„Svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 11:59 Björgvin Páll Gústavsson bendir á KA og gefur í skyn að félagið standi ekki með Val í Evrópubaráttunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mér finnst alveg magnað að Björgvin Páll sé að standa í því að bauna á okkur,“ segir Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vegna ummæla Björgvins Páls Gústavssonar á Twitter í dag. Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira