemdir um hvort Lyonne hafi verið hleypt aftur inn í hlýjuna er sú staðreynd að NBC og Rian Johnson fengu hana til að leika aðalhlutverkið í þessari þáttaröð 100% staðfesting þess að hún er komin á þann stall sem hún svo sannarlega á heima. Hún veldur ekki vonbrigðum og er alveg stórkostleg, líkt og ávallt. Ekki allt góðar fréttir Eftir að hafa horft á fyrsta þáttinn var ég himinlifandi og hugsaði að einkunnirnar af Imdb.com og Metacritic væru hreinlega of lágar, því hann er alveg stórkostlegur. Það gengur allt upp. Hluti af því er að framvindan kemur sífellt á óvart. Áhorfendur bíða t.d. heillengi eftir því að aðalleikkonan, Lyonne, birtist á skjánum. Á meðan erum við hins vegar í góðum höndum því Adrian Brody og Benjamin Bratt keyra hasarinn áfram. Undirritaður hefði viljað meira af Adrian Brody. Þegar tíu mínútur eru liðnar af þættinum eru tvö morð framin, en skömmu síðar birtist aðalpersónan Charlie Cale (Lyonne) loks á skjánum. Ekki líður að löngu þar til við áttum okkur á að spólað hefur verið til baka í tíma og senurnar sem við horfum nú á gerast á sama tíma og þær sem við sáum í upphafi þáttar. Því fáum við nýtt sjónarhorn á framvindu fyrstu tíu mínútnanna, nú út frá Charlie. Þetta er skemmtilegt stílbragð og hluti af ánægjunni er að reyna að átta sig á hverslag sjónvarpsþátt við erum að horfa. Það var ótrúlega ánægjulegt að fylgjast með þessari þeytivindu fyrsta þáttarins og þegar honum var lokið var ég búinn að bíta á agnið og gat ekki beðið eftir þætti númer tvö. Þegar hann hófst skildi ég hins vegar ekki alveg hvað var í gangi, hann byrjaði nákvæmlega eins og þáttur númer eitt. Aftur vorum við kynnt fyrir nýjum persónum og kringumstæðum og Charlie hvergi sjáanleg. Ég athugaði raunverulega hvort ég væri að horfa á rangan þátt, en svo var ekki, þetta var sannarlega þáttur númer tvö af Poker Face. Natasha Lyonne er náttúrutalent af guðs náð. Hægt og rólega áttaði ég mig á því að Poker Face er allt öðruvísi þáttaröð en ég taldi; hún fylgir sömu formúlunni í hverjum þætti: Við kynnumst nýju fólki, eftir 10-15 mínútur er einhver myrtur, því næst er spólað til baka og við hittum Charlie rétt áður en atburðarás fyrsta hlutans átti sér stað. Strax stökkvið yfir hákarlinn Vandinn sem steðjar að Poker Face er að um leið og formið er orðið skýrt og uppsetning þess ekki lengur skemmtileg óvissuferð tapast töluvert af töfrum fyrsta þáttarins. Einnig eru höfundarnir mjög fljótlega komnir út í horn með það að skapa óvæntar en trúverðugar lausnir á þeim bobba sem Charlie kemur sér í. Þetta er tilkomið vegna þess að Charlie getur í raun ekki dregið lögregluna inn í morðmálin sem hún hefur vitneskju um þar sem bæði yfirvöld og þorparar fyrsta þáttar vilja hafa hendur í (80's) hári hennar. Vegna þessa þarf hin smávaxna Charlie í hverjum þætti að koma harðsvíruðum morðingja bak við lás og slá ein síns liðs. Það getur reynst erfitt, þar sem líkt og áður sagði, er hún smávaxin kona með enga sérstaka hæfileika umfram að geta sagt til um hvenær fólk lýgur. Það er í raun ekki svo margt sem hægt er að gera innan þessa ramma og þegar komið er í fimmta og nýjasta þátt er framvindan í lokakaflanum orðin allt að því fáránleg. Þar gengur Charlie enn og aftur inn í gin ljónsins, stendur andspænis tveimur morðingjum og segir þeim að hún viti hvað þeir gerðu. Planið hennar í þessu tilfelli var svo gjörsamlega absúrd að ég aftengdist því sem fyrir augu bar. Að höfundar Poker Face hafi neyðst til að „stökkva yfir hákarlinn“ strax í fimmta þættir segir til um hversu takmarkandi þessi rammi er sem Rian Johnson hefur gefið höfundum sínum. Stökk Fonzie yfir hákarlinn á sjóskíðum þótti ekki í flúkti við tón Happy Days. „The expression comes from an episode of the TV series Happy Days in which Fonzie, dressed in his trademark leather jacket, literally jumps over a shark while on waterskis. The moment was considered over-the-top and not keeping with the show's existing tone of examining everyday life in 1950s America.“ -TVtropes.org Sennilega hefði Poker Face verið best borgið sem kvikmynd, þar sem ofurmannlegt hugmyndaflug þarf til að koma Charlie úr vandræðum trekk í trekk án þess að það verði asnalegt. Það tókst a.m.k. ekki í þessum fimmta þætti. Einnig var fjórði þáttur alveg á grensunni en rétt slapp fyrir horn. Meira Murder She Wrote en Columbo Poker Face er því einskonar Murder She Wrote, nema á flakki um vegakerfi Bandaríkjanna: Murder She Wrote, on the Road. Líkt og Jessica Fletcher er Charlie Cale segull á að fólk í kringum hana sé myrt. Hins vegar er Natsaha Lyonne töluvert yngri en Angela Lansbury, og því markhópurinn yngri en sá sem horfði á Morðgátuna sálugu. Jessica Fletcher naut ekki mikilla vinsælda meðal ungmenna þjóðarinnar. Ég var barn og svo unglingur á þeim tíma sem Murder She Wrote var á dagskrá Stöðvar 2 og þótti þáttaröðin með því allra leiðinlegasta sem boðið var upp á í fátæklegu sjónvarpi þess tíma. Mig hryllir enn við píanóstefinu í upphafi þemalags þáttanna, því fyrir mér var það tilkynning um að nú væri sjónvarpsáhorfi mínu það laugardagskvöldið lokið. Fyrir sjónvarpssjúkling eins og mig var slíkt alveg hræðilegt. Reyndar segir Rian Johnson lögregluþættina Columbo helsta innblástur þáttaraðarinnar, en formúlan er fengin að láni þaðan. Við kynnumst fólki, morð er framið, við vitum hver gerði það, Columbo birtist og þarf að leysa málið. Þetta er því meira „whydunnit“ frekar en „whodunnit.“ Fyrir mér, sem vissi ekkert um þáttaröðina þegar ég hóf áhorf, er þessi fasta formúla ákveðin vonbrigði, mögulega er það þó eingöngu vegna þess hve listilega vel heppnaður fyrsti þátturinn er. Því er Poker Face í raun fórnarlamb eigin velgengni. Það er ekki endilega gott að byrja svo vel að erfitt reynist að fylgja því eftir. Þrátt fyrir þetta eru Poker Face-þættirnir mjög ánægjulegir áhorfs, þeir ná bara aldrei sömu hæðum og fyrsti þátturinn, sem er með því besta sem ég hef séð undanfarin misseri. Niðurstaða: Poker Face er hið fínasta skemmtiefni sem nær þó ekki fyllilega að fylgja eftir fyrsta þættinum sem var algjörlega framúrskarandi.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira