Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 15:00 Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Loftslagsmál Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar