Mamman ein óvæntasta stjarnan í Super Bowl vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 21:01 Donna Kelce bregður á leik á fjölmiðlakvöldi Super Bowl leiksins sem fór fram í Phoenix á mánudagskvöldið. Getty Images / Cooper Neill Það verður brotið blað í sögu Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, þegar bræður mætast inni á vellinum í fyrsta sinn. Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00. NFL Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira