Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Daníel O. Einarsson skrifar 12. febrúar 2023 08:00 Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. Alvarlegar aðfinnslur stéttarfélaga leigubifreiðastjóra voru hunsaðar á öllum stigum máls enda ráðamönnum ekki umhugað um annað en lúta vilja stórfyrirtækjanna í landinu sem barist hafa fyrir afregluvæðingu greinarinnar um langt árabil. Peningjahyggjan ræður för. Lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði, atvinnuréttindi heillar starfsstéttar og neytendavernd mega sín minna í huga þeirra sem valdið fara með. Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu. Með atvinnurógi á ég við þann linnulausa áróður sem rekinn hefur verið gegn leigubifreiðastjórum í kjölfar erfiðleika sem hafa verið við að uppfylla þjónustu eftir allt sem gekk á með kórónuveiruna, en margir bifreiðastjórar létu þá af akstri og við bætist umfangsmikil ólögmæt starfsemi sem grafið hefur lengi undan lögverndaðri atvinnugrein, sem leigubifreiðaakstur er. Stjórnvöld hafa ekkert aðhafst til að amast við umræddum afbrotum sem fram hafa farið fyrir opnum tjöldum. Vatn á myllu svarta markaðarins Með nýjum lögum um leigubifreiðar hefur hið háa Alþingi ákveðið að endurtaka hér á landi sömu mistök og gerð hafa verið í leigubifreiðamálum nágrannaríkjanna – nú seinast í Noregi – þar sem ríkir öngþveiti og stórfelld skattaundanskot eiga sér stað undir yfirskini amerískra vörumerkja, svokallaðra „farveitna“, sem hirða stóran hluta ágóðans af starfseminni (og flytja hann úr landi). Þá hefur þjónustan versnað stórum og eftir svo litlu að slægjast fyrir bifreiðastjóra að veruleg félagsleg undirboð eiga sér nú stað. Þarna birtist vilji stórkapítalistanna: niðurbrot réttinda launfólks með innleiðingu hark-hagkerfisins. Með nýjum lögum er stigið skref aftur til þeirra tíma er launafólk naut lítilla sem engra réttinda. Með þessum aðförum að stéttinni kusu m.a.s. þingmenn sem hafa gefið sig út fyrir að vera sérstakir talsmenn launafólks. Ögmundur Jónasson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, gerði þetta að umtalsefni í pistli í Morgunblaðinu, 7. janúar sl. Hann spurði hvort einhverjir úr röðum áðurnefndra þingmanna hefðu ekki síðastliðið „haust verið með hástemmdar yfirlýsingar um að ekki mætti veikja réttindi fólks á vinnumarkaði? Hvers vegna var þetta þá gert? Hvers vegna var ekki hlustað á samtök leigubílstjóra sem andmæltu þessum breytingum og hnykktu á með stuttri vinnustöðvun?“ Og Ögmundur bætir við: „Fái markaðurinn einn ráðið má ganga út frá því sem vísu að margir sæju sér hag í því að vinna eingöngu þegar eftirspurnin er mest og minnst þarf að hafa fyrir því að ná í viðskiptavini. Í því samhengi er talað um rjómafleytingar. Þetta reyna stöðvarnar og samtök bílstjóra að forðast með skipulagi svo að alltaf séu bílar til þjónustu, ekki of fáir en heldur ekki of margir.“ Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja. Fyrir vikið hefur vantað bíla utan háannatíma og þjónusta við neytendur því stórum verri en fyrr. Þá geta bifreiðastjórar starfað óséðir og á óskráðum bifreiðum ef ekki verður tryggt eftirlit á hverri bifreið og með hverjum bifreiðastjóra áður en starfsemi hefst. Hér verða að gilda sömu reglur um alla þá sem stunda leigubifreiðaakstur, hvort sem það er aðalatvinna viðkomandi eða hlutastarf. Allir eiga að lúta að sömu leikreglum og skilyrðum. Undanþága frá gjaldmæli er mismunun, bæði gagnvart bílstjórum og neytendum, þar sem fyrirfram samið verð er oft hærra en raunverð gjaldmælis. Við viljum ekki að þjónusta leigubifreiðastjóra verði að vígvelli eins og gerst hefur á hinum Norðurlöndunum, þar sem bílsjórar slást sín á milli út af stæðum og ferðum. Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja öryggi almennings? Enn er von um að takmarka megi þann skaða sem nýja löggjöfin mun óhjákvæmilega valda en miklu skiptir að vandað verði til nýrrar reglugerðar samgönguráðherra sem sett verður með stoð í lögunum. Þar þarf að kveða skýrt á um fagmennsku í greininni og þar með neytendavernd. Viðhalda þarf kröfu um símsvörun svo dæmi sé tekið og að bifreiðastjórar hafi staðist íslenskupróf, en í lögum um danska leigubifreiðastjóra er t.a.m. ákvæði þess efnis að enginn fái að aka leigubifreið þar í landi nema hafa undirgengist próf í dönsku. Að sama skapi þarf að hafa inni í reglugerðinni kröfur um hreint sakavottorð og að leyfishafar hafi reynslu af leigubifreiðaakstri. Tryggja þarf með reglugerðinni að ákveðið hlutfall leigubifreiðastjóra sinni þessu starfi að aðalatvinnu. Það tryggir að þjónustu sé haldið uppi alla daga ársins, allan sólarhringinn. Tryggja þarf ákveðna lágmarksumgjörð lögverndunar svo þessi mikilvægi hlekkur í samgönguinnviðum landsins verði ekki eyðilagður. Til stendur að nýju lögin um leigubifreiðar öðlist gildi í byrjun apríl nk. En í þeim segir enn fremur að þau skuli endurskoðuð að tveimur árum liðnum. Hvað á að skoða eftir tvö ár ef það er ekki hægt að skoða atvinnugreinina í upphafi? Ef ráðamenn legðu við hlustir heyrðu þeir kannski – og fengju skilið – þær alvarlegu aðfinnslur sem við leigubifreiðastjórar höfum gert, m.a. varðandi ólögmæta starfsemi í greininni sem fengið hefur að þrífast óáreitt. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að kanna nýtingu leyfa til leigubifreiðaaksturs og þannig fengið yfirsýn yfir framboð. Réttast væri að fresta gildistökunni um tvö ár – einkum og sér í lagi til að fylgjast með reynslu Norðmanna og annarra Evrópuþjóða af afregluvæðingu atvinnugreinarinnar, en í Noregi stendur yfir vinna við endurskoðun nýrrar löggjafar um leigubifreiðaakstur í ljósi þess hversu hörmulega hefur til tekist. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra. Að sama skapi ítreka félög leigubifreiðastjóra þá kröfu sína að eftirlit verði eflt með ólögmætri starfsemi í greininni. Með fjölgun leigubifreiða mun þörfin fyrir eftirlit aukast mjög enda hætt við að leigubifreiðaakstur verði skálkaskjól fyrir hvers kyns glæpastarfsemi. Við gildistöku nýrra laga skiptir meginmáli að fagmennsku í greininni verði viðhaldið eins vel og kostur er með skýrum kröfum í reglugerð ráðherra um leigubifreiðaakstur. Höfundur er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigubílar Alþingi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. Alvarlegar aðfinnslur stéttarfélaga leigubifreiðastjóra voru hunsaðar á öllum stigum máls enda ráðamönnum ekki umhugað um annað en lúta vilja stórfyrirtækjanna í landinu sem barist hafa fyrir afregluvæðingu greinarinnar um langt árabil. Peningjahyggjan ræður för. Lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði, atvinnuréttindi heillar starfsstéttar og neytendavernd mega sín minna í huga þeirra sem valdið fara með. Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu. Með atvinnurógi á ég við þann linnulausa áróður sem rekinn hefur verið gegn leigubifreiðastjórum í kjölfar erfiðleika sem hafa verið við að uppfylla þjónustu eftir allt sem gekk á með kórónuveiruna, en margir bifreiðastjórar létu þá af akstri og við bætist umfangsmikil ólögmæt starfsemi sem grafið hefur lengi undan lögverndaðri atvinnugrein, sem leigubifreiðaakstur er. Stjórnvöld hafa ekkert aðhafst til að amast við umræddum afbrotum sem fram hafa farið fyrir opnum tjöldum. Vatn á myllu svarta markaðarins Með nýjum lögum um leigubifreiðar hefur hið háa Alþingi ákveðið að endurtaka hér á landi sömu mistök og gerð hafa verið í leigubifreiðamálum nágrannaríkjanna – nú seinast í Noregi – þar sem ríkir öngþveiti og stórfelld skattaundanskot eiga sér stað undir yfirskini amerískra vörumerkja, svokallaðra „farveitna“, sem hirða stóran hluta ágóðans af starfseminni (og flytja hann úr landi). Þá hefur þjónustan versnað stórum og eftir svo litlu að slægjast fyrir bifreiðastjóra að veruleg félagsleg undirboð eiga sér nú stað. Þarna birtist vilji stórkapítalistanna: niðurbrot réttinda launfólks með innleiðingu hark-hagkerfisins. Með nýjum lögum er stigið skref aftur til þeirra tíma er launafólk naut lítilla sem engra réttinda. Með þessum aðförum að stéttinni kusu m.a.s. þingmenn sem hafa gefið sig út fyrir að vera sérstakir talsmenn launafólks. Ögmundur Jónasson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, gerði þetta að umtalsefni í pistli í Morgunblaðinu, 7. janúar sl. Hann spurði hvort einhverjir úr röðum áðurnefndra þingmanna hefðu ekki síðastliðið „haust verið með hástemmdar yfirlýsingar um að ekki mætti veikja réttindi fólks á vinnumarkaði? Hvers vegna var þetta þá gert? Hvers vegna var ekki hlustað á samtök leigubílstjóra sem andmæltu þessum breytingum og hnykktu á með stuttri vinnustöðvun?“ Og Ögmundur bætir við: „Fái markaðurinn einn ráðið má ganga út frá því sem vísu að margir sæju sér hag í því að vinna eingöngu þegar eftirspurnin er mest og minnst þarf að hafa fyrir því að ná í viðskiptavini. Í því samhengi er talað um rjómafleytingar. Þetta reyna stöðvarnar og samtök bílstjóra að forðast með skipulagi svo að alltaf séu bílar til þjónustu, ekki of fáir en heldur ekki of margir.“ Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja. Fyrir vikið hefur vantað bíla utan háannatíma og þjónusta við neytendur því stórum verri en fyrr. Þá geta bifreiðastjórar starfað óséðir og á óskráðum bifreiðum ef ekki verður tryggt eftirlit á hverri bifreið og með hverjum bifreiðastjóra áður en starfsemi hefst. Hér verða að gilda sömu reglur um alla þá sem stunda leigubifreiðaakstur, hvort sem það er aðalatvinna viðkomandi eða hlutastarf. Allir eiga að lúta að sömu leikreglum og skilyrðum. Undanþága frá gjaldmæli er mismunun, bæði gagnvart bílstjórum og neytendum, þar sem fyrirfram samið verð er oft hærra en raunverð gjaldmælis. Við viljum ekki að þjónusta leigubifreiðastjóra verði að vígvelli eins og gerst hefur á hinum Norðurlöndunum, þar sem bílsjórar slást sín á milli út af stæðum og ferðum. Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja öryggi almennings? Enn er von um að takmarka megi þann skaða sem nýja löggjöfin mun óhjákvæmilega valda en miklu skiptir að vandað verði til nýrrar reglugerðar samgönguráðherra sem sett verður með stoð í lögunum. Þar þarf að kveða skýrt á um fagmennsku í greininni og þar með neytendavernd. Viðhalda þarf kröfu um símsvörun svo dæmi sé tekið og að bifreiðastjórar hafi staðist íslenskupróf, en í lögum um danska leigubifreiðastjóra er t.a.m. ákvæði þess efnis að enginn fái að aka leigubifreið þar í landi nema hafa undirgengist próf í dönsku. Að sama skapi þarf að hafa inni í reglugerðinni kröfur um hreint sakavottorð og að leyfishafar hafi reynslu af leigubifreiðaakstri. Tryggja þarf með reglugerðinni að ákveðið hlutfall leigubifreiðastjóra sinni þessu starfi að aðalatvinnu. Það tryggir að þjónustu sé haldið uppi alla daga ársins, allan sólarhringinn. Tryggja þarf ákveðna lágmarksumgjörð lögverndunar svo þessi mikilvægi hlekkur í samgönguinnviðum landsins verði ekki eyðilagður. Til stendur að nýju lögin um leigubifreiðar öðlist gildi í byrjun apríl nk. En í þeim segir enn fremur að þau skuli endurskoðuð að tveimur árum liðnum. Hvað á að skoða eftir tvö ár ef það er ekki hægt að skoða atvinnugreinina í upphafi? Ef ráðamenn legðu við hlustir heyrðu þeir kannski – og fengju skilið – þær alvarlegu aðfinnslur sem við leigubifreiðastjórar höfum gert, m.a. varðandi ólögmæta starfsemi í greininni sem fengið hefur að þrífast óáreitt. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að kanna nýtingu leyfa til leigubifreiðaaksturs og þannig fengið yfirsýn yfir framboð. Réttast væri að fresta gildistökunni um tvö ár – einkum og sér í lagi til að fylgjast með reynslu Norðmanna og annarra Evrópuþjóða af afregluvæðingu atvinnugreinarinnar, en í Noregi stendur yfir vinna við endurskoðun nýrrar löggjafar um leigubifreiðaakstur í ljósi þess hversu hörmulega hefur til tekist. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra. Að sama skapi ítreka félög leigubifreiðastjóra þá kröfu sína að eftirlit verði eflt með ólögmætri starfsemi í greininni. Með fjölgun leigubifreiða mun þörfin fyrir eftirlit aukast mjög enda hætt við að leigubifreiðaakstur verði skálkaskjól fyrir hvers kyns glæpastarfsemi. Við gildistöku nýrra laga skiptir meginmáli að fagmennsku í greininni verði viðhaldið eins vel og kostur er með skýrum kröfum í reglugerð ráðherra um leigubifreiðaakstur. Höfundur er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar