Minnisblaðið um flugvélina hafi komið of seint frá Gæslunni Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 15:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Landhelgisgæsluna hafa skilað minnisblaði um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn of seint. Minnisblaðið hafi borist þegar þingmenn voru komnir í jólafrí. Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun um fjárhagsmálefni Landhelgisgæslunnar. Aðallega var rætt um TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á fundinum en svo virðist vera sem rekstri hennar verði haldið áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Á fundinn mættu fulltrúar frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, Félagi skipstjórnarmanna, ríkislögreglustjóra og almannavörnum, Veðurstofunnar og Háskóla Íslands. Fulltrúarnir upplýstu nefndina um mikilvægi vélarinnar og hlutverk hennar ásamt því að veita tæknilegar upplýsingar um hana. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir að um sé að ræða öfluga vél sem sinni fjölbreyttu og mikilvægu hlutverki. „Það er búið að vera bagalegt fjármálalega séð í rauninni að hún sé ekki alltaf til staðar hér,“ segir hann. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæslan Komið er að miklu viðhaldi í tækjabúnaði flugvélarinnar og að sögn Vilhjálms er fer verkefnum hennar hér á landi fjölgandi. „Þannig að þetta er bara vinna sem við þurfum að vinna með ráðuneytinu og þessum stofnunum fram að næstu fjárlögum. Bara hvernig við ætlum að fjármagna rekstur Landhelgisgæslunnar almennt,“ segir hann. Þá segir hann að þetta sé spurning um hvernig hægt sé að forgangsraða og ganga úr skugga um að fjármunir hins opinbera séu nýttir eins vel og hægt er. „Við erum bara einhvern veginn stödd í miðjum storminum og það er bara fínt ef við getum tryggt TF-SIF áfram. Svo þurfum við bara að sjá hvort það sé hagkvæmast og hvort við náum mestum árangri þannig. Er hægt að nýta peningana betur eða eru þeir bara eins vel nýttir og hægt er? Það er bara það sem við þurfum að skoða núna.“ Minnisblaðið kom seint Það er þó eitt sem Vilhjálmi finnst skipta miklu máli þegar kemur að umræðunni um flugvélina. Það sé hve seint Landhelgisgæslan skilaði minnisblöðum um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn. Upphaflegt minnisblað, sem Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, skrifaði, um slæma fjáhagsstöðu Landhelgisgæslunnar barst í apríl í fyrra, en í því minnisblaði komu fram hugmyndir um að selja vélina ef ekki kæmi meira fjármagn. Þegar ákveðið var að auka fjárveitingu til Landhelgisgæslunnar um 600 milljónir króna stóð fjárlaganefnd í þeirri trú að það væri nóg. Vilhjálmur segir upplýsingar frá Landhelgisgæslunni um að þetta væri ekki nóg hafi borist of seint. „Ef fólk bara aðeins andar ofan í kviðinn og skoðar minnisblöðin og annað sem búið er að birta opinberlega um þetta mál þá klárar fjárlaganefnd aðra umræðu fjárlaga í lok nóvember, byrjun desember. En það er ekki fyrr en 8. desember sem Landhelgisgæslan segir að þessar 600 milljónir í aukinn rekstur og 250 milljónir í fjáraukalögum muni ekki duga til, það þurfi að fara í frekari hagræðingaraðgerðir en segir ekkert hvaða frekari aðgerðir það eru. Þannig að þá lítur út fyrir að það þurfi að fara í frekari aðgerðir en það er ekkert sem „alertar“ okkur að það sé ekki hægt að halda nokkurn veginn óbreyttum rekstri bara með því að fresta framkvæmdum, viðhaldi og svona.“ Í minnisblaðinu var einnig velt upp þeim möguleika að selja varðskipið Freyju.Vilhelm Gunnarsson Tíu dögum eftir að minnisblaðið barst frá Landhelgisgæslunni fór Alþingi svo í jólafrí, nánar tiltekið þann 16. desember. „En minnisblaðið frá Landhelgisgæslunni um að það þurfi stærri aðgerðir til að ná endum saman heldur en að höggva í reksturinn – það kemur 18. desember, eftir að þingið er farið í frí,“ segir Vilhjálmur. Í því minnisblaði hafi komið fram að einu leiðirnar til að laga reksturinn væru að selja flugvélina, varðskipið Freyju eða hætta með eina þyrluáhöfn. „Þannig það er ekki eins og að hvorki ráðuneytið né fjárlaganefnd hefði mátt vita þetta því þessar upplýsingar koma ekki fram fyrr en eftir að við ljúkum fjárlagaumræðum.“ Vélin áfram í rekstri út árið Framtíð vélarinnar til lengri tíma er enn óljós en svo virðist þó vera sem rekstri hennar verði haldið áfram að minnsta kosti út árið. „Ríkisstjórnin hefur allavega greinilega ákveðið á sínum vinnufundi að beita sér við því að rekstri vélarinnar verði haldið áfram út þetta ár. En það gerist þá ekki nema þau komi með fjáraukalög sem við fjöllum þá um þegar þau koma, sem verður væntanlega ekki fyrr en í haust,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að mér skilst að vélin muni þá vera áfram í rekstri þetta árið og beðið verði eftir niðurstöðu úr úttekt um rekstur Landhelgisgæslunnar á meðan.“ Vilhjálmur segir að enginn ágreiningur sé um mikilvægi verkefnanna sem flugvélin sinnir. „Allir eru sammála um mikilvægi þessara verkefna og þetta er bara spurning um hvernig við gerum þetta á sem skynsamlegastan og hagkvæman hátt,“ segir hann. Engar staðgengilsvörur fyrir neyðarviðbragðið Rætt hefur verið um aðrar og hagkvæmari lausnir sem gætu komið í stað flugvélarinnar. Þær virðast þó ekki geta sinnt öllum þeim hlutverkum sem vélin sinnir. „Af því við erum svo smá þá er hún kannski með fjölbreyttara hlutverk,“ segir Vilhjálmur. „Eins og við tölum um í samkeppnisrétti og svona þá eru engar staðgengilsvörur komnar fyrir þetta neyðarviðbragð. Það er alveg einhver tækni komin í staðinn en hún virkar ekki kannski í neyðarviðbragði. Þá er það kannski hin spurningin sem við höfum látið órætt of lengi, að við eigum þessa flottu vél en við höfum haft hana svo lítið til taks. Það er náttúrulega búið að vera bagalegt, við hefðum kannski átt að byrja þessa umræðu mikið fyrr.“ Tengd skjöl Minnisblað_Landhelgisgæslunnar_frá_4PDF86KBSækja skjal Minnisblað_Landhelgisgæslunnar_frá_5PDF44KBSækja skjal Minnisblað_Landhelgisgæslunnar_frá_18PDF160KBSækja skjal Landhelgisgæslan Alþingi Öryggis- og varnarmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Við erum ákaflega þakklát og ánægð“ Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi ákveðið að endurskoða ákvörðun um sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem styr hefur staðið um í vikunni. Viðbrögð við sölunni hafi ekki komið á óvart enda sé flugvélin gríðarlega mikilvægt öryggistæki. 4. febrúar 2023 13:11 Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun um fjárhagsmálefni Landhelgisgæslunnar. Aðallega var rætt um TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á fundinum en svo virðist vera sem rekstri hennar verði haldið áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Á fundinn mættu fulltrúar frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, Félagi skipstjórnarmanna, ríkislögreglustjóra og almannavörnum, Veðurstofunnar og Háskóla Íslands. Fulltrúarnir upplýstu nefndina um mikilvægi vélarinnar og hlutverk hennar ásamt því að veita tæknilegar upplýsingar um hana. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir að um sé að ræða öfluga vél sem sinni fjölbreyttu og mikilvægu hlutverki. „Það er búið að vera bagalegt fjármálalega séð í rauninni að hún sé ekki alltaf til staðar hér,“ segir hann. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæslan Komið er að miklu viðhaldi í tækjabúnaði flugvélarinnar og að sögn Vilhjálms er fer verkefnum hennar hér á landi fjölgandi. „Þannig að þetta er bara vinna sem við þurfum að vinna með ráðuneytinu og þessum stofnunum fram að næstu fjárlögum. Bara hvernig við ætlum að fjármagna rekstur Landhelgisgæslunnar almennt,“ segir hann. Þá segir hann að þetta sé spurning um hvernig hægt sé að forgangsraða og ganga úr skugga um að fjármunir hins opinbera séu nýttir eins vel og hægt er. „Við erum bara einhvern veginn stödd í miðjum storminum og það er bara fínt ef við getum tryggt TF-SIF áfram. Svo þurfum við bara að sjá hvort það sé hagkvæmast og hvort við náum mestum árangri þannig. Er hægt að nýta peningana betur eða eru þeir bara eins vel nýttir og hægt er? Það er bara það sem við þurfum að skoða núna.“ Minnisblaðið kom seint Það er þó eitt sem Vilhjálmi finnst skipta miklu máli þegar kemur að umræðunni um flugvélina. Það sé hve seint Landhelgisgæslan skilaði minnisblöðum um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn. Upphaflegt minnisblað, sem Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, skrifaði, um slæma fjáhagsstöðu Landhelgisgæslunnar barst í apríl í fyrra, en í því minnisblaði komu fram hugmyndir um að selja vélina ef ekki kæmi meira fjármagn. Þegar ákveðið var að auka fjárveitingu til Landhelgisgæslunnar um 600 milljónir króna stóð fjárlaganefnd í þeirri trú að það væri nóg. Vilhjálmur segir upplýsingar frá Landhelgisgæslunni um að þetta væri ekki nóg hafi borist of seint. „Ef fólk bara aðeins andar ofan í kviðinn og skoðar minnisblöðin og annað sem búið er að birta opinberlega um þetta mál þá klárar fjárlaganefnd aðra umræðu fjárlaga í lok nóvember, byrjun desember. En það er ekki fyrr en 8. desember sem Landhelgisgæslan segir að þessar 600 milljónir í aukinn rekstur og 250 milljónir í fjáraukalögum muni ekki duga til, það þurfi að fara í frekari hagræðingaraðgerðir en segir ekkert hvaða frekari aðgerðir það eru. Þannig að þá lítur út fyrir að það þurfi að fara í frekari aðgerðir en það er ekkert sem „alertar“ okkur að það sé ekki hægt að halda nokkurn veginn óbreyttum rekstri bara með því að fresta framkvæmdum, viðhaldi og svona.“ Í minnisblaðinu var einnig velt upp þeim möguleika að selja varðskipið Freyju.Vilhelm Gunnarsson Tíu dögum eftir að minnisblaðið barst frá Landhelgisgæslunni fór Alþingi svo í jólafrí, nánar tiltekið þann 16. desember. „En minnisblaðið frá Landhelgisgæslunni um að það þurfi stærri aðgerðir til að ná endum saman heldur en að höggva í reksturinn – það kemur 18. desember, eftir að þingið er farið í frí,“ segir Vilhjálmur. Í því minnisblaði hafi komið fram að einu leiðirnar til að laga reksturinn væru að selja flugvélina, varðskipið Freyju eða hætta með eina þyrluáhöfn. „Þannig það er ekki eins og að hvorki ráðuneytið né fjárlaganefnd hefði mátt vita þetta því þessar upplýsingar koma ekki fram fyrr en eftir að við ljúkum fjárlagaumræðum.“ Vélin áfram í rekstri út árið Framtíð vélarinnar til lengri tíma er enn óljós en svo virðist þó vera sem rekstri hennar verði haldið áfram að minnsta kosti út árið. „Ríkisstjórnin hefur allavega greinilega ákveðið á sínum vinnufundi að beita sér við því að rekstri vélarinnar verði haldið áfram út þetta ár. En það gerist þá ekki nema þau komi með fjáraukalög sem við fjöllum þá um þegar þau koma, sem verður væntanlega ekki fyrr en í haust,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að mér skilst að vélin muni þá vera áfram í rekstri þetta árið og beðið verði eftir niðurstöðu úr úttekt um rekstur Landhelgisgæslunnar á meðan.“ Vilhjálmur segir að enginn ágreiningur sé um mikilvægi verkefnanna sem flugvélin sinnir. „Allir eru sammála um mikilvægi þessara verkefna og þetta er bara spurning um hvernig við gerum þetta á sem skynsamlegastan og hagkvæman hátt,“ segir hann. Engar staðgengilsvörur fyrir neyðarviðbragðið Rætt hefur verið um aðrar og hagkvæmari lausnir sem gætu komið í stað flugvélarinnar. Þær virðast þó ekki geta sinnt öllum þeim hlutverkum sem vélin sinnir. „Af því við erum svo smá þá er hún kannski með fjölbreyttara hlutverk,“ segir Vilhjálmur. „Eins og við tölum um í samkeppnisrétti og svona þá eru engar staðgengilsvörur komnar fyrir þetta neyðarviðbragð. Það er alveg einhver tækni komin í staðinn en hún virkar ekki kannski í neyðarviðbragði. Þá er það kannski hin spurningin sem við höfum látið órætt of lengi, að við eigum þessa flottu vél en við höfum haft hana svo lítið til taks. Það er náttúrulega búið að vera bagalegt, við hefðum kannski átt að byrja þessa umræðu mikið fyrr.“ Tengd skjöl Minnisblað_Landhelgisgæslunnar_frá_4PDF86KBSækja skjal Minnisblað_Landhelgisgæslunnar_frá_5PDF44KBSækja skjal Minnisblað_Landhelgisgæslunnar_frá_18PDF160KBSækja skjal
Landhelgisgæslan Alþingi Öryggis- og varnarmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Við erum ákaflega þakklát og ánægð“ Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi ákveðið að endurskoða ákvörðun um sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem styr hefur staðið um í vikunni. Viðbrögð við sölunni hafi ekki komið á óvart enda sé flugvélin gríðarlega mikilvægt öryggistæki. 4. febrúar 2023 13:11 Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
„Við erum ákaflega þakklát og ánægð“ Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi ákveðið að endurskoða ákvörðun um sölu á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem styr hefur staðið um í vikunni. Viðbrögð við sölunni hafi ekki komið á óvart enda sé flugvélin gríðarlega mikilvægt öryggistæki. 4. febrúar 2023 13:11
Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02