Afneitun um íslenskt heilbrigðiskerfi Guðbrandur Einarsson skrifar 8. febrúar 2023 12:31 Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar