Iva klippt út úr myndbandi um gott aðgengi vegna skoðana sinna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2023 12:25 Iva þótti ekki hafa réttu skoðanirnar til að birtast í myndbandi um bætt aðgengi fatlaðra á ferðamannastöðum. vísir/brennslan Söngkonunni og laganemanum Ivu Marín Adrichem var illa brugðið þegar settur ferðamálastjóri, Elías Bj. Gíslason, tilkynnti henni að brugðið hafi verið á það ráð að taka myndband sem fjallar um bætt aðgengi á ferðamannastöðum úr birtingu og klippa hana út. Í orðsendingu til hennar þakkar Elías henni enn og aftur fyrir að taka þátt í myndböndunum um Gott aðgengi. „Þegar myndböndin voru gerð opinber bárust athugasemdir til Sjálfsbjargar og ÖBÍ vegna þinnar þátttöku. Athugasemdirnar lúta að opinberum skoðunum þínum gegn transfólki og þar sem við viljum alls ekki að þetta verkefni dragist inn í þá umræðu þá verðum við því miður að endurgera myndböndin og fá annan blindan einstakling til verksins.“ Elías vonar að Iva skilji afstöðu þeirra því mikilvægt sé að bætt aðgengi sé „aðalfókusinn en ekki skoðanir þeirra sem að verkefninu koma.“ Iva spyr hvort hugmyndin sé sú að aðeins þeir sem eru tiltekinnar skoðunar eigi að komast um? Hún telur á sér brotið og ætlar að leita réttar síns. Hún segir að málið varði mannréttindi okkar allra. Iva hefur verið í forsvari fyrir LBG teymið, umræðuvettvang sam- og tvíkynhneigðs fólks, sem hefur gefið sig út fyrir að vilja „breyta áherslum“ í umræðu um kynhneigð sína og standa vörð um tjáningarfrelsið. Samtökin '78 og fleiri hafa gagnrýnt LBG teymið sem hefur verið sakað um transfóbíu. Iva hefur hafnað slíkum ásökunum. „Við sem samfélag þurfum að eiga samtal um þessa stefnu í átt til einnar leyfilegrar skoðunar,“ segir Iva í samtali við Vísi. Iva hefur ráðfært sig við löglærða aðila og er að auki sjálf í laganámi. „Bótakrafa er á dagskrá en með þessu er verið að vega að mínu mannorði og stofna atvinnutækifærum mínum í hættu. Þannig er verið að valda mér miska. Ég vil reyna tryggja að svona sé ekki komið fram við almenna borgara af hálfu opinberra aðila.“ Annar blindur einstaklingur fenginn í stað Ivu Umrætt myndband er liður í fræðsluverkefninu Gott aðgengi í ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa vann í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra og Öryrkjabandalag Íslands. Iva segir að í símtali hennar við Ferðamálastjóra kom fram að kvartanir um þátttöku mína hafi þegar borist eftir frumsýningu myndbandsins síðastliðið haust og að nýtt myndband sé komið í framleiðslu. Elías Bj Gíslason tilkynnti Ivu að borist hafi kvartanir vegna óæskilegra skoðana hennar og því væri ekki hægt að hafa hana í myndbandinu.Ferðamálastofa „Að myndbandið yrði endurgert og annar blindur einstaklingur fenginn til verksins í minn stað. Þó var ég ekki upplýst um málið fyrr og greinilegt að ég fái ekki tækifæri til að andmæla þeirri ákvörðun að endurgera myndbandið vegna skoðana minna. Eftir samtal við ferðamálastjóra er ljóst að honum er hvorki kunnugt um hverjir gerðu athugasemdir við hlutverk mitt í myndbandinu, né hvaða skoðana minna eða ummæla þær athugasemdir taka til efnislega. Af Facebook skilaboðunum frá ferðamálastjóra má hins vegar leiða að mér hafi verið gerðar upp skoðanir sem ég gengst ekki við að hafa.“ Iva segir þannig að enginn viti fyrir víst hvað það sé sem um ræðir. Henni þykir ámælisvert að opinberir aðilar og félagasamtök taki við óljósum umkvörtunum af þessu tagi og fylgi fyrirmælum sem í þær eru innbyggðar til hins ítrasta. Hún sjálf segist ekki vita fyrir víst um hvað þetta snýst. „Ég var fyrir um það bil þremur árum virk í umræðunni um femínismi og kynjapólitík. Ég dró mig út úr því vegna þess að ég fór að gera annað,“ segir Iva sem hefur enga hug á að réttlæta það. Og þetta komi hinu ópólitíska verkefni um bætt aðgengi ekki nokkurn skapaðan hlut við. Opinberar stofnanir hlýði tilteknum hópi í blindni „Ég er búin að leita um allt net og finn engin ummæli mín sem mega heita öfga-, haturs- eða ofbeldisfull gagnvart nokkrum manni.“ Iva telur sjálfa sig þolanda ofbeldis í þessu máli, að þarna sé verið að stefna atvinnumöguleikum sínum í hættu og að hún sé að kúguð vegna skoðana sinna. Verið sé með þessu að kæfa allt sem kalla má lýðræðislega umræðu. Skilaboðin sem Ivu bárust frá settum ferðamálastjóra Íslands.skjáskot „Að stjórnvöld og hagsmunasamtök stundi svona vinnubrögð innbyrðis, sem eiga að starfa í almannaþágu og gæta jafnræðis, er ámælisvert. Mér er persónulega alveg sama þó einstaklingar kvarti en að það sé hægt að hringja í opinbera aðila og hagsmunasamtök og það er umsvifalaust og skilyrðislaust tekið mark á því?!“ Iva segist hafa reynt að ná sáttum og fór fram á að ákvörðunin yrði dregin til baka en ekki var tekið mark á því. „Ekkert samtal um mínar skoðanir voru í boði, sem koma þessum verkefnum ekki við. Ég er ekki öfgamanneskja og þarf engan til að segja mér að svo sé. Þetta verður að stoppa strax.“ Virði ekki sjálf mannréttindaákvæði stjórnarskrár Iva vísar í því sambandi til þess að samkvæmt stjórnarskrá allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar á Íslandi. Þar er jafnframt að finna jafnræðisregluna, meginreglu stjórnsýsluréttarins sem stjórnvöldum, þar á meðal Ferðamálastofu, ber skylda til að virða. „Í henni felst að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda, án tillits til tiltekinna þátta, þar á meðal skoðana. Iva telur vert að grípa í taumana strax því þetta sé með öllu óásættanlegt. Hún ætlar að leita réttar síns.vísir Því gerast Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ augljóslega brotleg við meginstoðir réttarríkisins með ákvörðun sinni um að skerða rétt minn til atvinnuþátttöku vegna pólitískra skoðana, auk þess að valda mér fjárhagslegu tjóni, mannorðsskaða og andlegum miska. Sérstaklega er ámælisvert af Ferðamálastofu, sem lögum samkvæmt flokkast undir stjórnvald, að taka slíka ákvörðun byggða á nafnlausum athugasemdum, án þess að hafa rætt við alla málsaðila eða kynnt sér forsendur og sannleiksgildi athugasemdanna efnislega.“ Iva segir skjóta skökku við að samtök sem beita sér fyrir réttindum fatlaðs fólks geti ekki virt mannréttindaákvæði stjórnarskrár í eigin starfi. „Hér hefur ÖBÍ sýnt í verki að samtökin starfi ekki í þágu alls fatlaðs fólks þar sem þau eru reiðubúin að mismuna einstaklingum á grundvelli opinberra skoðana. Er gott aðgengi aðeins ætlað þeim sem uppfylla skilyrði ofangreindra aðila um æskilegar skoðanir?“ Iva hafi skoðanir sem gangi gegn réttindum fólks Uppfært 12:40 Elías B. Gíslason tjáði Vísi að ekki stæði til að svara því opinberlega sem fram kemur í máli Ivu nema í því sem frem kemur í yfirlýsingu sem Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ - réttindasamtök senda frá sér sameiginlega vegna málsins. Þar kemur fram að Iva hafi viðhaft skoðani sem gangi gegn réttindum fólks og að hún hafi tilheyrt samtökum sem vegið hafa að réttindum transfólks. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Undir lok síðasta árs kom í ljós að einstaklingur sem fenginn var gegn greiðslu til þátttöku í gerð fræðsluefnis fyrir verkefnið Gott aðgengi, á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við Sjálfsbjörg, ÖBÍ réttindasamtök, o.fl., hefur tilheyrt samtökum sem vegið hafa að réttindum trans fólks. Eftir að fræðsluefnið var birt á heimasíðum samstarfsaðilanna bárust athugasemdir vegna þátttöku viðkomandi og var sú ákvörðun tekin í kjölfarið að hætta birtingu efnisins. Megintilgangur verkefnisins er að fræða og upplýsa. Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess. Hver einstaklingur er að sjálfsögðu frjáls að sínum skoðunum en mikilvægt er að sá sem fenginn er til að vera í forsvari fyrir verkefni á borð við Gott aðgengi sé trúverðug rödd þeirra sjónarmiða sem verkefnið stendur fyrir. F.h. samstarfsaðila um verkefnið Gott aðgengi Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ – réttindasamtök. Tjáningarfrelsi Stjórnarskrá Dómsmál Ferðaþjónusta fatlaðra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. 21. janúar 2020 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Í orðsendingu til hennar þakkar Elías henni enn og aftur fyrir að taka þátt í myndböndunum um Gott aðgengi. „Þegar myndböndin voru gerð opinber bárust athugasemdir til Sjálfsbjargar og ÖBÍ vegna þinnar þátttöku. Athugasemdirnar lúta að opinberum skoðunum þínum gegn transfólki og þar sem við viljum alls ekki að þetta verkefni dragist inn í þá umræðu þá verðum við því miður að endurgera myndböndin og fá annan blindan einstakling til verksins.“ Elías vonar að Iva skilji afstöðu þeirra því mikilvægt sé að bætt aðgengi sé „aðalfókusinn en ekki skoðanir þeirra sem að verkefninu koma.“ Iva spyr hvort hugmyndin sé sú að aðeins þeir sem eru tiltekinnar skoðunar eigi að komast um? Hún telur á sér brotið og ætlar að leita réttar síns. Hún segir að málið varði mannréttindi okkar allra. Iva hefur verið í forsvari fyrir LBG teymið, umræðuvettvang sam- og tvíkynhneigðs fólks, sem hefur gefið sig út fyrir að vilja „breyta áherslum“ í umræðu um kynhneigð sína og standa vörð um tjáningarfrelsið. Samtökin '78 og fleiri hafa gagnrýnt LBG teymið sem hefur verið sakað um transfóbíu. Iva hefur hafnað slíkum ásökunum. „Við sem samfélag þurfum að eiga samtal um þessa stefnu í átt til einnar leyfilegrar skoðunar,“ segir Iva í samtali við Vísi. Iva hefur ráðfært sig við löglærða aðila og er að auki sjálf í laganámi. „Bótakrafa er á dagskrá en með þessu er verið að vega að mínu mannorði og stofna atvinnutækifærum mínum í hættu. Þannig er verið að valda mér miska. Ég vil reyna tryggja að svona sé ekki komið fram við almenna borgara af hálfu opinberra aðila.“ Annar blindur einstaklingur fenginn í stað Ivu Umrætt myndband er liður í fræðsluverkefninu Gott aðgengi í ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa vann í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra og Öryrkjabandalag Íslands. Iva segir að í símtali hennar við Ferðamálastjóra kom fram að kvartanir um þátttöku mína hafi þegar borist eftir frumsýningu myndbandsins síðastliðið haust og að nýtt myndband sé komið í framleiðslu. Elías Bj Gíslason tilkynnti Ivu að borist hafi kvartanir vegna óæskilegra skoðana hennar og því væri ekki hægt að hafa hana í myndbandinu.Ferðamálastofa „Að myndbandið yrði endurgert og annar blindur einstaklingur fenginn til verksins í minn stað. Þó var ég ekki upplýst um málið fyrr og greinilegt að ég fái ekki tækifæri til að andmæla þeirri ákvörðun að endurgera myndbandið vegna skoðana minna. Eftir samtal við ferðamálastjóra er ljóst að honum er hvorki kunnugt um hverjir gerðu athugasemdir við hlutverk mitt í myndbandinu, né hvaða skoðana minna eða ummæla þær athugasemdir taka til efnislega. Af Facebook skilaboðunum frá ferðamálastjóra má hins vegar leiða að mér hafi verið gerðar upp skoðanir sem ég gengst ekki við að hafa.“ Iva segir þannig að enginn viti fyrir víst hvað það sé sem um ræðir. Henni þykir ámælisvert að opinberir aðilar og félagasamtök taki við óljósum umkvörtunum af þessu tagi og fylgi fyrirmælum sem í þær eru innbyggðar til hins ítrasta. Hún sjálf segist ekki vita fyrir víst um hvað þetta snýst. „Ég var fyrir um það bil þremur árum virk í umræðunni um femínismi og kynjapólitík. Ég dró mig út úr því vegna þess að ég fór að gera annað,“ segir Iva sem hefur enga hug á að réttlæta það. Og þetta komi hinu ópólitíska verkefni um bætt aðgengi ekki nokkurn skapaðan hlut við. Opinberar stofnanir hlýði tilteknum hópi í blindni „Ég er búin að leita um allt net og finn engin ummæli mín sem mega heita öfga-, haturs- eða ofbeldisfull gagnvart nokkrum manni.“ Iva telur sjálfa sig þolanda ofbeldis í þessu máli, að þarna sé verið að stefna atvinnumöguleikum sínum í hættu og að hún sé að kúguð vegna skoðana sinna. Verið sé með þessu að kæfa allt sem kalla má lýðræðislega umræðu. Skilaboðin sem Ivu bárust frá settum ferðamálastjóra Íslands.skjáskot „Að stjórnvöld og hagsmunasamtök stundi svona vinnubrögð innbyrðis, sem eiga að starfa í almannaþágu og gæta jafnræðis, er ámælisvert. Mér er persónulega alveg sama þó einstaklingar kvarti en að það sé hægt að hringja í opinbera aðila og hagsmunasamtök og það er umsvifalaust og skilyrðislaust tekið mark á því?!“ Iva segist hafa reynt að ná sáttum og fór fram á að ákvörðunin yrði dregin til baka en ekki var tekið mark á því. „Ekkert samtal um mínar skoðanir voru í boði, sem koma þessum verkefnum ekki við. Ég er ekki öfgamanneskja og þarf engan til að segja mér að svo sé. Þetta verður að stoppa strax.“ Virði ekki sjálf mannréttindaákvæði stjórnarskrár Iva vísar í því sambandi til þess að samkvæmt stjórnarskrá allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar á Íslandi. Þar er jafnframt að finna jafnræðisregluna, meginreglu stjórnsýsluréttarins sem stjórnvöldum, þar á meðal Ferðamálastofu, ber skylda til að virða. „Í henni felst að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda, án tillits til tiltekinna þátta, þar á meðal skoðana. Iva telur vert að grípa í taumana strax því þetta sé með öllu óásættanlegt. Hún ætlar að leita réttar síns.vísir Því gerast Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ augljóslega brotleg við meginstoðir réttarríkisins með ákvörðun sinni um að skerða rétt minn til atvinnuþátttöku vegna pólitískra skoðana, auk þess að valda mér fjárhagslegu tjóni, mannorðsskaða og andlegum miska. Sérstaklega er ámælisvert af Ferðamálastofu, sem lögum samkvæmt flokkast undir stjórnvald, að taka slíka ákvörðun byggða á nafnlausum athugasemdum, án þess að hafa rætt við alla málsaðila eða kynnt sér forsendur og sannleiksgildi athugasemdanna efnislega.“ Iva segir skjóta skökku við að samtök sem beita sér fyrir réttindum fatlaðs fólks geti ekki virt mannréttindaákvæði stjórnarskrár í eigin starfi. „Hér hefur ÖBÍ sýnt í verki að samtökin starfi ekki í þágu alls fatlaðs fólks þar sem þau eru reiðubúin að mismuna einstaklingum á grundvelli opinberra skoðana. Er gott aðgengi aðeins ætlað þeim sem uppfylla skilyrði ofangreindra aðila um æskilegar skoðanir?“ Iva hafi skoðanir sem gangi gegn réttindum fólks Uppfært 12:40 Elías B. Gíslason tjáði Vísi að ekki stæði til að svara því opinberlega sem fram kemur í máli Ivu nema í því sem frem kemur í yfirlýsingu sem Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ - réttindasamtök senda frá sér sameiginlega vegna málsins. Þar kemur fram að Iva hafi viðhaft skoðani sem gangi gegn réttindum fólks og að hún hafi tilheyrt samtökum sem vegið hafa að réttindum transfólks. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Undir lok síðasta árs kom í ljós að einstaklingur sem fenginn var gegn greiðslu til þátttöku í gerð fræðsluefnis fyrir verkefnið Gott aðgengi, á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við Sjálfsbjörg, ÖBÍ réttindasamtök, o.fl., hefur tilheyrt samtökum sem vegið hafa að réttindum trans fólks. Eftir að fræðsluefnið var birt á heimasíðum samstarfsaðilanna bárust athugasemdir vegna þátttöku viðkomandi og var sú ákvörðun tekin í kjölfarið að hætta birtingu efnisins. Megintilgangur verkefnisins er að fræða og upplýsa. Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess. Hver einstaklingur er að sjálfsögðu frjáls að sínum skoðunum en mikilvægt er að sá sem fenginn er til að vera í forsvari fyrir verkefni á borð við Gott aðgengi sé trúverðug rödd þeirra sjónarmiða sem verkefnið stendur fyrir. F.h. samstarfsaðila um verkefnið Gott aðgengi Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ – réttindasamtök.
Undir lok síðasta árs kom í ljós að einstaklingur sem fenginn var gegn greiðslu til þátttöku í gerð fræðsluefnis fyrir verkefnið Gott aðgengi, á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við Sjálfsbjörg, ÖBÍ réttindasamtök, o.fl., hefur tilheyrt samtökum sem vegið hafa að réttindum trans fólks. Eftir að fræðsluefnið var birt á heimasíðum samstarfsaðilanna bárust athugasemdir vegna þátttöku viðkomandi og var sú ákvörðun tekin í kjölfarið að hætta birtingu efnisins. Megintilgangur verkefnisins er að fræða og upplýsa. Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess. Hver einstaklingur er að sjálfsögðu frjáls að sínum skoðunum en mikilvægt er að sá sem fenginn er til að vera í forsvari fyrir verkefni á borð við Gott aðgengi sé trúverðug rödd þeirra sjónarmiða sem verkefnið stendur fyrir. F.h. samstarfsaðila um verkefnið Gott aðgengi Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ – réttindasamtök.
Tjáningarfrelsi Stjórnarskrá Dómsmál Ferðaþjónusta fatlaðra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. 21. janúar 2020 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. 21. janúar 2020 10:00