„Allt í þessum drykk er bara drasl“ Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 14:01 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er ekki mikið fyrir innihaldið í íþróttadrykknum Prime. Vísir/Getty/Bylgjan Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. Þegar drykkurinn Prime fór í sölu hér á landi í lok síðasta árs myndaðist öngþveiti á sölustöðum drykkjarins. Dæmi voru um að börn skrópuðu í skólanum til að fjárfesta í drykknum sem er svo vinsæll að meira að segja tómar flöskur af honum hafa verið til sölu á netinu. Klippa: Bítið - Ættu börn að drekka tískudrykkinn Prime? Vinsældir drykkjarins má rekja til forsprakka hans, samfélagsmiðlastjarnanna KSI og Logan Paul. Aðdáendur þeirra víða um heim hafa beðið með eftirvæntingu eftir að smakka drykkinn síðan hann kom fyrst út. Áhyggjur af magni A-vítamíns í drykknum Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er þó ekki mikið fyrir Prime, sérstaklega þegar kemur að innihaldi drykkjarins. Fjallað hefur verið um óvenju mikið magn A-vítamíns í drykknum en í einni flösku er rúmlega tvöfaldur ráðlagður dagsskammtur fyrir börn af vítamíninu. Rætt var við Elísabetu um innihald drykkjarins í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það er of mikið A-vítamín fyrir börn en ég efast nú um… þau þurfa að drekka svolítið hressilega til að fá A-vítamín eitrun því A-vítamín er fituleysanlegt vítamín. Þau þurfa þá að borða eitthvað til að taka þetta upp, eitthvað sem er með fitu, þau þurfa þá að drekka þetta með mat. En þá er spurning ef þau eru ekki að drekka þetta með mat, hvað verður þá um A-vítamínið? Elísabet útskýrir að líkaminn skolar ekki út A-vítamíninu og því safnast það upp. „Það sem er vandamálið í þessu er að þau eru ekki að nýta þetta þannig þetta sest upp. Þú pissar þessu ekki, það er vandamálið sem fólk þarf að skilja. Þetta getur sest upp í lifrinni, þau eru að fara að drekka þetta á næstu mánuðum eða á meðan þessir áhrifavaldar eru ennþá vinsælir.“ Segir innihaldið vera „drasl“ Áhyggjur Elísabetar snúa þó ekki bara að magni A-vítamíns í drykknum. „Það sem er alvarlegt þarna það er sítrónusýra sem getur valdið skaða í slímhúðinni, börn með astma eru í hættu, börn með ristilvandamál eru í hættu. Þannig við gleymum að horfa á aðrar innihaldslýsingar sem geta skaðað börnin,“ segir hún. Þá var rætt um það hvort það ætti að banna drykkinn fyrir börn og ungmenni, sem eru einmitt helsti markhópur Prime. Elísabet útskýrði að drykkurinn væri innan marka og því komist hann hjá bönnum. Þó svo að drykkurinn sleppi í gegnum reglugerðir var Elísabet harðorð um innihald hans: „Allt í þessum drykk er bara drasl.“ Klippa: Aldrei séð annað eins Elísabet sagðist þó kannski geta huggað sig við að sjá amínósýrur í innihaldslýsingu drykkjarins. „Amínósýrur eru góðar fyrir taugaboðefnin. Krökkunum veitir nú ekki af því, aðeins að „bústa“ upp jákvæðnina og drifkraftinn.“ Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Bítið Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. 16. desember 2022 12:28 Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Þegar drykkurinn Prime fór í sölu hér á landi í lok síðasta árs myndaðist öngþveiti á sölustöðum drykkjarins. Dæmi voru um að börn skrópuðu í skólanum til að fjárfesta í drykknum sem er svo vinsæll að meira að segja tómar flöskur af honum hafa verið til sölu á netinu. Klippa: Bítið - Ættu börn að drekka tískudrykkinn Prime? Vinsældir drykkjarins má rekja til forsprakka hans, samfélagsmiðlastjarnanna KSI og Logan Paul. Aðdáendur þeirra víða um heim hafa beðið með eftirvæntingu eftir að smakka drykkinn síðan hann kom fyrst út. Áhyggjur af magni A-vítamíns í drykknum Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er þó ekki mikið fyrir Prime, sérstaklega þegar kemur að innihaldi drykkjarins. Fjallað hefur verið um óvenju mikið magn A-vítamíns í drykknum en í einni flösku er rúmlega tvöfaldur ráðlagður dagsskammtur fyrir börn af vítamíninu. Rætt var við Elísabetu um innihald drykkjarins í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það er of mikið A-vítamín fyrir börn en ég efast nú um… þau þurfa að drekka svolítið hressilega til að fá A-vítamín eitrun því A-vítamín er fituleysanlegt vítamín. Þau þurfa þá að borða eitthvað til að taka þetta upp, eitthvað sem er með fitu, þau þurfa þá að drekka þetta með mat. En þá er spurning ef þau eru ekki að drekka þetta með mat, hvað verður þá um A-vítamínið? Elísabet útskýrir að líkaminn skolar ekki út A-vítamíninu og því safnast það upp. „Það sem er vandamálið í þessu er að þau eru ekki að nýta þetta þannig þetta sest upp. Þú pissar þessu ekki, það er vandamálið sem fólk þarf að skilja. Þetta getur sest upp í lifrinni, þau eru að fara að drekka þetta á næstu mánuðum eða á meðan þessir áhrifavaldar eru ennþá vinsælir.“ Segir innihaldið vera „drasl“ Áhyggjur Elísabetar snúa þó ekki bara að magni A-vítamíns í drykknum. „Það sem er alvarlegt þarna það er sítrónusýra sem getur valdið skaða í slímhúðinni, börn með astma eru í hættu, börn með ristilvandamál eru í hættu. Þannig við gleymum að horfa á aðrar innihaldslýsingar sem geta skaðað börnin,“ segir hún. Þá var rætt um það hvort það ætti að banna drykkinn fyrir börn og ungmenni, sem eru einmitt helsti markhópur Prime. Elísabet útskýrði að drykkurinn væri innan marka og því komist hann hjá bönnum. Þó svo að drykkurinn sleppi í gegnum reglugerðir var Elísabet harðorð um innihald hans: „Allt í þessum drykk er bara drasl.“ Klippa: Aldrei séð annað eins Elísabet sagðist þó kannski geta huggað sig við að sjá amínósýrur í innihaldslýsingu drykkjarins. „Amínósýrur eru góðar fyrir taugaboðefnin. Krökkunum veitir nú ekki af því, aðeins að „bústa“ upp jákvæðnina og drifkraftinn.“
Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Bítið Börn og uppeldi Heilsa Tengdar fréttir N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. 16. desember 2022 12:28 Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. 16. desember 2022 12:28
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20